Alfreð: Kem ferskur inn í 16-liða úrslitin Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. júní 2016 19:34 Alfreð í baráttunni við Richárd Guzmics í leiknum í dag. vísir/getty Alfreð Finnbogason segir að tilfinningin eftir viðureign Íslands og Ungverjalands í Marseille í dag hafi verið eins og eftir tapleik. Íslenska liðið leiddi í tæpar 50 mínútur en fékk á sig jöfnunarmark tveimur mínútum fyrir leikslok og varð af tveimur stigum. „Þannig var andrúmsloftið í klefanum. Það er mjög svekkjandi að fá bara eitt stig þegar þú leggur svona mikið í leikinn,“ sagði Alfreð í leikslok. Hann kom inn á sem varamaður á 69. mínútu. En kann framherjinn skýringu á því af hverju íslenska liðið féll svona aftarlega á völlinn í seinni hálfleik? „Það er erfitt að segja. Þegar maður kom inn í leikinn voru menn rosalega þreyttir. Við vorum einfaldlega ekki nógu góðir með boltann í dag,“ sagði Alfreð en Íslendingar voru aðeins 33% með boltann í leiknum í dag og einungis 66% sendinga þeirra rötuðu á samherja. „Við spörkuðum honum alltaf fram og töpuðum honum oftast. Á móti svona liði verðum við að vera rólegri með boltann og spila aðeins í gegnum þá. Það fer mikil orka í að elta boltann í svona langan tíma og það er kannski ástæðan fyrir því að menn voru ekki nógu ferskir til að klára leikinn í seinni hálfleik.“ Alfreð segir að leikurinn í dag hafi verið jafn og ekki hafi munað miklu á liðunum. „Leikurinn var í járnum, þótt þeir hafi verið meira með boltann. En svo sofnuðum við aðeins og þeir refsuðu,“ sagði Alfreð sem fékk að líta gula spjaldið skömmu eftir að hann kom inn á. Það þýðir að hann verður í leikbanni gegn Austurríki á miðvikudaginn. „Mér fannst þetta ekki mikið. Ég elti hann einhverja 60 metra, svo missir hann boltann of langt frá sér og hann gefur mér gult. „Mér fannst það ekki verðskulda gult spjald. Það var ekkert augljóst brot þarna. Dómarinn var mjög slakur og þetta var kannski í takti við hans frammistöðu. Það er ömurlegt að vera kominn í bann eftir tvo leiki á svona móti en ég hef auðvitað fulla trú á strákunum og kem ferskur inn í 16-liða úrslitin,“ sagði framherjinn að lokum. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Sjá meira
Alfreð Finnbogason segir að tilfinningin eftir viðureign Íslands og Ungverjalands í Marseille í dag hafi verið eins og eftir tapleik. Íslenska liðið leiddi í tæpar 50 mínútur en fékk á sig jöfnunarmark tveimur mínútum fyrir leikslok og varð af tveimur stigum. „Þannig var andrúmsloftið í klefanum. Það er mjög svekkjandi að fá bara eitt stig þegar þú leggur svona mikið í leikinn,“ sagði Alfreð í leikslok. Hann kom inn á sem varamaður á 69. mínútu. En kann framherjinn skýringu á því af hverju íslenska liðið féll svona aftarlega á völlinn í seinni hálfleik? „Það er erfitt að segja. Þegar maður kom inn í leikinn voru menn rosalega þreyttir. Við vorum einfaldlega ekki nógu góðir með boltann í dag,“ sagði Alfreð en Íslendingar voru aðeins 33% með boltann í leiknum í dag og einungis 66% sendinga þeirra rötuðu á samherja. „Við spörkuðum honum alltaf fram og töpuðum honum oftast. Á móti svona liði verðum við að vera rólegri með boltann og spila aðeins í gegnum þá. Það fer mikil orka í að elta boltann í svona langan tíma og það er kannski ástæðan fyrir því að menn voru ekki nógu ferskir til að klára leikinn í seinni hálfleik.“ Alfreð segir að leikurinn í dag hafi verið jafn og ekki hafi munað miklu á liðunum. „Leikurinn var í járnum, þótt þeir hafi verið meira með boltann. En svo sofnuðum við aðeins og þeir refsuðu,“ sagði Alfreð sem fékk að líta gula spjaldið skömmu eftir að hann kom inn á. Það þýðir að hann verður í leikbanni gegn Austurríki á miðvikudaginn. „Mér fannst þetta ekki mikið. Ég elti hann einhverja 60 metra, svo missir hann boltann of langt frá sér og hann gefur mér gult. „Mér fannst það ekki verðskulda gult spjald. Það var ekkert augljóst brot þarna. Dómarinn var mjög slakur og þetta var kannski í takti við hans frammistöðu. Það er ömurlegt að vera kominn í bann eftir tvo leiki á svona móti en ég hef auðvitað fulla trú á strákunum og kem ferskur inn í 16-liða úrslitin,“ sagði framherjinn að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Sjá meira