Rýnt í möguleika Íslands: Fínir möguleikar á sæti í 16-liða úrslitum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. júní 2016 09:00 Þessir stuðningsmenn Íslands voru mættir á stuðningsmannasvæðið fyrir leikinn í dag og létu vafalítið vel í sér heyra á Stade Vélodrome. Vísir/Vilhelm Jafntefli varð í báðum leikjum F-riðills á Evrópumótinu í knattspyrnu í kvöld. Ísland og Ungverjaland gerðu 1-1 jafntefli eins og allir hljóti að vera meðvitaðir um og í síðari leik kvöldsins skildu Portúgal og Austurríki jöfn 0-0. Ísland getur enn unnið riðilinn en sömuleiðis hafnað í botnsætinu. Ungverjar eru á toppi riðilsins með fjögur stig, Íslendingar koma næstir með tvö stig eins og Portúgalir. Ísland er með markatöluna 2-2 en Portúgalir 1-1 svo Ísland er í 2. sæti með fleiri mörk skoruð. Lestina reka svo Austurríkismenn með eitt stig. Lokaumferðin fer fram miðvikudaginn 22. júní og þá ræðst það hvaða lið fara í 16-liða úrslitin. Báðir leikirnir, þ.e. viðureign Íslands og Austurríkis í París og Ungverjalands og Portúgal í Lyon, hefjast á sama tíma, klukkan 18 að staðartíma, þ.e. klukkan 16 að íslenskum tíma. Tvö efstu liðin í hverjum riðlanna sex komast í sextán liða úrslitin og sömuleiðis þau fjögur í þriðja sæti riðils sem ná bestum árangri. Þetta eru möguleikarnir í stöðunni, fyrir íslenska liðið. Við förum áfram með sigri og jafntefli myndi duga til að komast í sextán liða úrslitin svo framarlega að Portúgal leggi ekki Ungverja að velli eða jafntefli verði niðurstaðan í þeim leik þar sem mörg mörk verða skoruð. Svo gæti einnig farið að Ísland kæmist áfram tapaði liðið gegn Austurríki en þá þurfa úrslit í fjölmörgum öðrum leikjum að hafa orðið okkur hagstæð. 1. Ísland vinnur Austurríki - förum áfram Ísland fer áfram í 16-liða úrslitin í 1. eða 2. sæti riðilsins eftir því hver úrslitin verða í hinum leiknum.a) Portúgalskur sigur þýðir að Ísland lendir í 1. sæti riðilsins svo framarlega sem Portúgal vinni ekki stærri sigur á Ungverjum en Ísland á Austurríki. b) Jafntefli hjá Ungverjum og Portúgölum þýðir að markatala ræður því hvort Ungverjaland eða Ísland verði í efsta sætic) Ungverskur sigur þýðir að Ísland verður í 2. sæti riðilsins 2. Ísland gerir jafntefli við Austurríki - förum líklega áfram a) Ef Ungverjar sigra Portúgali þá fer Ísland áfram sem liðið í 2. sæti riðilsins b) Ef Ungverjar og Portúgalir gera jafntefli þá fer Ísland áfram sem liðið í 2. sæti riðilsins svo framarlega sem markaskorun í leikjunum tveimur verður ekki til þess að Portúgalir verða með fleiri mörk skoruð. Sem dæmi: Geri Ísland og Austurríki 0-0 jafntefli en Portúgal og Ungverjaland 3-3 jafntefli þá fara Portúgalir upp í 2. sætið með fleiri mörk skoruð en Íslendingar. Verði markatala þeirra jöfn, sem gerist ef mörkin verða einni tölu hærri í jafntefli hjá Portúgal en Íslandi ræður úrslitum hvort liðið hefur fengið færri áminningar á mótinu. c) Ef Portúgalir sigra Ungverja hafnar Ísland í 3. sæti riðilsins með þrjú stig. Það gæti skýrst strax á morgun, þegar keppni verður lokið í A og B riðlum, hvort sá stigafjöldi í 3. sæti dugi til þess að Ísland komist áfram. 