„Við Kári (Árnason) ætluðum að vera tveir en það voru einhver mistök í bókuninni. Við enduðum í single sem er allt í lagi, en það er fínt að hafa partner til að spjalla á kvöldin og sofna,“ segir Theodór Elmar.
Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson, „Ítalarnir“ í hópnum, eru saman í herbergi eins og Birkir Már Sævarsson og Ögmundur Kristinsson. Þá eru Haukur Heiðar Hauksson og Ingvar Jónsson einnig saman í herbergi.

„Ekki í þessari ferð. Það mun kannski gerast,“ segir Elmar hlæjandi og Þorgrímur skýt inn: „Það er slegist um það.“