Ísland gerði 1-1 jafntefli við Portúgal í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi, en leikið var í Saint-Étienne.
Frammistaða íslenska liðsins og barátta var til mikillar fyrirmyndar, en hér að neðan má sjá einkunnir Vísis úr leiknum.
Hannes Þór Halldórsson var valinn maður leiksins með átta í einkunn, en fjórir aðrir leikmenn voru með átta í einkunn.
Einkunnir Íslands:
Hannes Þór Halldórsson, markvörður 8 - maður leiksins
Einkar öruggur í öllum sínum aðgerðum. Gat lítið gert í markinu og hélt íslenska liðinu á floti með frábærri frammistöðu þegar það lá mest á liðinu í fyrri hálfleik.
Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7
Mistækur í upphafi leiks en var ekki refsað fyrir þau og gerði margt vel í seinni hálfleik
Kári Árnason, miðvörður 7
Var illa staðsettur í marki Portúgals en lét það ekki slá sig af laginu. Stóð vaktina frábærlega í síðari hálfleik eins og allt íslenska liðið.
Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8
Var frábær, eins og svo oft áður. Ber enga virðingu fyrir andstæðinginum og lætur hann ekki komast upp með neitt.
Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 7
Lenti í vandræðum í fyrri háflleik en vann á. Þegar skipulagið heldur hjá íslenska liðinu nýtur Ari sín frábærlega.
Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7
Lagði upp markið og það gerði mikið fyrir hann eftir að Jóhann hafði átt fremur rólegan dag. Vinnuþjarkur, eins og alltaf og allir í íslenska liðinu.
Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 8
Stundum tæpur í fyrri hálfleiknum með sendingar sínar en akkerið í miðjunni. Öskraði sína menn áfram og kom oft til bjargar í hættulegum sóknum Portúgala.
Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 6
Lét finna fyrir sér en náði ekki að stýra sóknarleiknum eins og hann þarf að gera til að við náum okkur á strik og fáum ró í sóknarleikinn. Eigum hann inni.
Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 8
Birkir var ákveðinn á vinstri kantinum, fékk eitt færi og nýtti það sem er langt í frá sjálfsagt á stóra sviðinu. Allir hugsuðu „íslenskir víkingar“ þegar hann fagnaði marki sínu
Jón Daði Böðvarsson, framherji 8
Stimplaði sig inn strax í byrjun þegar hann skapaði dauðafæri fyrir Gylfa eftir stórkostlega takta. Rosalega duglegur, tók hárréttar ákvarðanir og steig varla feilspor í leiknum.
Kolbeinn Sigþórsson, framherji 8
Kolbeinn lét miðverði Portúgals líta illa út og tapaði varla skallaeinvígi í leiknum. Því miður vannst seinni bolti ekki nógu oft. Sívinnandi og truflandi varnarmennina.
Varamenn:
Alfreð Finnbogason - (Kom inn á fyrir Kolbein á 80. mínútu)
Spilaði ekki nóg til að fá einkunn en var óheppinn að skora ekki er frábært skot hans var varið.
Theodór Elmar Bjarnason - (Kom inn á fyrir Jóhann Berg á 89. mínútu)
Spilaði ekki nóg til að fá einkunn.
Einkunnir gegn Portúgal: Hannes bestur

Tengdar fréttir

Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne
Birkir Bjarnason tryggði Íslandi 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna á EM, gegn sterku portúgölsku liði. Stundin þegar flautað var til leiksloka er ógleymanleg.