3. Ísland tapar gegn Austurríki - minnstar líkur en þó von a) Ef Ungverjar sigra Portúgali ræðst það á markatölu hvort Ísland eða Portúgal hafnar í 3. sæti. Verði markatala Íslands betri en Portúgala er von um að komast áfram sem liðið í þriðja sæti með tvö stig en hún er ekki mikil. Hvort möguleiki sé að fara áfram með tvö stig mun mögulega liggja fyrir áður en Ísland mætir Austurríki enda verður keppni í fjórum riðlum af sex lokið þegar flautað verður til leiks í E og F-riðli 22. júní. b) Ef Ungverjar og Portúgalir gera jafntefli hafnar Ísland í neðsta sæti riðilsins með tvö stig c) Ef Portúgalir sigra Ungverja hafnar Ísland í neðsta sæti riðilsins með tvö stigFréttin var síðast uppfærð klukkan 11:50 EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Svekkjandi kvöldstund á Stade Vélodrome | Myndasyrpa Frábærar myndir frá spennuþrungnu kvöldi í Marseille. 18. júní 2016 19:18 Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 1-1 | Vonbrigðin algjör í Marseille Íslensku strákarnir skoruðu sjálfsmark á 88. mínútu og misstu af dýrmætum sigri gegn Ungverjalandi. 18. júní 2016 17:45 Kampakátir ungverskir stuðningsmenn stálu senunni í beinni í fréttum Stöðvar 2 Ungversku stuðningsmennirnir í Marseille voru skiljanlega kátari en þeir íslensku eftir leik Íslands og Ungverjalands á EM í dag sem lauk með jafntefli. 18. júní 2016 19:43 Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Sjá meira
Jafntefli varð í báðum leikjum F-riðills á Evrópumótinu í knattspyrnu í kvöld. Ísland og Ungverjaland gerðu 1-1 jafntefli eins og allir hljóti að vera meðvitaðir um og í síðari leik kvöldsins skildu Portúgal og Austurríki jöfn 0-0. Ísland getur enn unnið riðilinn en sömuleiðis hafnað í botnsætinu. Ungverjar eru á toppi riðilsins með fjögur stig, Íslendingar koma næstir með tvö stig eins og Portúgalir. Ísland er með markatöluna 2-2 en Portúgalir 1-1 svo Ísland er í 2. sæti með fleiri mörk skoruð. Lestina reka svo Austurríkismenn með eitt stig. Lokaumferðin fer fram miðvikudaginn 22. júní og þá ræðst það hvaða lið fara í 16-liða úrslitin. Báðir leikirnir, þ.e. viðureign Íslands og Austurríkis í París og Ungverjalands og Portúgal í Lyon, hefjast á sama tíma, klukkan 18 að staðartíma, þ.e. klukkan 16 að íslenskum tíma. Tvö efstu liðin í hverjum riðlanna sex komast í sextán liða úrslitin og sömuleiðis þau fjögur í þriðja sæti riðils sem ná bestum árangri. Þetta eru möguleikarnir í stöðunni, fyrir íslenska liðið. Við förum áfram með sigri og jafntefli myndi duga til að komast í sextán liða úrslitin svo framarlega að Portúgal leggi ekki Ungverja að velli eða jafntefli verði niðurstaðan í þeim leik þar sem mörg mörk verða skoruð. Svo gæti einnig farið að Ísland kæmist áfram tapaði liðið gegn Austurríki en þá þurfa úrslit í fjölmörgum öðrum leikjum að hafa orðið okkur hagstæð. 1. Ísland vinnur Austurríki - förum áfram Ísland fer áfram í 16-liða úrslitin í 1. eða 2. sæti riðilsins eftir því hver úrslitin verða í hinum leiknum.a) Portúgalskur sigur þýðir að Ísland lendir í 1. sæti riðilsins svo framarlega sem Portúgal vinni ekki stærri sigur á Ungverjum en Ísland á Austurríki. b) Jafntefli hjá Ungverjum og Portúgölum þýðir að markatala ræður því hvort Ungverjaland eða Ísland verði í efsta sætic) Ungverskur sigur þýðir að Ísland verður í 2. sæti riðilsins 2. Ísland gerir jafntefli við Austurríki - förum líklega áfram a) Ef Ungverjar sigra Portúgali þá fer Ísland áfram sem liðið í 2. sæti riðilsins b) Ef Ungverjar og Portúgalir gera jafntefli þá fer Ísland áfram sem liðið í 2. sæti riðilsins svo framarlega sem markaskorun í leikjunum tveimur verður ekki til þess að Portúgalir verða með fleiri mörk skoruð. Sem dæmi: Geri Ísland og Austurríki 0-0 jafntefli en Portúgal og Ungverjaland 3-3 jafntefli þá fara Portúgalir upp í 2. sætið með fleiri mörk skoruð en Íslendingar. Verði markatala þeirra jöfn, sem gerist ef mörkin verða einni tölu hærri í jafntefli hjá Portúgal en Íslandi ræður úrslitum hvort liðið hefur fengið færri áminningar á mótinu. c) Ef Portúgalir sigra Ungverja hafnar Ísland í 3. sæti riðilsins með þrjú stig. Það gæti skýrst strax á morgun, þegar keppni verður lokið í A og B riðlum, hvort sá stigafjöldi í 3. sæti dugi til þess að Ísland komist áfram. 3. Ísland tapar gegn Austurríki - minnstar líkur en þó von a) Ef Ungverjar sigra Portúgali ræðst það á markatölu hvort Ísland eða Portúgal hafnar í 3. sæti. Verði markatala Íslands betri en Portúgala er von um að komast áfram sem liðið í þriðja sæti með tvö stig en hún er ekki mikil. Hvort möguleiki sé að fara áfram með tvö stig mun mögulega liggja fyrir áður en Ísland mætir Austurríki enda verður keppni í fjórum riðlum af sex lokið þegar flautað verður til leiks í E og F-riðli 22. júní. b) Ef Ungverjar og Portúgalir gera jafntefli hafnar Ísland í neðsta sæti riðilsins með tvö stig c) Ef Portúgalir sigra Ungverja hafnar Ísland í neðsta sæti riðilsins með tvö stigFréttin var síðast uppfærð klukkan 11:50
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Svekkjandi kvöldstund á Stade Vélodrome | Myndasyrpa Frábærar myndir frá spennuþrungnu kvöldi í Marseille. 18. júní 2016 19:18 Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 1-1 | Vonbrigðin algjör í Marseille Íslensku strákarnir skoruðu sjálfsmark á 88. mínútu og misstu af dýrmætum sigri gegn Ungverjalandi. 18. júní 2016 17:45 Kampakátir ungverskir stuðningsmenn stálu senunni í beinni í fréttum Stöðvar 2 Ungversku stuðningsmennirnir í Marseille voru skiljanlega kátari en þeir íslensku eftir leik Íslands og Ungverjalands á EM í dag sem lauk með jafntefli. 18. júní 2016 19:43 Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Sjá meira
Svekkjandi kvöldstund á Stade Vélodrome | Myndasyrpa Frábærar myndir frá spennuþrungnu kvöldi í Marseille. 18. júní 2016 19:18
Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 1-1 | Vonbrigðin algjör í Marseille Íslensku strákarnir skoruðu sjálfsmark á 88. mínútu og misstu af dýrmætum sigri gegn Ungverjalandi. 18. júní 2016 17:45
Kampakátir ungverskir stuðningsmenn stálu senunni í beinni í fréttum Stöðvar 2 Ungversku stuðningsmennirnir í Marseille voru skiljanlega kátari en þeir íslensku eftir leik Íslands og Ungverjalands á EM í dag sem lauk með jafntefli. 18. júní 2016 19:43