Tuttugu Rússum var í gær vísað úr landi frá Frakklandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. júní 2016 07:00 Rússnesk boltabulla kastar stól í átt að Englendingum í Lille. Nordicphotos/AFP Yfirvöld í Frakklandi ákváðu í gær að vísa tuttugu rússneskum fótboltabullum úr landi sem voru þangað komnar til að fylgjast með Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu og veitast að stuðningsmönnum annarra liða. Bullurnar tilheyra hópi sem er einkar hliðhollur Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Leiðtogi hópsins, Alexander Shprygin, er á meðal þeirra sem vísað verður úr landi. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, fundaði í gær með sendiherra Frakka í Rússlandi og sagðist einkar óhress með ákvörðun Frakka. Lavrov varaði við því að andúðin sem hann sæi á mótinu gæti skaðað tengsl Rússa og Frakka og lýsti áhyggjum sínum yfir ögrandi hegðun aðdáenda annarra landsliða sem hann sagði hafa traðkað á rússneska fánanum. Eins og áður hefur verið greint frá eru Rússar á síðasta séns hjá UEFA, knattspyrnusambandi Evrópu, eftir hegðun stuðningsmanna landsliðsins um síðustu helgi. Samkvæmt frönsku lögreglunni veittust þá 150 rússneskar, vel þjálfaðar, fótboltabullur að Englendingum og beitti lögregla táragasi til að ná stjórn á átökunum. Ef rússnesku bullurnar gerast aftur sekar um slíka hegðun verður Rússum vísað úr leik á mótinu. Óeirðir brutust út á ný í fyrrinótt þegar lögregla beitti táragasi og handtók 36 fótboltabullur, mestmegnis Englendinga, eftir að til stympinga kom á milli enskra, velskra, rússneskra og slóvakískra fótboltaaðdáenda í borginni Lille. Sextán voru fluttir á sjúkrahús eftir átökin. Enskar bullur náðust meðal annars á myndband er þær voru að kasta smápeningum í átt að börnum sem voru úti á götu að betla. Þá hrópuðu þær einnig að börnunum og blaðamaður Financial Times sagðist á Twitter hafa séð bullur láta ungan strák drekka hálfan lítra af bjór í skiptum fyrir smápeninga. Englendingar eru einnig á hálum ís í augum UEFA vegna ofbeldis og var þeim hótað brottrekstri úr keppninni í vikunni. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Yfirvöld í Frakklandi ákváðu í gær að vísa tuttugu rússneskum fótboltabullum úr landi sem voru þangað komnar til að fylgjast með Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu og veitast að stuðningsmönnum annarra liða. Bullurnar tilheyra hópi sem er einkar hliðhollur Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Leiðtogi hópsins, Alexander Shprygin, er á meðal þeirra sem vísað verður úr landi. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, fundaði í gær með sendiherra Frakka í Rússlandi og sagðist einkar óhress með ákvörðun Frakka. Lavrov varaði við því að andúðin sem hann sæi á mótinu gæti skaðað tengsl Rússa og Frakka og lýsti áhyggjum sínum yfir ögrandi hegðun aðdáenda annarra landsliða sem hann sagði hafa traðkað á rússneska fánanum. Eins og áður hefur verið greint frá eru Rússar á síðasta séns hjá UEFA, knattspyrnusambandi Evrópu, eftir hegðun stuðningsmanna landsliðsins um síðustu helgi. Samkvæmt frönsku lögreglunni veittust þá 150 rússneskar, vel þjálfaðar, fótboltabullur að Englendingum og beitti lögregla táragasi til að ná stjórn á átökunum. Ef rússnesku bullurnar gerast aftur sekar um slíka hegðun verður Rússum vísað úr leik á mótinu. Óeirðir brutust út á ný í fyrrinótt þegar lögregla beitti táragasi og handtók 36 fótboltabullur, mestmegnis Englendinga, eftir að til stympinga kom á milli enskra, velskra, rússneskra og slóvakískra fótboltaaðdáenda í borginni Lille. Sextán voru fluttir á sjúkrahús eftir átökin. Enskar bullur náðust meðal annars á myndband er þær voru að kasta smápeningum í átt að börnum sem voru úti á götu að betla. Þá hrópuðu þær einnig að börnunum og blaðamaður Financial Times sagðist á Twitter hafa séð bullur láta ungan strák drekka hálfan lítra af bjór í skiptum fyrir smápeninga. Englendingar eru einnig á hálum ís í augum UEFA vegna ofbeldis og var þeim hótað brottrekstri úr keppninni í vikunni.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira