150 vel þjálfaðar rússneskar fótboltabullur komu gagngert til Marseille til að slást við Englendinga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. júní 2016 13:06 Að minnsta kosti 35 manns slösuðust í óeirðunum um helgina. vísir/getty Samkvæmt saksóknurum í Frakklandi voru 150 rússneskar fótboltabullur á bak við óeirðirnar í Marseille um helgina þegar Rússland mætti Englandi á Evrópumótinu í knattspyrnu karla. Að sögn Brice Robin, sem er saksóknari í Marseille, voru bullurnar vel þjálfaðar í því að beita miklu ofbeldi. „Þetta fólk var vel undirbúið fyrir það að beita miklu ofbeldi. Þetta voru rosalega vel þjálfaðir einstaklingar,“ er haft eftir Robin á vef BBC. Stuðningsmenn Rússa réðust meðal annars á ensku stuðningsmennina á leikvanginum í Marseille eftir að flautað var til leiksloka.Alls tuttugu manns verið handteknir Þá hafa sex Bretar, þrír Frakkar og einn Austurríkismaður verið ákærðir vegna óeirðanna auk þess sem tveir Rússar eru í haldi lögreglu fyrir að ráðast inn á leikvanginn í Marseille. Þá hefur tveimur Rússum verið vísað úr landi vegna þáttöku í óeirðunum. Alls hafa tuttugu manns verið handteknir. Að minnsta kosti 35 manns særðust í óeirðunum, þar af fjórir alvarlega. Flestir þeirra eru Englendingar samkvæmt saksóknaranum. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur hafið rannsókn á óeirðunum. Þá hefur bæði Rússlandi og Englandi verið hótað því að þeim verði vísað úr keppninni fari stuðningsmenn þeirra ekki að haga sér.„Við fórum til að sýna þeim að Englendingar eru stelpur“Á vef Telegraph er vitnað í viðtal AFP við einn af rússnesku bullunum, Vladimir að nafni. Hann segir að Rússarnir hafi farið til Marseille til að sýna Englendingum að þeir væru stelpur. „Englendingar segja alltaf að þeir séu aðalbullurnar. Við fórum til að sýna þeim að Englendingar eru stelpur.“ Hann segir að rússnesku bullunum sé alveg sama þó að Rússlandi verði hent úr keppninni. Margir þeirra hafi engan áhuga á fótbolta heldur vilji þeir bara slást og sýna þannig styrk sinn. Ekki markmið að drepa eða meiða neinnAð sögn Vladimir eru ensku bullurnar aðallega gamlir karlar sem drekka mikið af bjór. Rússarnir séu hins vegar yngri. „Þeir eru á milli tvítugs og þrítugs og æfa margir hverjir box eða ýmsar bardagalistir. Markmið okkar er að koma og sýna að Englendingarnir eru ekki bullur. Þeir kunna ekkert að slást,“ segir Vladimir og bætir við að Englendingar noti stóla og flöskur til að slást með en Rússarnir láti hnefana tala. „Það að nota vopn getur valdið miklum óþarfa meiðslum. Við lítum á þetta sem íþrótt og viljum ekki drepa eða meiða neinn. Við viljum sýna styrk okkar.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Óeirðir í Marseille: Spörkuðu í hausa og létu öllum illum látum Lögregla beitti táragasi í átökum við stuðningsmenn. 12. júní 2016 08:39 Íslendingur í táragasi í Marseille: „Þetta var svolítið scary“ Birkir Björnsson varð vitni að óeirðunum í strandborginni í Frakklandi í gær. 12. júní 2016 13:03 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Sjá meira
Samkvæmt saksóknurum í Frakklandi voru 150 rússneskar fótboltabullur á bak við óeirðirnar í Marseille um helgina þegar Rússland mætti Englandi á Evrópumótinu í knattspyrnu karla. Að sögn Brice Robin, sem er saksóknari í Marseille, voru bullurnar vel þjálfaðar í því að beita miklu ofbeldi. „Þetta fólk var vel undirbúið fyrir það að beita miklu ofbeldi. Þetta voru rosalega vel þjálfaðir einstaklingar,“ er haft eftir Robin á vef BBC. Stuðningsmenn Rússa réðust meðal annars á ensku stuðningsmennina á leikvanginum í Marseille eftir að flautað var til leiksloka.Alls tuttugu manns verið handteknir Þá hafa sex Bretar, þrír Frakkar og einn Austurríkismaður verið ákærðir vegna óeirðanna auk þess sem tveir Rússar eru í haldi lögreglu fyrir að ráðast inn á leikvanginn í Marseille. Þá hefur tveimur Rússum verið vísað úr landi vegna þáttöku í óeirðunum. Alls hafa tuttugu manns verið handteknir. Að minnsta kosti 35 manns særðust í óeirðunum, þar af fjórir alvarlega. Flestir þeirra eru Englendingar samkvæmt saksóknaranum. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur hafið rannsókn á óeirðunum. Þá hefur bæði Rússlandi og Englandi verið hótað því að þeim verði vísað úr keppninni fari stuðningsmenn þeirra ekki að haga sér.„Við fórum til að sýna þeim að Englendingar eru stelpur“Á vef Telegraph er vitnað í viðtal AFP við einn af rússnesku bullunum, Vladimir að nafni. Hann segir að Rússarnir hafi farið til Marseille til að sýna Englendingum að þeir væru stelpur. „Englendingar segja alltaf að þeir séu aðalbullurnar. Við fórum til að sýna þeim að Englendingar eru stelpur.“ Hann segir að rússnesku bullunum sé alveg sama þó að Rússlandi verði hent úr keppninni. Margir þeirra hafi engan áhuga á fótbolta heldur vilji þeir bara slást og sýna þannig styrk sinn. Ekki markmið að drepa eða meiða neinnAð sögn Vladimir eru ensku bullurnar aðallega gamlir karlar sem drekka mikið af bjór. Rússarnir séu hins vegar yngri. „Þeir eru á milli tvítugs og þrítugs og æfa margir hverjir box eða ýmsar bardagalistir. Markmið okkar er að koma og sýna að Englendingarnir eru ekki bullur. Þeir kunna ekkert að slást,“ segir Vladimir og bætir við að Englendingar noti stóla og flöskur til að slást með en Rússarnir láti hnefana tala. „Það að nota vopn getur valdið miklum óþarfa meiðslum. Við lítum á þetta sem íþrótt og viljum ekki drepa eða meiða neinn. Við viljum sýna styrk okkar.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Óeirðir í Marseille: Spörkuðu í hausa og létu öllum illum látum Lögregla beitti táragasi í átökum við stuðningsmenn. 12. júní 2016 08:39 Íslendingur í táragasi í Marseille: „Þetta var svolítið scary“ Birkir Björnsson varð vitni að óeirðunum í strandborginni í Frakklandi í gær. 12. júní 2016 13:03 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Sjá meira
Óeirðir í Marseille: Spörkuðu í hausa og létu öllum illum látum Lögregla beitti táragasi í átökum við stuðningsmenn. 12. júní 2016 08:39
Íslendingur í táragasi í Marseille: „Þetta var svolítið scary“ Birkir Björnsson varð vitni að óeirðunum í strandborginni í Frakklandi í gær. 12. júní 2016 13:03