Spánverjar voru í banastuði í dag er þeir mættu Suður-Kóreu í vináttulandsleik.
Spánverjar gerðu sér lítið fyrir og pökkuðu kóreska liðinu saman, 6-1.
Alavaro Morata og Noltio skoruðu báðir tvö mörk fyrir Spánverja. David Silva og Cesc Fabregas einnig á skotskónum. Se-Jon Ju skoraði mark kóreska liðsins.
Spænska liðið lítur því augljóslega afar vel út fyrir átökin á EM.

