Heimir: Enn eina ósigraða liðið í sögu EM Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. júní 2016 19:00 Heimir Hallgrímsson í leiknum í kvöld. vísir/vilhelm Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, segir að það hafi verið hljótt inni í búningsklefa íslenska landsliðsins eftir leikinn gegn Ungverjalandi í dag. Ísland og Ungverjaland gerðu 1-1 jafntefli en Ungverjar skoruðu jöfnunarmark sitt á lokamínútum leiksins er Birkir Már Sævarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsamark. „Það var dapurt inn í búningsklefa inni í leik. Eins og hjá öllum liðum sem fá á sig mark í lok leikja. Það er svolítið sérstakt. Við fögnuðum einu stigi gegn Portúgal en grátum nú stig gegn Ungverjalandi, eins kjánalega og það hljómar,“ sagði Heimir. Hann hrósaði Ungverjum fyrir frammistöðu sína í leiknum og sagði þá vera með virkilega gott lið. „Þeir sem munu vanmeta þá munu þjást. En við héldum boltanum illa og vorum ekki nógu þéttir í lokin. Þeir hlupu líka meira en við og settu svo tvo sóknarmenn inn á.“ „Við hefðum átt að refsa þeim fyrir að taka þá áhættu en hún borgaði sig á endanum fyrir þá. Stundum gerist það,“ sagði Heimir.Héldum boltanum ekki nógu vel Hann játti því að spennustigið hafi líklega verið of hátt fyrir leikmenn íslenska liðsins. „Það var munur á okkur og ungverska liðinu. Kannski voru það stigin þrjú sem þeir höfðu fyrir leikinn. Við héldum boltanum ekki vel og þeir spiluðu vel úr pressunni okkur. Þetta leit þægilega út fyrir þá.“ „En við fengum betri færi í leiknum. Að vissu leyti gátum við nýtt okkur það að vera minna með boltann en það kostar mikla orku. En eftir færið hjá Jóa Berg og markið okkar fannst mér að það væri meira sjálfstraust í okkar liði.“Soft víti en það var snerting Hann var einnig spurður um vítaspyrnudóminn. „Það var kannski „soft“ en það var snerting. Það er undir dómaranum komið að dæma það. Ég get tekið undir að þetta var „soft“.“ Heimir sagði enga ástæðu til að vera með óbragð í munni og sló meira að segja á létta strengi. „Ég held að við séum eina liðið í Evrópu sem hefur ekki tapað í úrslitakeppni EM. Það er vissulega gott að hafa ekki enn tapað og við eigum enn möguleika. Við vorum nálægt því að tryggja þetta í dag og þess vegna eru vonbrigðin mikil. En við vorum að spila við virkilega gott lið.“Gott að spila á síðasta deginum Heimir segir að það sé gott að Ísland sé í þeim riðli sem spilar síðustu leiki sína í riðlakeppninni. „Þá munum við vita fyrir leikinn gegn Austurríki hvort að þrjú stig nægji eða hvort við þurfum að vinna leikinn. Það er gott að fara inn í leikinn og vita allar staðreyndir.“ „Við munum auðvitað fara inn í leikinn til að vinna hann en út frá áhættumati og öðru slíku getur verið gott að vita þessa hluti. Stig gæti dugað en mér þykir það ólíklegt.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Gylfi kominn upp að hlið Ríkharðs og Arnórs á markalistanum Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt fjórtánda mark fyrir íslenska landsliðið þegar hann kom því yfir gegn Ungverjalandi í leik liðanna í Marseille í F-riðli á EM 2016. 18. júní 2016 16:56 Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 1-1 | Vonbrigðin algjör í Marseille Íslensku strákarnir skoruðu sjálfsmark á 88. mínútu og misstu af dýrmætum sigri gegn Ungverjalandi. 18. júní 2016 17:45 Þjálfari Ungverjalands: Strákarnir mínir áttu þetta skilið Þjálfari Ungverjalands segir að hans menn hafi ekki verið nógu sterkir á sóknarþriðjungi sínum gegn Íslandi. 18. júní 2016 18:30 Einkunnir gegn Ungverjalandi: Ragnar bestur Ísland gerði grátlegt jafntefli við Ungverjalandi í annari umferð F-riðils, en liði skildu jöfn 1-1 á Stade Vélodrome leikvanginum í Marseille. Ísland er því með tvö stig eftir fyrstu tvo leikina á Evrópumótinu í Frakklandi. 18. júní 2016 17:53 Íslendingar svekktir eftir jafnteflið við Ungverja: „Aldrei liðið jafn illa á ævinni“ Það er óhætt að segja að jafnteflið við Ungverja í Marseille í kvöld hafi verið mikil vonbrigði. 18. júní 2016 18:21 Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, segir að það hafi verið hljótt inni í búningsklefa íslenska landsliðsins eftir leikinn gegn Ungverjalandi í dag. Ísland og Ungverjaland gerðu 1-1 jafntefli en Ungverjar skoruðu jöfnunarmark sitt á lokamínútum leiksins er Birkir Már Sævarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsamark. „Það var dapurt inn í búningsklefa inni í leik. Eins og hjá öllum liðum sem fá á sig mark í lok leikja. Það er svolítið sérstakt. Við fögnuðum einu stigi gegn Portúgal en grátum nú stig gegn Ungverjalandi, eins kjánalega og það hljómar,“ sagði Heimir. Hann hrósaði Ungverjum fyrir frammistöðu sína í leiknum og sagði þá vera með virkilega gott lið. „Þeir sem munu vanmeta þá munu þjást. En við héldum boltanum illa og vorum ekki nógu þéttir í lokin. Þeir hlupu líka meira en við og settu svo tvo sóknarmenn inn á.