Eiður Smári Guðjohnsen, reynsluboltinn í karlalandsliðinu í knattspyrnu, var vinsæll á meðal erlendra blaðamanna eftir 1-1 jafnteflið gegn Portúgal á EM í gær. Allir þekkja Eið Smára og höfðu blaðamenn áhuga á að vita hvað Eiður hefði að segja um hegðun og ummæli Cristiano Ronaldo að leik loknum.
„Mér er eiginlega sama hvað Ronaldo segir,“ sagði Eiður Smári í leikslok. „Hann sagði að við hefðum verið heppnir en þú verður að vinna fyrir heppninni. Hún fellur ekki af himnum ofan, þú þarft að vinna fyrir henni,“ sagði Eiður Smári sem æfði ásamt öðrum varamönnum í Annecy í hádeginu.
„Jafntefli eru frábær úrslit fyrir okkur. Við einbeitum okkur ekki að öðrum liðum. Frammstaða okkar byggðist á stolti, karakter en fyrst og fremst mikilli vinnusemi.“
Eiður Smári: Mér er sama hvað Ronaldo segir

Tengdar fréttir

Kári um Ronaldo: Enn sætari sigur fyrst hann er svona tapsár
Cristiano Ronaldo, einn besti fótboltamaður heims, var vægast sagt svekktur eftir að gera bara jafntefli gegn litla Íslandi í gærkvöldi.

Heimir: Kom enginn hingað til að taka í höndina á Ronaldo
"Það hlýtur að vera svekkjandi fyrir hann að hafa ekki náð að sýna betri leik en hann gerði í gær.“