EM dagbók: Portkonur með tískuvit? Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. júní 2016 08:00 Vantar S-ið. vísir/tom Hvernig haldið þið að líðan ykkar verði þegar þið gangið út á Stade Geoffroy-Guichard í Saint-Étienne í fyrsta leik liðsins á EM? Þetta er spurning sem allir leikmenn íslenska landsliðsins eru búnir að fá undanfarna mánuði og ekki síst í aðdraganda leiksins gegn Portúgal. Það var erfitt að ímynda sér hvernig strákarnir okkar myndu takast á við þetta verkefni en svarið var það sama og alltaf. Þegar liðið sem kom okkur á mótið var mætt til leiks með sama hugarfar þurfti ekki að spyrja að leikslokum. Að sjálfsögðu náðu þeir úrslitum. Við fjölmiðlamenn sem fylgjum strákunum eftir hefðum betur spurt okkur sjálfa þessarar sömu spurningar. Að sitja upp í rjáfri vallarins þar sem ég var mættur 90 mínútum fyrir leik og fylgjast með stemningunni magnast er eitthvað sem maður mun aldrei gleyma. Að sjá stúkuna verða alltaf meira og meira bláa og heyra svo 8.000 manns syngja Ég er kominn heim... þetta er eitthvað sem orð fá ekki lýst.Sigur í fyrsta leik!vísir/stefánTveggja og hálfs tíma rútuferð heim var ekkert mál fyrir okkur um miðja nótt enda voru allir vel hressir. Við reyndar höfum töluvert minna úthald en strákarnir okkar og eftir eitt stutt bensínstöðvarstopp voru meira og minna allir búnir að loka augunum. Nema einn. Það var einn klettharður og skemmti sjálfum sér alla leiðina. Undirbúningurinn fyrir leikinn var gríðarlegur. Viðtölin, blaðamannafundirnir og leikdagurinn. Allt tók þetta orku og svo spennufallið eftir þennan sögulega leik í Saint-Étienne. Maður trúir varla að nú sé bara sett aftur í fyrsta gír og upp brekkuna skal haldið á ný. Að minnsta kosti fjórum sinnum. Já, við erum að fara í 16 liða úrslitin þannig við getum alveg farið að breyta miðanum okkar heim 23. júní strax. Gærdagurinn var lágstemmdur. Það voru rólegheit á æfingasvæðinu þar við hittum þjálfarana og Theodór Elmar Bjarnason en aðeins þeir sem spiluðu ekkert æfðu í Annecy. Lars Lagerbäck var sallarólegur að vanda en svægið yfir gamla manninum var mikið. Lalli var að vinna með peysuna bundna yfir herðarnar eins og Lacrosse-spilari í bandarískum háskóla.Engin bátsferð enn þá.vísir/tomEftir fínan vinnudag fékk ég góðvin minn Elvar Geir Magnússon á fótbolta.net til að sýna mér bæinn. Loksins hafði ég tíma til að kíkja aðeins niður í miðbæ og skoða þennan svakalega fallega bæ. Miðbær Annecy er alveg magnaður og mikið líf við vatnið. Eina sem ég þrái er að komast út á bát og skoða vatnið en hér virðast allir staðráðnir í að það takist ekki hjá mér. Við misstum af síðasta bát. Horfðum á eftir honum sigla út á vatnið. Við fundum okkur borð og snæddum fína franska pitsu. Hér er ekkert verið að gefa hlutina. Annecy er nokkuð snobbaður bær og verðið á mat og drykk ekkert grín. Túristinn þarf að opna veskið ætli hann sér ekki að svelta. Á röltinu um bæinn snarstoppaði ég við verslun sem hét Trendy Hoes. Ég veit ekki hversu framarlega Frakkinn stendur í kynajafnrétti en sama hversu aftarlega þú ert á merinni í þeim efnum fannst mér ansi gróft að reyna að lokka fólk inn í búð þar sem portkonur ættu að vera með tískuvit. Sem þær eru kannski með. Ég veit ekkert um það.Annecy er svakalega fallegur bær.vísir/tomÞað var ekki fyrr en ég fór að skoða myndirnar og gúglaði þetta aðeins að ég fattaði að þarna vantaði S-ið. Þetta er auðvitað Trendy Shoes eða skór í tísku. Enginn virðist samt vera að stressa sig á að skutla S-inu aftur á skiltið. Hér í bæ er í gangi stærsta teiknimyndahátíð Evrópu, að okkur er sagt. Hún hefur verið hér árlega í 30 ár. Bærinn er því fullur af hipsterum sem mættir eru til að sjá allt það nýjasta í skrípóinu. Leigubílstjórinn sem keyrði okkur heim úr bænum vildi endilega ræða þessa kvikmyndahátíð út og inn á milli þess sem við tókum keppni í hvort væri meiri snjór í Annecy eða á Íslandi. Þetta var svona nett Einars frænda-keppni sem ég held að hann hafi unnið því alltaf þegar ég talaði datt hann bara út og hlustaði ekki. Og ef ég minnsti á Ísland á EM starði hann bara út um gluggann. Hann fékk ekkert þjórfé.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).vísir/tomvísir/tom EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Í beinni: Panathinaikos - Fiorentina | Íslendingar í Aþenu Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Sjá meira
