Skoraði sitt fyrsta mark í 18 mánuði og Ungverjar unnu Austurríki á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júní 2016 17:45 Ungverjar fagna marki sínu með stuðningsmönnunum í stúkunni. Vísir/Getty Ein óvæntustu úrslit Evrópumótsins til þessa litu dagsins ljós í fyrsta leiknum í riðli Íslands þegar Ungverjar unnu 2-0 sigur á Austurríki. Sigurinn var fyllilega sanngjarn enda stóð ungverska liðið sig frábærlega í kvöld. Adam Szalai var hetja ungverska liðsins en framherjinn sem hafði ekki skorað fyrir félagslið eða landslið í átján mánuði skoraði fyrra mark Ungverja á 63. mínútu. Varamaðurinn Zoltán Stieber innsiglaði síðan sigurinn á 87. mínútu. Austurríkismenn enduðu leikinn manni færri því Aleksandar Dragovic fékk sitt annað gula spjald á 66. mínútu eða aðeins fjórum mínútum eftir að Ungverjar komust í 1-0. Það var mikið búist við af austurríska liðinu fyrir Evrópumótið en frammistaða þess í kvöld var ekki sannfærandi. Ungverjar unnu aftur á móti frábæran sigur og hafa með honum opnað riðilinn upp á gátt. Gábor Király, markvörður Ungverja, varð í kvöld elsti leikmaður EM frá upphafi og hélt upp á metið með því að halda marki sínu hreinu. Það hefði þó getað endað öðruvísi. Austurríkismenn fengu næstum því draumabyrjun þegar David Alaba skaut í stöngina eftir aðeins 30 sekúndur og austurríska liðið fékk hættulegri færi í fyrri hálfleiknum. Ungverska liðið var samt alls ekki síðri aðilinn í fyrri hálfleiknum og Balázs Dzsudzsák fékk fínasta færi undir lok fyrri hálfleiksins. Adam Szalai kom Ungverjum í 1-0 á 62. mínútu eftir frábært þríhyrningsspil við y László Kleinheisler sem sendi boltann á hárréttum tíma inn í teig þar sem Szalai lagði hann undir markvörðinn og í markið. Szalai hafði ekki skorað fyrir landslið eða félagslið síðan árið 2014. Zoltán Stieber kom inná sem varamaður á 79. mínútu og hann innsiglaði sigurinn eftir skyndisókn á 87. mínútu. Næsti leikur ungverska liðsins er á móti Íslandi á laugardaginn en Austurríkismanna bíður erfiður leikur á móti Portúgal. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport EM í dag: Allt eða ekkert Fótbolti Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Fleiri fréttir Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Sjá meira
Ein óvæntustu úrslit Evrópumótsins til þessa litu dagsins ljós í fyrsta leiknum í riðli Íslands þegar Ungverjar unnu 2-0 sigur á Austurríki. Sigurinn var fyllilega sanngjarn enda stóð ungverska liðið sig frábærlega í kvöld. Adam Szalai var hetja ungverska liðsins en framherjinn sem hafði ekki skorað fyrir félagslið eða landslið í átján mánuði skoraði fyrra mark Ungverja á 63. mínútu. Varamaðurinn Zoltán Stieber innsiglaði síðan sigurinn á 87. mínútu. Austurríkismenn enduðu leikinn manni færri því Aleksandar Dragovic fékk sitt annað gula spjald á 66. mínútu eða aðeins fjórum mínútum eftir að Ungverjar komust í 1-0. Það var mikið búist við af austurríska liðinu fyrir Evrópumótið en frammistaða þess í kvöld var ekki sannfærandi. Ungverjar unnu aftur á móti frábæran sigur og hafa með honum opnað riðilinn upp á gátt. Gábor Király, markvörður Ungverja, varð í kvöld elsti leikmaður EM frá upphafi og hélt upp á metið með því að halda marki sínu hreinu. Það hefði þó getað endað öðruvísi. Austurríkismenn fengu næstum því draumabyrjun þegar David Alaba skaut í stöngina eftir aðeins 30 sekúndur og austurríska liðið fékk hættulegri færi í fyrri hálfleiknum. Ungverska liðið var samt alls ekki síðri aðilinn í fyrri hálfleiknum og Balázs Dzsudzsák fékk fínasta færi undir lok fyrri hálfleiksins. Adam Szalai kom Ungverjum í 1-0 á 62. mínútu eftir frábært þríhyrningsspil við y László Kleinheisler sem sendi boltann á hárréttum tíma inn í teig þar sem Szalai lagði hann undir markvörðinn og í markið. Szalai hafði ekki skorað fyrir landslið eða félagslið síðan árið 2014. Zoltán Stieber kom inná sem varamaður á 79. mínútu og hann innsiglaði sigurinn eftir skyndisókn á 87. mínútu. Næsti leikur ungverska liðsins er á móti Íslandi á laugardaginn en Austurríkismanna bíður erfiður leikur á móti Portúgal.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport EM í dag: Allt eða ekkert Fótbolti Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Fleiri fréttir Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Sjá meira