“ „Við hefðum átt að refsa þeim fyrir að taka þá áhættu en hún borgaði sig á endanum fyrir þá. Stundum gerist það,“ sagði Heimir.Héldum boltanum ekki nógu vel Hann játti því að spennustigið hafi líklega verið of hátt fyrir leikmenn íslenska liðsins. „Það var munur á okkur og ungverska liðinu. Kannski voru það stigin þrjú sem þeir höfðu fyrir leikinn. Við héldum boltanum ekki vel og þeir spiluðu vel úr pressunni okkur. Þetta leit þægilega út fyrir þá.“ „En við fengum betri færi í leiknum. Að vissu leyti gátum við nýtt okkur það að vera minna með boltann en það kostar mikla orku. En eftir færið hjá Jóa Berg og markið okkar fannst mér að það væri meira sjálfstraust í okkar liði.“Soft víti en það var snerting Hann var einnig spurður um vítaspyrnudóminn. „Það var kannski „soft“ en það var snerting. Það er undir dómaranum komið að dæma það. Ég get tekið undir að þetta var „soft“.“ Heimir sagði enga ástæðu til að vera með óbragð í munni og sló meira að segja á létta strengi. „Ég held að við séum eina liðið í Evrópu sem hefur ekki tapað í úrslitakeppni EM. Það er vissulega gott að hafa ekki enn tapað og við eigum enn möguleika. Við vorum nálægt því að tryggja þetta í dag og þess vegna eru vonbrigðin mikil. En við vorum að spila við virkilega gott lið.“Gott að spila á síðasta deginum Heimir segir að það sé gott að Ísland sé í þeim riðli sem spilar síðustu leiki sína í riðlakeppninni. „Þá munum við vita fyrir leikinn gegn Austurríki hvort að þrjú stig nægji eða hvort við þurfum að vinna leikinn. Það er gott að fara inn í leikinn og vita allar staðreyndir.“ „Við munum auðvitað fara inn í leikinn til að vinna hann en út frá áhættumati og öðru slíku getur verið gott að vita þessa hluti. Stig gæti dugað en mér þykir það ólíklegt.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Gylfi kominn upp að hlið Ríkharðs og Arnórs á markalistanum Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt fjórtánda mark fyrir íslenska landsliðið þegar hann kom því yfir gegn Ungverjalandi í leik liðanna í Marseille í F-riðli á EM 2016. 18. júní 2016 16:56 Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 1-1 | Vonbrigðin algjör í Marseille Íslensku strákarnir skoruðu sjálfsmark á 88. mínútu og misstu af dýrmætum sigri gegn Ungverjalandi. 18. júní 2016 17:45 Þjálfari Ungverjalands: Strákarnir mínir áttu þetta skilið Þjálfari Ungverjalands segir að hans menn hafi ekki verið nógu sterkir á sóknarþriðjungi sínum gegn Íslandi. 18. júní 2016 18:30 Einkunnir gegn Ungverjalandi: Ragnar bestur Ísland gerði grátlegt jafntefli við Ungverjalandi í annari umferð F-riðils, en liði skildu jöfn 1-1 á Stade Vélodrome leikvanginum í Marseille. Ísland er því með tvö stig eftir fyrstu tvo leikina á Evrópumótinu í Frakklandi. 18. júní 2016 17:53 Íslendingar svekktir eftir jafnteflið við Ungverja: „Aldrei liðið jafn illa á ævinni“ Það er óhætt að segja að jafnteflið við Ungverja í Marseille í kvöld hafi verið mikil vonbrigði. 18. júní 2016 18:21 Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Sjá meira
Gylfi kominn upp að hlið Ríkharðs og Arnórs á markalistanum Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt fjórtánda mark fyrir íslenska landsliðið þegar hann kom því yfir gegn Ungverjalandi í leik liðanna í Marseille í F-riðli á EM 2016. 18. júní 2016 16:56
Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 1-1 | Vonbrigðin algjör í Marseille Íslensku strákarnir skoruðu sjálfsmark á 88. mínútu og misstu af dýrmætum sigri gegn Ungverjalandi. 18. júní 2016 17:45
Þjálfari Ungverjalands: Strákarnir mínir áttu þetta skilið Þjálfari Ungverjalands segir að hans menn hafi ekki verið nógu sterkir á sóknarþriðjungi sínum gegn Íslandi. 18. júní 2016 18:30
Einkunnir gegn Ungverjalandi: Ragnar bestur Ísland gerði grátlegt jafntefli við Ungverjalandi í annari umferð F-riðils, en liði skildu jöfn 1-1 á Stade Vélodrome leikvanginum í Marseille. Ísland er því með tvö stig eftir fyrstu tvo leikina á Evrópumótinu í Frakklandi. 18. júní 2016 17:53
Íslendingar svekktir eftir jafnteflið við Ungverja: „Aldrei liðið jafn illa á ævinni“ Það er óhætt að segja að jafnteflið við Ungverja í Marseille í kvöld hafi verið mikil vonbrigði. 18. júní 2016 18:21