Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, stífnaði upp í leiknum gegn Ungverjum í dag og var það ástæðan fyrir því að Aron fór af velli á 66. mínútu í jafnteflinu í dag.
Aron var tæpur fyrir fyrsta leikinn gegn Portúgal, en spilaði virkilega vel í þeim leik sem og lungan úr leiknum í dag. Emil Hallfreðsson kom svo inn í stað Arons á 66. mínútu.
„Hann fékk högg í fyrri hálfleik og fann til í skrokknum," sagði Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfari Íslands, á blaðamannafundi eftir leikinn í Marseille.
„Hann er ekki viss hvort það er bakið eða hvað. Hann fékk högg og stífnaði upp eins og Jón Daði (Böðvarsson) líka," sagði Heimir, en Jón Daði fór af velli á 69. mínútu.
Næsti leikur Íslands er á miðvikudag og Austurríki og þarf að öllum líkindum sigur til þess að komast upp úr riðlinum í 16-liða úrslitin.
Heimir: Aron Einar fékk högg og stífnaði upp

Tengdar fréttir

Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 1-1 | Vonbrigðin algjör í Marseille
Íslensku strákarnir skoruðu sjálfsmark á 88. mínútu og misstu af dýrmætum sigri gegn Ungverjalandi.