Hólmfríður skoraði eina mark leiksins á 52. mínútu. Þetta var fimmta mark hennar í níu deildarleikjum á tímabilinu.
Avaldsnes er enn á toppi norsku deildarinnar, þökk sé marki Hólmfríðar sem lék allan leikinn fyrir Avaldsnes í dag líkt og Þórunn Helga Jónsdóttir.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék sömuleiðis allan leikinn fyrir Stabæk sem hefur tapað tveimur leikjum í röð. Gunnhildur og stöllur hennar eru í 4. sæti með 22 stig, sex stigum á eftir toppliði Avaldsnes.

Sif Atladóttir lék allan tímann í miðri vörn Kristianstads sem komst upp úr botnsætinu með sigrinum.
Kristianstads er nú í 11. og næstneðsta sæti deildarinnar með fimm stig, tveimur stigum frá öruggu sæti.