Tvær slysasleppingar úr eldi samtímis Svavar Hávarðsson skrifar 15. júní 2016 07:00 Tvær slysasleppingar eldisfisks úr sjókvíum voru tilkynntar yfirvöldum með dags millibili. Mynd/Fiskeldi Austfjarða Fiskistofa fékk í gærmorgun staðfestingu á því að regnbogasilungur hefði sloppið úr sjókví fyrirtækisins ÍS 47 ehf. í Önundarfirði. Á mánudag fékk Fiskistofa staðfestingu á því frá Fiskeldi Austfjarða að regnbogasilungur hefði sloppið úr sjókví fyrirtækisins í Berufirði. Tvær slysasleppingar úr sjókvíum eru því til rannsóknar hjá Fiskistofu á sama tíma og hafa bæði málin verið kærð til lögreglu. Guðni M. Eiríksson, sviðsstjóri hjá Fiskistofu, segist engar upplýsingar hafa enn þá um umfang slysasleppinganna tveggja – hversu mikið magn regnbogasilungs er um að ræða, en staðfestingu um atvikið í Önundarfirði hafi hann fengið eftir samskipti fyrirtækisins ÍS 47 og Matvælastofnunar. Hins vegar beri fyrirtæki að tilkynna samstundis um slíkt til Fiskistofu. Stofnunin hafi þegar tilkynnt um atvikið til lögreglu og eftirlitsmaður Fiskistofu verði sendur á vettvang til þess að ganga úr skugga um að fyrirtækið virki viðbragðsáætlun sína. „Við munum gera alvarlega athugasemd við að hafa ekki verið upplýst um þetta samstundis,“ segir Guðni. Fiskeldi Austfjarða tilkynnti um slysasleppingu á mánudag. Þá hafði um tíma veiðst regnbogi á stöng við bryggjuna á Djúpavogi og í net innst í firðinum. Við köfun fannst lítið gat á einni kvínni, sem Guðmundur Gíslason, stjórnarformaður fyrirtækisins, útskýrði í viðtali við RÚV að þar sem gatið væri um einum metra undir sjávarmáli væri líklegt að skrúfa á utanborðsmótor hefði skorið netið í sundur.Gísli M. Eiríksson„Ef það er rétt að utanborðsmótor hafi rofið netið þá skal haft hugfast að í reglum um sjókvíaeldi skulu allir bátar sem notaðir eru í fiskeldi hafa hlífar á skrúfunni,“ segir Guðni og bætir við að samkvæmt upplýsingum frá Fiskeldi Austfjarða hljóti gatið á kvínni að vera yngra en mánaðar gamalt, þar sem ekkert slíkt hafi fundist þegar kvíar fyrirtækisins voru yfirfarnar fyrir um mánuði. Guðni telur að það geti vel staðist við þær tímasetningar sem fregnir tóku að berast um regnboga í firðinum fyrir um tveimur vikum. Hins vegar gæti lengra verið liðið síðan og tekið að bera á fiski þegar fleiri hafa bæst við torfuna. Fiskistofa óskaði eftir ráðgjöf frá Veiðimálastofnun um viðbrögð við því að regnbogasilung væri að finna í sjó í Berufirði. Mælir Veiðimálastofnun með því að aflað verði meiri upplýsinga um málið áður en frekari aðgerðir, svo sem netaveiðar, verði notaðar í firðinum til að ná eldisfiski. Ástæðan er sú að silungur og lax eru í göngu á svæðinu og telur Veiðimálastofnun að netaveiðar geti haft áhrif á villta laxa og silungastofna. Fiskistofa vakti athygli veiðifélaga í nágrenni Berufjarðar á málinu og einnig Landssambandi veiðifélaga. Eins og kunnugt er er til dæmis ein af bestu laxveiðiám landsins í næsta firði, eða Breiðdalsá. „Það sem ég veit er að í báðum tilfellum er um eldri búnað að ræða, held ég örugglega. En við erum ekki með eftirlit á búnaði á okkar könnu og verð að vísa á Matvælastofnun hvað það varðar,“ segir Guðni spurður um fullyrðingar eldismanna um öryggi sjókvíaeldis í ljósi þess að tvær slysasleppingar eru staðreynd á sama tíma. Regnbogasilungur telst ekki til íslenskra fisktegunda og ekki er vitað til þess að hann hafi náð að fjölga sér í íslenskri náttúru. Engu að síður verða fiskar sem sleppa úr eldi og koma fram í náttúrunni að teljast til framandi tegundar, er mat Veiðimálastofnunar og að almennt sé takmörkuð þekking á mögulegum áhrifum regnbogsilungs á vistkerfi hér á landi. Regnbogi telst til framandi tegundar Regnbogasilungur telst ekki til íslenskra fisktegunda og ekki er vitað til þess að hann hafi náð að fjölga sér í íslenskri náttúru. Engu að síður verða fiskar sem sleppa úr eldi og koma fram í náttúrunni að teljast til framandi tegundar, er mat Veiðimálastofnunar og að almennt sé takmörkuð þekking á mögulegum áhrifum regnbogsilungs á vistkerfi hér á landi.Uppfært klukkan 10:50Eigandi ÍS 47 hafði samband við Fiskistofu vegna fréttarinnar í morgun og segir að orð sérfræðings Matvælastofnunar um að slysaslepping úr kvíum fyrirtækisins hafi verið staðfest sé málum blandin. Enn þurfi að færa sönnur á að svo sé og því hafi ÍS 47 ekki tilkynnt Fiskistofu um slysasleppingu eins og lög og reglur gera ráð fyrir. Eins og