Tuttugu Rússum var í gær vísað úr landi frá Frakklandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. júní 2016 07:00 Rússnesk boltabulla kastar stól í átt að Englendingum í Lille. Nordicphotos/AFP Yfirvöld í Frakklandi ákváðu í gær að vísa tuttugu rússneskum fótboltabullum úr landi sem voru þangað komnar til að fylgjast með Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu og veitast að stuðningsmönnum annarra liða. Bullurnar tilheyra hópi sem er einkar hliðhollur Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Leiðtogi hópsins, Alexander Shprygin, er á meðal þeirra sem vísað verður úr landi. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, fundaði í gær með sendiherra Frakka í Rússlandi og sagðist einkar óhress með ákvörðun Frakka. Lavrov varaði við því að andúðin sem hann sæi á mótinu gæti skaðað tengsl Rússa og Frakka og lýsti áhyggjum sínum yfir ögrandi hegðun aðdáenda annarra landsliða sem hann sagði hafa traðkað á rússneska fánanum. Eins og áður hefur verið greint frá eru Rússar á síðasta séns hjá UEFA, knattspyrnusambandi Evrópu, eftir hegðun stuðningsmanna landsliðsins um síðustu helgi. Samkvæmt frönsku lögreglunni veittust þá 150 rússneskar, vel þjálfaðar, fótboltabullur að Englendingum og beitti lögregla táragasi til að ná stjórn á átökunum. Ef rússnesku bullurnar gerast aftur sekar um slíka hegðun verður Rússum vísað úr leik á mótinu. Óeirðir brutust út á ný í fyrrinótt þegar lögregla beitti táragasi og handtók 36 fótboltabullur, mestmegnis Englendinga, eftir að til stympinga kom á milli enskra, velskra, rússneskra og slóvakískra fótboltaaðdáenda í borginni Lille. Sextán voru fluttir á sjúkrahús eftir átökin. Enskar bullur náðust meðal annars á myndband er þær voru að kasta smápeningum í átt að börnum sem voru úti á götu að betla. Þá hrópuðu þær einnig að börnunum og blaðamaður Financial Times sagðist á Twitter hafa séð bullur láta ungan strák drekka hálfan lítra af bjór í skiptum fyrir smápeninga. Englendingar eru einnig á hálum ís í augum UEFA vegna ofbeldis og var þeim hótað brottrekstri úr keppninni í vikunni. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Sjá meira
Yfirvöld í Frakklandi ákváðu í gær að vísa tuttugu rússneskum fótboltabullum úr landi sem voru þangað komnar til að fylgjast með Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu og veitast að stuðningsmönnum annarra liða. Bullurnar tilheyra hópi sem er einkar hliðhollur Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Leiðtogi hópsins, Alexander Shprygin, er á meðal þeirra sem vísað verður úr landi. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, fundaði í gær með sendiherra Frakka í Rússlandi og sagðist einkar óhress með ákvörðun Frakka. Lavrov varaði við því að andúðin sem hann sæi á mótinu gæti skaðað tengsl Rússa og Frakka og lýsti áhyggjum sínum yfir ögrandi hegðun aðdáenda annarra landsliða sem hann sagði hafa traðkað á rússneska fánanum. Eins og áður hefur verið greint frá eru Rússar á síðasta séns hjá UEFA, knattspyrnusambandi Evrópu, eftir hegðun stuðningsmanna landsliðsins um síðustu helgi. Samkvæmt frönsku lögreglunni veittust þá 150 rússneskar, vel þjálfaðar, fótboltabullur að Englendingum og beitti lögregla táragasi til að ná stjórn á átökunum. Ef rússnesku bullurnar gerast aftur sekar um slíka hegðun verður Rússum vísað úr leik á mótinu. Óeirðir brutust út á ný í fyrrinótt þegar lögregla beitti táragasi og handtók 36 fótboltabullur, mestmegnis Englendinga, eftir að til stympinga kom á milli enskra, velskra, rússneskra og slóvakískra fótboltaaðdáenda í borginni Lille. Sextán voru fluttir á sjúkrahús eftir átökin. Enskar bullur náðust meðal annars á myndband er þær voru að kasta smápeningum í átt að börnum sem voru úti á götu að betla. Þá hrópuðu þær einnig að börnunum og blaðamaður Financial Times sagðist á Twitter hafa séð bullur láta ungan strák drekka hálfan lítra af bjór í skiptum fyrir smápeninga. Englendingar eru einnig á hálum ís í augum UEFA vegna ofbeldis og var þeim hótað brottrekstri úr keppninni í vikunni.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila