Jóhann Berg: Frábært að sjá að það eru ekki bara Íslendingar á vagninum Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. júní 2016 19:15 Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, fagnar því að fleiri séu farnir að halda með Íslandi en strákarnir okkar eru orðnir uppáhaldslið ansi margra á EM í Frakklandi eftir frækna frammistöðu gegn Portúgal á þriðjudaginn. „Það er fullt af liði búið að hoppa á íslenska vagninn. Það er nokkuð ljóst. Er þetta ekki alltaf svona með litla liðið? Það fær alltaf mikinn stuðning og við finnum alveg fyrir því. Við sjáum á umfjölluninni um leikinn þegar Ronaldo sagði þetta um okkur að hann var jarðaður í fjölmiðlum eftir það. Það var fínt og frábært að sjá fyrir okkur að sjá að það eru ekki bara Íslendingar á vagninum heldur fleiri,“ sagði Jóhann Berg á blaðamannafundi í dag. Kári Árnason er, eins og fleiri leikmenn íslenska liðsins, enn að reyna að ná að átta sig á stemningunni sem íslensku stuðningsmennirnir mynduðu í Saint-Étienne á þriðjudagskvöldið þar sem stúkan á Satade Goefrrey-Guicard var máluð blá. „Maður bjóst ekki við að 7-8 þúsund Íslendingar myndu þagga niður í heilum velli. Þetta var náttúrlega framar öllum vonum,“ sagði Kári. „Íslendingar eru þannig að þeir lifa í núinu og finnst gaman þegar vel gengur. Það er ekkert að því. Það er bara mikilvægt að leikmenn haldi sér á jörðinni og taki einn leik í einu.“ Á morgun er 17. júní, sjálfur þjóðhátíðardagurinn, dagurinn sem Íslendingar fagna sjálfstæði sínu. Norskur blaðamaður sem sat fundinn í dag vildi vita hvort strákarnir okkar ætluðu eitthvað að fagna á morgun en Jóhann Berg vissi hreinlega ekki um hvað maðurin var að tala. Einbeitingin á EM er svo mikil. „Fagna, á morgun eftir æfingu? Er hann á morgun? Nei við erum ekki að einbeita okkur að því og fögnum ekki. Vonandi fögnum við bara eftir næsta leik,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson og allir hlógu í salnum. Alla fréttina má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Jói Berg um orð Eiðs Smára fyrir leik: Þau voru mjög góð og höfðu áhrif á hópinn Reynslumesti leikmaður íslenska liðsins sagði nokkur orð á liðsfundi fyrir leikinn gegn Portúgal sem skipti sköpum. 16. júní 2016 13:45 Kári: Engin aukapressa í leiknum á laugardag Kári Árnason segir að Ísland ætli sér að vinna Ungverjaland á laugardag en sé ekki að hugsa málið lengra en það. 16. júní 2016 20:15 Íslenska þjóðin hefði kannski ekkert þurft að hafa áhyggjur | Ronaldo sá versti í sögunni Íslenska þjóðin sat fyrir framan sjónvarptækin á lokamínútunum í leik Íslands og Portúgals og spennan var næstum því óberanleg. 16. júní 2016 16:00 Sjö mínútur af gæsahúð: Útvarpsmaður og fyrrum leikmaður Man. Utd voru Íslendingar í einn dag Colin Murray og Keith Gillespie fóru á leik Íslands og Portúgals og gerðu hreint magnað innslag. 16. júní 2016 11:00 Ronaldo verður að Rögnvaldi Reginskitu Kristinn R. Ólafsson í Madríd er búinn að endurskíra Cristiano Ronaldo eftir ummæli hans í garð íslenska landsliðsins. 