Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, mun refsa rússneska knattspyrnusambandinu eftir „algjörlega óafsakanlega“ hegðun á viðureign Rússa gegn Englendingum í B-riðli EM í Frakklandi í gærkvöldi. Myndbandsupptökur sýndu Rússa virðast ráðast að enskum stuðningsmönnum á leikvangnum í Marseille.
Aðgerðir UEFA snúa að látum meðal áhorfenda, fordómafullri hegðun og tendrun flugelda hefur BBC eftir UEFA. Vandamál hafi skapast að halda stuðningsmönnum félaganna aðskildum og er lofað að öryggisgæsla verði bætt. Vitni segir að upptökin þau að flugeldum var kastað undir lok leiksins.
Í framhaldinu hafi nokkrir Rússar klifrað yfir girðingar sem settar höfðu verið upp til að skilja hópana að. Sáust Rússarnir slá til og sparka í Englendinga.
Íþróttamálaráðherra Rússa, Vitaly Mutko, segir UEFA gera rétt með því að skoða brotin að sögn R-Sport í Rússlandi. Það verði að komast til botns í málinu. Stuðningsmenn hafi farið á kostum og stutt sitt lið en svo séu nokkrir sem mæti ekki á leikina vegna áhuga á fótbolta.
UEFA grípur til aðgerða gagnvart Rússum eftir ólætin í Marseille

Tengdar fréttir

Óeirðir í Marseille: Spörkuðu í hausa og létu öllum illum látum
Lögregla beitti táragasi í átökum við stuðningsmenn.

England kastaði frá sér sigrinum í uppbótartíma í Marseille | Sjáðu mörkin
England og Rússland gerðu 1-1 jafntefli á Stade Velodrome í Marseille, en leikurinn var liður í fyrstu umferð B-riðils. Eric Dier skoraði mark Englands úr aukaspyrnu, en Rússar jöfnuðu í uppbótartíma.

EM í dag: Hótelhittingur og bullurnar í Marseille
Fréttamenn 365