150 vel þjálfaðar rússneskar fótboltabullur komu gagngert til Marseille til að slást við Englendinga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. júní 2016 13:06 Að minnsta kosti 35 manns slösuðust í óeirðunum um helgina. vísir/getty Samkvæmt saksóknurum í Frakklandi voru 150 rússneskar fótboltabullur á bak við óeirðirnar í Marseille um helgina þegar Rússland mætti Englandi á Evrópumótinu í knattspyrnu karla. Að sögn Brice Robin, sem er saksóknari í Marseille, voru bullurnar vel þjálfaðar í því að beita miklu ofbeldi. „Þetta fólk var vel undirbúið fyrir það að beita miklu ofbeldi. Þetta voru rosalega vel þjálfaðir einstaklingar,“ er haft eftir Robin á vef BBC. Stuðningsmenn Rússa réðust meðal annars á ensku stuðningsmennina á leikvanginum í Marseille eftir að flautað var til leiksloka.Alls tuttugu manns verið handteknir Þá hafa sex Bretar, þrír Frakkar og einn Austurríkismaður verið ákærðir vegna óeirðanna auk þess sem tveir Rússar eru í haldi lögreglu fyrir að ráðast inn á leikvanginn í Marseille. Þá hefur tveimur Rússum verið vísað úr landi vegna þáttöku í óeirðunum. Alls hafa tuttugu manns verið handteknir. Að minnsta kosti 35 manns særðust í óeirðunum, þar af fjórir alvarlega. Flestir þeirra eru Englendingar samkvæmt saksóknaranum. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur hafið rannsókn á óeirðunum. Þá hefur bæði Rússlandi og Englandi verið hótað því að þeim verði vísað úr keppninni fari stuðningsmenn þeirra ekki að haga sér.„Við fórum til að sýna þeim að Englendingar eru stelpur“Á vef Telegraph er vitnað í viðtal AFP við einn af rússnesku bullunum, Vladimir að nafni. Hann segir að Rússarnir hafi farið til Marseille til að sýna Englendingum að þeir væru stelpur. „Englendingar segja alltaf að þeir séu aðalbullurnar. Við fórum til að sýna þeim að Englendingar eru stelpur.“ Hann segir að rússnesku bullunum sé alveg sama þó að Rússlandi verði hent úr keppninni. Margir þeirra hafi engan áhuga á fótbolta heldur vilji þeir bara slást og sýna þannig styrk sinn. Ekki markmið að drepa eða meiða neinnAð sögn Vladimir eru ensku bullurnar aðallega gamlir karlar sem drekka mikið af bjór. Rússarnir séu hins vegar yngri. „Þeir eru á milli tvítugs og þrítugs og æfa margir hverjir box eða ýmsar bardagalistir. Markmið okkar er að koma og sýna að Englendingarnir eru ekki bullur. Þeir kunna ekkert að slást,“ segir Vladimir og bætir við að Englendingar noti stóla og flöskur til að slást með en Rússarnir láti hnefana tala. „Það að nota vopn getur valdið miklum óþarfa meiðslum. Við lítum á þetta sem íþrótt og viljum ekki drepa eða meiða neinn. Við viljum sýna styrk okkar.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Óeirðir í Marseille: Spörkuðu í hausa og létu öllum illum látum Lögregla beitti táragasi í átökum við stuðningsmenn. 12. júní 2016 08:39 Íslendingur í táragasi í Marseille: „Þetta var svolítið scary“ Birkir Björnsson varð vitni að óeirðunum í strandborginni í Frakklandi í gær. 12. júní 2016 13:03 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira
Samkvæmt saksóknurum í Frakklandi voru 150 rússneskar fótboltabullur á bak við óeirðirnar í Marseille um helgina þegar Rússland mætti Englandi á Evrópumótinu í knattspyrnu karla. Að sögn Brice Robin, sem er saksóknari í Marseille, voru bullurnar vel þjálfaðar í því að beita miklu ofbeldi. „Þetta fólk var vel undirbúið fyrir það að beita miklu ofbeldi. Þetta voru rosalega vel þjálfaðir einstaklingar,“ er haft eftir Robin á vef BBC. Stuðningsmenn Rússa réðust meðal annars á ensku stuðningsmennina á leikvanginum í Marseille eftir að flautað var til leiksloka.Alls tuttugu manns verið handteknir Þá hafa sex Bretar, þrír Frakkar og einn Austurríkismaður verið ákærðir vegna óeirðanna auk þess sem tveir Rússar eru í haldi lögreglu fyrir að ráðast inn á leikvanginn í Marseille. Þá hefur tveimur Rússum verið vísað úr landi vegna þáttöku í óeirðunum. Alls hafa tuttugu manns verið handteknir. Að minnsta kosti 35 manns særðust í óeirðunum, þar af fjórir alvarlega. Flestir þeirra eru Englendingar samkvæmt saksóknaranum. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur hafið rannsókn á óeirðunum. Þá hefur bæði Rússlandi og Englandi verið hótað því að þeim verði vísað úr keppninni fari stuðningsmenn þeirra ekki að haga sér.„Við fórum til að sýna þeim að Englendingar eru stelpur“Á vef Telegraph er vitnað í viðtal AFP við einn af rússnesku bullunum, Vladimir að nafni. Hann segir að Rússarnir hafi farið til Marseille til að sýna Englendingum að þeir væru stelpur. „Englendingar segja alltaf að þeir séu aðalbullurnar. Við fórum til að sýna þeim að Englendingar eru stelpur.“ Hann segir að rússnesku bullunum sé alveg sama þó að Rússlandi verði hent úr keppninni. Margir þeirra hafi engan áhuga á fótbolta heldur vilji þeir bara slást og sýna þannig styrk sinn. Ekki markmið að drepa eða meiða neinnAð sögn Vladimir eru ensku bullurnar aðallega gamlir karlar sem drekka mikið af bjór. Rússarnir séu hins vegar yngri. „Þeir eru á milli tvítugs og þrítugs og æfa margir hverjir box eða ýmsar bardagalistir. Markmið okkar er að koma og sýna að Englendingarnir eru ekki bullur. Þeir kunna ekkert að slást,“ segir Vladimir og bætir við að Englendingar noti stóla og flöskur til að slást með en Rússarnir láti hnefana tala. „Það að nota vopn getur valdið miklum óþarfa meiðslum. Við lítum á þetta sem íþrótt og viljum ekki drepa eða meiða neinn. Við viljum sýna styrk okkar.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Óeirðir í Marseille: Spörkuðu í hausa og létu öllum illum látum Lögregla beitti táragasi í átökum við stuðningsmenn. 12. júní 2016 08:39 Íslendingur í táragasi í Marseille: „Þetta var svolítið scary“ Birkir Björnsson varð vitni að óeirðunum í strandborginni í Frakklandi í gær. 12. júní 2016 13:03 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira
Óeirðir í Marseille: Spörkuðu í hausa og létu öllum illum látum Lögregla beitti táragasi í átökum við stuðningsmenn. 12. júní 2016 08:39
Íslendingur í táragasi í Marseille: „Þetta var svolítið scary“ Birkir Björnsson varð vitni að óeirðunum í strandborginni í Frakklandi í gær. 12. júní 2016 13:03