í fréttinni segir er málið enn til rannsóknar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Fiskistofa fékk í gærmorgun staðfestingu á því að regnbogasilungur hefði sloppið úr sjókví fyrirtækisins ÍS 47 ehf. í Önundarfirði. Á mánudag fékk Fiskistofa staðfestingu á því frá Fiskeldi Austfjarða að regnbogasilungur hefði sloppið úr sjókví fyrirtækisins í Berufirði. Tvær slysasleppingar úr sjókvíum eru því til rannsóknar hjá Fiskistofu á sama tíma og hafa bæði málin verið kærð til lögreglu. Guðni M. Eiríksson, sviðsstjóri hjá Fiskistofu, segist engar upplýsingar hafa enn þá um umfang slysasleppinganna tveggja – hversu mikið magn regnbogasilungs er um að ræða, en staðfestingu um atvikið í Önundarfirði hafi hann fengið eftir samskipti fyrirtækisins ÍS 47 og Matvælastofnunar. Hins vegar beri fyrirtæki að tilkynna samstundis um slíkt til Fiskistofu. Stofnunin hafi þegar tilkynnt um atvikið til lögreglu og eftirlitsmaður Fiskistofu verði sendur á vettvang til þess að ganga úr skugga um að fyrirtækið virki viðbragðsáætlun sína. „Við munum gera alvarlega athugasemd við að hafa ekki verið upplýst um þetta samstundis,“ segir Guðni. Fiskeldi Austfjarða tilkynnti um slysasleppingu á mánudag. Þá hafði um tíma veiðst regnbogi á stöng við bryggjuna á Djúpavogi og í net innst í firðinum. Við köfun fannst lítið gat á einni kvínni, sem Guðmundur Gíslason, stjórnarformaður fyrirtækisins, útskýrði í viðtali við RÚV að þar sem gatið væri um einum metra undir sjávarmáli væri líklegt að skrúfa á utanborðsmótor hefði skorið netið í sundur.Gísli M. Eiríksson„Ef það er rétt að utanborðsmótor hafi rofið netið þá skal haft hugfast að í reglum um sjókvíaeldi skulu allir bátar sem notaðir eru í fiskeldi hafa hlífar á skrúfunni,“ segir Guðni og bætir við að samkvæmt upplýsingum frá Fiskeldi Austfjarða hljóti gatið á kvínni að vera yngra en mánaðar gamalt, þar sem ekkert slíkt hafi fundist þegar kvíar fyrirtækisins voru yfirfarnar fyrir um mánuði. Guðni telur að það geti vel staðist við þær tímasetningar sem fregnir tóku að berast um regnboga í firðinum fyrir um tveimur vikum. Hins vegar gæti lengra verið liðið síðan og tekið að bera á fiski þegar fleiri hafa bæst við torfuna. Fiskistofa óskaði eftir ráðgjöf frá Veiðimálastofnun um viðbrögð við því að regnbogasilung væri að finna í sjó í Berufirði. Mælir Veiðimálastofnun með því að aflað verði meiri upplýsinga um málið áður en frekari aðgerðir, svo sem netaveiðar, verði notaðar í firðinum til að ná eldisfiski. Ástæðan er sú að silungur og lax eru í göngu á svæðinu og telur Veiðimálastofnun að netaveiðar geti haft áhrif á villta laxa og silungastofna. Fiskistofa vakti athygli veiðifélaga í nágrenni Berufjarðar á málinu og einnig Landssambandi veiðifélaga. Eins og kunnugt er er til dæmis ein af bestu laxveiðiám landsins í næsta firði, eða Breiðdalsá. „Það sem ég veit er að í báðum tilfellum er um eldri búnað að ræða, held ég örugglega. En við erum ekki með eftirlit á búnaði á okkar könnu og verð að vísa á Matvælastofnun hvað það varðar,“ segir Guðni spurður um fullyrðingar eldismanna um öryggi sjókvíaeldis í ljósi þess að tvær slysasleppingar eru staðreynd á sama tíma. Regnbogasilungur telst ekki til íslenskra fisktegunda og ekki er vitað til þess að hann hafi náð að fjölga sér í íslenskri náttúru. Engu að síður verða fiskar sem sleppa úr eldi og koma fram í náttúrunni að teljast til framandi tegundar, er mat Veiðimálastofnunar og að almennt sé takmörkuð þekking á mögulegum áhrifum regnbogsilungs á vistkerfi hér á landi. Regnbogi telst til framandi tegundar Regnbogasilungur telst ekki til íslenskra fisktegunda og ekki er vitað til þess að hann hafi náð að fjölga sér í íslenskri náttúru. Engu að síður verða fiskar sem sleppa úr eldi og koma fram í náttúrunni að teljast til framandi tegundar, er mat Veiðimálastofnunar og að almennt sé takmörkuð þekking á mögulegum áhrifum regnbogsilungs á vistkerfi hér á landi.Uppfært klukkan 10:50Eigandi ÍS 47 hafði samband við Fiskistofu vegna fréttarinnar í morgun og segir að orð sérfræðings Matvælastofnunar um að slysaslepping úr kvíum fyrirtækisins hafi verið staðfest sé málum blandin. Enn þurfi að færa sönnur á að svo sé og því hafi ÍS 47 ekki tilkynnt Fiskistofu um slysasleppingu eins og lög og reglur gera ráð fyrir. Eins og í fréttinni segir er málið enn til rannsóknar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira