Mamma Alfreðs: „Ég hefði viljað sjá hann koma mikið fyrr inn á“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. júní 2016 22:30 Vísir/Vilhelm Fyrir flesta Íslendinga var stærsta stundin í leiknum gegn Portúgal á þriðjudaginn þegar Birkir Bjarnason jafnaði fyrir Ísland á 50. mínútu. Stærsta stundin fyrir móður og systur Alfreðs Finnbogasonar var hins vegar á 80. mínútu þegar þeirra maður kom inn á. „Ég hefði viljað sjá hann koma mikið fyrr inn á. Mér fannst hann bíða alltof lengi á kantinum áður en hann komst inn. Ég verð að viðurkenna það. Ég fylgdist dálítið vel með honum,“ segir Sesselja Pétursdóttir, móðir Alfreðs. Fjölskylda Alfreðs dvelur í fjallabænum Annecy eins og strákarnir okkar. Alfreð kom hjólandi í miðbæinn í gær og hitti sitt fólk. En hvernig bróðir er markaskorarinn? Sesselja Pétursdóttir klæðir sig í blátt á leikdag, málar sig í fánalitunum og er líka komin með EM-klippingu. „Hann var mjög pirrandi mjög lengi. Hann hætti aldrei. Hélt alltaf áfram. Mjög staðráðinn í að ná mjög langt. Það var aldrei tap. Þegar við vorum að slást, ég var búin að vinna. þá hélt hann áfram. Þangað til ég sagði: Ok þú vannst mig. - mjög staðráðinn í að vera winner,“ segir Hildigunnur sem ætar á leikinn gegn Ungverjum en fer svo heim. Hinar þrjár verða áfram. „Við bókum okkur ekki heim fyrr en allt er búið,“ segir Sesselja um ferðaplön foreldranna. Alma bætir við að hann hafi róast með árunum. Hann hafi látið systur sína reyna að ná af sér boltanum þegar þau voru yngri með loforð um verðlaun. „En ég fékk aldrei verðlaunin,“ segir Alma. Ólíkt mörgum í landsliðinu áttu ekki margir von á því að Alfreð yrði atvinnumaður eða landsliðsmaður. „Nei, hann var lítill frameftir öllu þ.a. hann var aldrei í yngri landsliðunum. Það var ekki fyrr en um sextán ára aldurinn sem að tognaði úr honum. Þegar hann fór af stað þá sá maður alveg í hvað stefndi. Þótt ég hefði mátt vita það fyrr því hann gafst aldrei upp, aldrei,“ segir Sesselja. „Keppnisskapið er alveg svakalegt. Hann vill vera númer eitt.“ Alfreð á æfingu landsliðsins í Annecy í gær.Vísir/Vilhelm En hvaðan koma fótboltahæfileikarnir? „Allavega ekki frá okkur,“ segir Hildigunnur. „Afi var landsliðsmaður í handbolta og skíðum þannig að ég held að hann hafi fengið þetta frá pabba hennar mömmu. En mamma er ekki með mikla íþróttahæfileika,“ segir Hildigunnur hlæjandi og Sesselja tekur undir: „ Þetta fer í annan hvern legg.“ Aðspurðar segjast stelpurnar fyrst og fremst vera áhugamenn um Alfreð Finnbogason frekar en fótbolta. „Ég er persónulega bara Alfreðsáhugamaður, fylgist lítið með fótbolta og hef takmarkaðan áhuga,“ segir Margrét. Þær horfi á leikina með Alfreð en fylgjast ekki með stöðunni og úrslitum annars. „Þegar ég sá hann skora á móti Arsenal í Meistaradeildinni. Mér fannst það vera algjör toppur. Þá hugsaði ég með mér, ef hann getur þetta þá getur hann allt. Ég vona að hann haldi áfram. Eins í þýsku deildinni, hann hefur staðið ótrólega vel á stuttum tíma. Maður er svo stoltur að maður er alveg að springa,“ segir Sesselja. Hún er svo sannarlega stuðningsmaður númer eitt eins og hún sýndi okkur þegar hún sneri sér við. Hún var búin að raka töluna ellefu í hnakkann á sér en Alfreð spilar í treyju númer ellefu. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Sjá meira
Fyrir flesta Íslendinga var stærsta stundin í leiknum gegn Portúgal á þriðjudaginn þegar Birkir Bjarnason jafnaði fyrir Ísland á 50. mínútu. Stærsta stundin fyrir móður og systur Alfreðs Finnbogasonar var hins vegar á 80. mínútu þegar þeirra maður kom inn á. „Ég hefði viljað sjá hann koma mikið fyrr inn á. Mér fannst hann bíða alltof lengi á kantinum áður en hann komst inn. Ég verð að viðurkenna það. Ég fylgdist dálítið vel með honum,“ segir Sesselja Pétursdóttir, móðir Alfreðs. Fjölskylda Alfreðs dvelur í fjallabænum Annecy eins og strákarnir okkar. Alfreð kom hjólandi í miðbæinn í gær og hitti sitt fólk. En hvernig bróðir er markaskorarinn? Sesselja Pétursdóttir klæðir sig í blátt á leikdag, málar sig í fánalitunum og er líka komin með EM-klippingu. „Hann var mjög pirrandi mjög lengi. Hann hætti aldrei. Hélt alltaf áfram. Mjög staðráðinn í að ná mjög langt. Það var aldrei tap. Þegar við vorum að slást, ég var búin að vinna. þá hélt hann áfram. Þangað til ég sagði: Ok þú vannst mig. - mjög staðráðinn í að vera winner,“ segir Hildigunnur sem ætar á leikinn gegn Ungverjum en fer svo heim. Hinar þrjár verða áfram. „Við bókum okkur ekki heim fyrr en allt er búið,“ segir Sesselja um ferðaplön foreldranna. Alma bætir við að hann hafi róast með árunum. Hann hafi látið systur sína reyna að ná af sér boltanum þegar þau voru yngri með loforð um verðlaun. „En ég fékk aldrei verðlaunin,“ segir Alma. Ólíkt mörgum í landsliðinu áttu ekki margir von á því að Alfreð yrði atvinnumaður eða landsliðsmaður. „Nei, hann var lítill frameftir öllu þ.a. hann var aldrei í yngri landsliðunum. Það var ekki fyrr en um sextán ára aldurinn sem að tognaði úr honum. Þegar hann fór af stað þá sá maður alveg í hvað stefndi. Þótt ég hefði mátt vita það fyrr því hann gafst aldrei upp, aldrei,“ segir Sesselja. „Keppnisskapið er alveg svakalegt. Hann vill vera númer eitt.“ Alfreð á æfingu landsliðsins í Annecy í gær.Vísir/Vilhelm En hvaðan koma fótboltahæfileikarnir? „Allavega ekki frá okkur,“ segir Hildigunnur. „Afi var landsliðsmaður í handbolta og skíðum þannig að ég held að hann hafi fengið þetta frá pabba hennar mömmu. En mamma er ekki með mikla íþróttahæfileika,“ segir Hildigunnur hlæjandi og Sesselja tekur undir: „ Þetta fer í annan hvern legg.“ Aðspurðar segjast stelpurnar fyrst og fremst vera áhugamenn um Alfreð Finnbogason frekar en fótbolta. „Ég er persónulega bara Alfreðsáhugamaður, fylgist lítið með fótbolta og hef takmarkaðan áhuga,“ segir Margrét. Þær horfi á leikina með Alfreð en fylgjast ekki með stöðunni og úrslitum annars. „Þegar ég sá hann skora á móti Arsenal í Meistaradeildinni. Mér fannst það vera algjör toppur. Þá hugsaði ég með mér, ef hann getur þetta þá getur hann allt. Ég vona að hann haldi áfram. Eins í þýsku deildinni, hann hefur staðið ótrólega vel á stuttum tíma. Maður er svo stoltur að maður er alveg að springa,“ segir Sesselja. Hún er svo sannarlega stuðningsmaður númer eitt eins og hún sýndi okkur þegar hún sneri sér við. Hún var búin að raka töluna ellefu í hnakkann á sér en Alfreð spilar í treyju númer ellefu. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Sjá meira