Tap gegn Portúgal verða ekki endalokin hjá okkur Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. júní 2016 06:00 Lars, Alfreð og Birkir á blaðamannafundinum í gær. vísir/vilhelm „Ég hef alltaf sagt að þú átt möguleika í fótbolta,“ sagði Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær, aðspurður um hvaða vonir strákarnir okkar gera sér í fyrsta leiknum gegn Portúgal á EM á þriðjudagskvöldið. „Ef þessir strákar spila áfram eins og þeir hafa verið að spila þá eigum við góðan möguleika á að komast upp úr riðlinum,“ sagði Lars enn fremur en hann er bjartsýnn á góðan árangur Íslands á sínu fyrsta stórmóti. Lars sagði að alla jafna væri fyrsti leikurinn á svona stórmóti mjög mikilvægur en nú væri staðan öðruvísi þar sem fjögur af sex liðunum sem hafna í þriðja sæti komast í 16 liða úrslitin. Portúgal er talið mun sigurstranglegra gegn Íslandi en tap verður enginn heimsendir að mati Lagerbäck. „Við ættum að ráða við tap í leiknum gegn Portúgal,“ sagði Lars. Hann benti þó á að ekki væri hægt að vita hversu mikilvægur fyrsti leikurinn er fyrr en að honum loknum út af þessu nýja 24 liða móti. Lars var á dögunum gagnrýnin á leikaraskap Cristiano Ronaldo og Pepe en sá síðarnefndi lét eins og kjáni í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem Portúgalarnir tveir stóðu uppi sem Evrópumeistarar eftir sigur á Atlético Madrid í vítaspyrnukeppni. „Það sáu allir á myndbrotunum hvað Pepe var að gera,“ svaraði Lars spurningu portúgalsk blaðamanns sem vildi fá frekari skýringar frá Svíanum. „Ég veit ekki hvaða kröfur menn gera í Hollywood en kannski getur Pepe fengið starf þar.“ Lars hrósaði portúgalska liðinu samt mikið og sérstaklega þjálfara þess, Fernando Santos, sem er að gera virkilega flotta hluti með liðið. „Ég ber mikla virðingu fyrir Portúgal og störfum þjálfara þess. Hann tapar varla leik og hefur fengið menn til að spila sem lið sem hefur ekki alltaf verið raunin með Portúgalana. Þetta er frábært lið sem við eigum samt að geta strítt,“ sagði Lars Lagerbäck. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Sjá meira
„Ég hef alltaf sagt að þú átt möguleika í fótbolta,“ sagði Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær, aðspurður um hvaða vonir strákarnir okkar gera sér í fyrsta leiknum gegn Portúgal á EM á þriðjudagskvöldið. „Ef þessir strákar spila áfram eins og þeir hafa verið að spila þá eigum við góðan möguleika á að komast upp úr riðlinum,“ sagði Lars enn fremur en hann er bjartsýnn á góðan árangur Íslands á sínu fyrsta stórmóti. Lars sagði að alla jafna væri fyrsti leikurinn á svona stórmóti mjög mikilvægur en nú væri staðan öðruvísi þar sem fjögur af sex liðunum sem hafna í þriðja sæti komast í 16 liða úrslitin. Portúgal er talið mun sigurstranglegra gegn Íslandi en tap verður enginn heimsendir að mati Lagerbäck. „Við ættum að ráða við tap í leiknum gegn Portúgal,“ sagði Lars. Hann benti þó á að ekki væri hægt að vita hversu mikilvægur fyrsti leikurinn er fyrr en að honum loknum út af þessu nýja 24 liða móti. Lars var á dögunum gagnrýnin á leikaraskap Cristiano Ronaldo og Pepe en sá síðarnefndi lét eins og kjáni í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem Portúgalarnir tveir stóðu uppi sem Evrópumeistarar eftir sigur á Atlético Madrid í vítaspyrnukeppni. „Það sáu allir á myndbrotunum hvað Pepe var að gera,“ svaraði Lars spurningu portúgalsk blaðamanns sem vildi fá frekari skýringar frá Svíanum. „Ég veit ekki hvaða kröfur menn gera í Hollywood en kannski getur Pepe fengið starf þar.“ Lars hrósaði portúgalska liðinu samt mikið og sérstaklega þjálfara þess, Fernando Santos, sem er að gera virkilega flotta hluti með liðið. „Ég ber mikla virðingu fyrir Portúgal og störfum þjálfara þess. Hann tapar varla leik og hefur fengið menn til að spila sem lið sem hefur ekki alltaf verið raunin með Portúgalana. Þetta er frábært lið sem við eigum samt að geta strítt,“ sagði Lars Lagerbäck.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Sjá meira