Hannes Þór Halldórsson gerðist leiðsögumaður fyrir heimsókn okkar á hótel íslenska landsliðsins, Les Trésoms, í gær eins og sjá má í meðfylgjandi innslagi.
Strákarnir okkar í landsliðinu eru einir gestir hótelsins á meðan dvöl þeirra stendur í Frakklandi en á morgun halda þeir til St. Etienne þar sem þeir mæta Portúgal á þriðjudagskvöld. Eftir leikinn snúa þeir svo aftur til Annecy.
Það er allt til alls á Les Trésoms, eins og Hannes Þór sýndi okkur.
Sjáðu Hannes sýna okkur hótel íslenska landsliðsins | Myndband
Tengdar fréttir

Ragnar: Jack Bauer með bakpoka fullan af vopnum sem ver okkur
Öryggisgæslan við hótel strákanna okkar í Annecy er gríðarleg en liðinu líður mjög vel.

Emil: Er í plús í pókernum og þannig verður það
Emil Hallfreðsson spilar póker með strákunum á hótelinu á kvöldin til að drepa tímann.

Aron Einar: Sérsveitarmaður mætti með sniper-riffil með okkur í golf
Fyrirliði landsliðsins fyllist öryggistilfinningu að vera með alla þessa gæslu í kringum strákana okkar.

Ljósmyndari Vísis myndaði strákana okkar í bak og fyrir á hótelinu í Annecy
Það væsir ekki um okkar menn á Les Trésoms í Annecy eins og meðfylgjandi myndir sína.