Hvernig haldið þið að líðan ykkar verði þegar þið gangið út á Stade Geoffroy-Guichard í Saint-Étienne í fyrsta leik liðsins á EM? Þetta er spurning sem allir leikmenn íslenska landsliðsins eru búnir að fá undanfarna mánuði og ekki síst í aðdraganda leiksins gegn Portúgal. Það var erfitt að ímynda sér hvernig strákarnir okkar myndu takast á við þetta verkefni en svarið var það sama og alltaf. Þegar liðið sem kom okkur á mótið var mætt til leiks með sama hugarfar þurfti ekki að spyrja að leikslokum. Að sjálfsögðu náðu þeir úrslitum. Við fjölmiðlamenn sem fylgjum strákunum eftir hefðum betur spurt okkur sjálfa þessarar sömu spurningar. Að sitja upp í rjáfri vallarins þar sem ég var mættur 90 mínútum fyrir leik og fylgjast með stemningunni magnast er eitthvað sem maður mun aldrei gleyma. Að sjá stúkuna verða alltaf meira og meira bláa og heyra svo 8.000 manns syngja Ég er kominn heim... þetta er eitthvað sem orð fá ekki lýst.Sigur í fyrsta leik!vísir/stefánTveggja og hálfs tíma rútuferð heim var ekkert mál fyrir okkur um miðja nótt enda voru allir vel hressir. Við reyndar höfum töluvert minna úthald en strákarnir okkar og eftir eitt stutt bensínstöðvarstopp voru meira og minna allir búnir að loka augunum. Nema einn. Það var einn klettharður og skemmti sjálfum sér alla leiðina. Undirbúningurinn fyrir leikinn var gríðarlegur. Viðtölin, blaðamannafundirnir og leikdagurinn. Allt tók þetta orku og svo spennufallið eftir þennan sögulega leik í Saint-Étienne. Maður trúir varla að nú sé bara sett aftur í fyrsta gír og upp brekkuna skal haldið á ný. Að minnsta kosti fjórum sinnum. Já, við erum að fara í 16 liða úrslitin þannig við getum alveg farið að breyta miðanum okkar heim 23. júní strax. Gærdagurinn var lágstemmdur. Það voru rólegheit á æfingasvæðinu þar við hittum þjálfarana og Theodór Elmar Bjarnason en aðeins þeir sem spiluðu ekkert æfðu í Annecy. Lars Lagerbäck var sallarólegur að vanda en svægið yfir gamla manninum var mikið. Lalli var að vinna með peysuna bundna yfir herðarnar eins og Lacrosse-spilari í bandarískum háskóla.Engin bátsferð enn þá.vísir/tomEftir fínan vinnudag fékk ég góðvin minn Elvar Geir Magnússon á fótbolta.net til að sýna mér bæinn. Loksins hafði ég tíma til að kíkja aðeins niður í miðbæ og skoða þennan svakalega fallega bæ. Miðbær Annecy er alveg magnaður og mikið líf við vatnið. Eina sem ég þrái er að komast út á bát og skoða vatnið en hér virðast allir staðráðnir í að það takist ekki hjá mér. Við misstum af síðasta bát. Horfðum á eftir honum sigla út á vatnið. Við fundum okkur borð og snæddum fína franska pitsu. Hér er ekkert verið að gefa hlutina. Annecy er nokkuð snobbaður bær og verðið á mat og drykk ekkert grín. Túristinn þarf að opna veskið ætli hann sér ekki að svelta. Á röltinu um bæinn snarstoppaði ég við verslun sem hét Trendy Hoes. Ég veit ekki hversu framarlega Frakkinn stendur í kynajafnrétti en sama hversu aftarlega þú ert á merinni í þeim efnum fannst mér ansi gróft að reyna að lokka fólk inn í búð þar sem portkonur ættu að vera með tískuvit. Sem þær eru kannski með. Ég veit ekkert um það.Annecy er svakalega fallegur bær.vísir/tomÞað var ekki fyrr en ég fór að skoða myndirnar og gúglaði þetta aðeins að ég fattaði að þarna vantaði S-ið. Þetta er auðvitað Trendy Shoes eða skór í tísku. Enginn virðist samt vera að stressa sig á að skutla S-inu aftur á skiltið. Hér í bæ er í gangi stærsta teiknimyndahátíð Evrópu, að okkur er sagt. Hún hefur verið hér árlega í 30 ár. Bærinn er því fullur af hipsterum sem mættir eru til að sjá allt það nýjasta í skrípóinu. Leigubílstjórinn sem keyrði okkur heim úr bænum vildi endilega ræða þessa kvikmyndahátíð út og inn á milli þess sem við tókum keppni í hvort væri meiri snjór í Annecy eða á Íslandi. Þetta var svona nett Einars frænda-keppni sem ég held að hann hafi unnið því alltaf þegar ég talaði datt hann bara út og hlustaði ekki. Og ef ég minnsti á Ísland á EM starði hann bara út um gluggann. Hann fékk ekkert þjórfé.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).vísir/tomvísir/tom
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Í beinni: Panathinaikos - Fiorentina | Íslendingar í Aþenu Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Sjá meira