16. júní 2016 17:00 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, fagnar því að fleiri séu farnir að halda með Íslandi en strákarnir okkar eru orðnir uppáhaldslið ansi margra á EM í Frakklandi eftir frækna frammistöðu gegn Portúgal á þriðjudaginn. „Það er fullt af liði búið að hoppa á íslenska vagninn. Það er nokkuð ljóst. Er þetta ekki alltaf svona með litla liðið? Það fær alltaf mikinn stuðning og við finnum alveg fyrir því. Við sjáum á umfjölluninni um leikinn þegar Ronaldo sagði þetta um okkur að hann var jarðaður í fjölmiðlum eftir það. Það var fínt og frábært að sjá fyrir okkur að sjá að það eru ekki bara Íslendingar á vagninum heldur fleiri,“ sagði Jóhann Berg á blaðamannafundi í dag. Kári Árnason er, eins og fleiri leikmenn íslenska liðsins, enn að reyna að ná að átta sig á stemningunni sem íslensku stuðningsmennirnir mynduðu í Saint-Étienne á þriðjudagskvöldið þar sem stúkan á Satade Goefrrey-Guicard var máluð blá. „Maður bjóst ekki við að 7-8 þúsund Íslendingar myndu þagga niður í heilum velli. Þetta var náttúrlega framar öllum vonum,“ sagði Kári. „Íslendingar eru þannig að þeir lifa í núinu og finnst gaman þegar vel gengur. Það er ekkert að því. Það er bara mikilvægt að leikmenn haldi sér á jörðinni og taki einn leik í einu.“ Á morgun er 17. júní, sjálfur þjóðhátíðardagurinn, dagurinn sem Íslendingar fagna sjálfstæði sínu. Norskur blaðamaður sem sat fundinn í dag vildi vita hvort strákarnir okkar ætluðu eitthvað að fagna á morgun en Jóhann Berg vissi hreinlega ekki um hvað maðurin var að tala. Einbeitingin á EM er svo mikil. „Fagna, á morgun eftir æfingu? Er hann á morgun? Nei við erum ekki að einbeita okkur að því og fögnum ekki. Vonandi fögnum við bara eftir næsta leik,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson og allir hlógu í salnum. Alla fréttina má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Jói Berg um orð Eiðs Smára fyrir leik: Þau voru mjög góð og höfðu áhrif á hópinn Reynslumesti leikmaður íslenska liðsins sagði nokkur orð á liðsfundi fyrir leikinn gegn Portúgal sem skipti sköpum. 16. júní 2016 13:45 Kári: Engin aukapressa í leiknum á laugardag Kári Árnason segir að Ísland ætli sér að vinna Ungverjaland á laugardag en sé ekki að hugsa málið lengra en það. 16. júní 2016 20:15 Íslenska þjóðin hefði kannski ekkert þurft að hafa áhyggjur | Ronaldo sá versti í sögunni Íslenska þjóðin sat fyrir framan sjónvarptækin á lokamínútunum í leik Íslands og Portúgals og spennan var næstum því óberanleg. 16. júní 2016 16:00 Sjö mínútur af gæsahúð: Útvarpsmaður og fyrrum leikmaður Man. Utd voru Íslendingar í einn dag Colin Murray og Keith Gillespie fóru á leik Íslands og Portúgals og gerðu hreint magnað innslag. 16. júní 2016 11:00 Ronaldo verður að Rögnvaldi Reginskitu Kristinn R. Ólafsson í Madríd er búinn að endurskíra Cristiano Ronaldo eftir ummæli hans í garð íslenska landsliðsins. 16. júní 2016 17:00 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sjá meira
Jói Berg um orð Eiðs Smára fyrir leik: Þau voru mjög góð og höfðu áhrif á hópinn Reynslumesti leikmaður íslenska liðsins sagði nokkur orð á liðsfundi fyrir leikinn gegn Portúgal sem skipti sköpum. 16. júní 2016 13:45
Kári: Engin aukapressa í leiknum á laugardag Kári Árnason segir að Ísland ætli sér að vinna Ungverjaland á laugardag en sé ekki að hugsa málið lengra en það. 16. júní 2016 20:15
Íslenska þjóðin hefði kannski ekkert þurft að hafa áhyggjur | Ronaldo sá versti í sögunni Íslenska þjóðin sat fyrir framan sjónvarptækin á lokamínútunum í leik Íslands og Portúgals og spennan var næstum því óberanleg. 16. júní 2016 16:00
Sjö mínútur af gæsahúð: Útvarpsmaður og fyrrum leikmaður Man. Utd voru Íslendingar í einn dag Colin Murray og Keith Gillespie fóru á leik Íslands og Portúgals og gerðu hreint magnað innslag. 16. júní 2016 11:00
Ronaldo verður að Rögnvaldi Reginskitu Kristinn R. Ólafsson í Madríd er búinn að endurskíra Cristiano Ronaldo eftir ummæli hans í garð íslenska landsliðsins. 16. júní 2016 17:00
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti