Gylfi Þór: Lofa ykkur því að við verðum klárir gegn Portúgal Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. júní 2016 20:58 Miðjumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson lofar íslensku þjóðinni að liðið verði klárt gegn Portúgal í Saint-Etienne þann 14. júní eftir að liðið tapaði gegn Noregi í kvöld í vináttulandsleik. „Við gætum örugglega talað hérna í tíu til fimmtán mínútur, en við vorum bara lélegir. Við vorum þungir og byrjuðum leikinn skelflilega," sagði Gylfi Þór í leikslok. „Við fórum að spila aðeins betur í síðari hálfleik og Theódór Elmar kom frábær inn í bakvörðinn. Hann fór að vinna fleiri skallabolta og þar af leiðandi vorum við meiri með boltann, þar af leiðandi gekk þetta betur í síðari hálfleik." Gylfi segir að fyrri hálfleikurinn sé ekki áhyggjuefni heldur sé þetta gott að fá þetta í andlitið þegar enn er smá tími í mótið. „Nei, ég held að það sé bara mjög gott að fá svona sleggju í andlitið á okkur. Við erum komnir niður á jörðina núna og við þurfum að leggja mjög mikið á okkur næstu tvær vikur ef við ætlum ekki að steinliggja í Frakklandi." „Það eru margir leikmenn sem eru hvíldir í dag og auðvitað er skrýtið að spila svona leik þar sem þú vilt vinna leikinn, en þú vilt alls ekki meiðast. Það eru tvær vikur í Frakkland." „Ég segi það bara sjálfur að ég fór ekki í neina tæklingu og tók enga sénsa, þannig að þetta er dálítið skrýtið. Við vorum bara ekki nægilega góðir og þegar við erum að spila þannig erum við langt frá því að vinna lið eins og Noreg." Varnarleikurinn hefur verið slakur í æfingarleikjunum undanfarið. „Hannes heldur alltaf hreinu. Hann er toppmaður," gantaðist Gylfi, en hélt svo áfram: „Í fyrsta markinu var skotið í Sverrir og Ögmundur gat ekki gert mikið í því. Í öðru markinu er það aukaspyrnan og það erfitt þegar þetta er svona nálægt. Ég veit það sjálfur. Ef þú hittir í hornið þá nær markmaðurinn ekki boltanum." „Ég get tekið þriðja markið á mig að ég hefði skallað boltann ef ég væri betri í hálsinum, þá hefði það ekki komið. Þegar þú breytir um nokkra leikmenn í vörninni þá riðlast skipulagið aðeins og það kemur smá óöryggi. Þegar við erum að spila með okkar alla lið og þegar allir standa sig vel þá erum við í hörkuformi." „Auðvitað þurfum við að átta okkur á því að við þurfum leggja mikið á okkur næstu tvær vikur ef við ætlum að spila betur en í kvöld, en við skulum ekki alveg missa okkur þrátt fyrir 3-2 tap gegn Noregi." „Hannes, Kári og fleiri eru búnir að vera með smávægileg meiðsli og þurftu hvíld til þess að vera í Frakklandi, en svo voru það ég og fleiri sem þurftum að fá 90 mínútur útaf það var svo langt síðan við spiluðum," sagði Gylfi og bætti við að lokum: „Við erum ekki alveg á svipuðum stöðum hvað varðar leikform, en ég get lofað ykkur því að við verðum klárir gegn Portúgal." EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Þetta vekur okkur Spilamennska íslenska liðsins gegn Noregi í kvöld kom Eiði Smára Guðjohnsen ekki á óvart. 1. júní 2016 20:42 Kolbeinn: Þurfum ekki að hafa miklar áhyggjur Kolbeinn Sigþórsson, framherji Íslands, segir að strákarnir þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af tapinu gegn Noregi í vináttulandsleik í dag. 1. júní 2016 20:35 Umfjöllun: Noregur - Ísland 3-2 | Reiðarslag í Noregi Íslenska landsliðið leit ekki vel út í næstsíðasta æfingaleik sínum fyrir EM í Frakklandi. 1. júní 2016 19:30 Ragnar: Auðvitað viljum við ekkert vera að drulla á okkur í æfingarleikjum Ragnar Sigurðsson, varnarmaður Íslands, var svekktur með frammistöðuna í tapi gegn Noregi í kvöld, en segir að það sé ekki hægt að bera saman vináttulandsleiki og leikina á EM. 1. júní 2016 20:25 Alfreð: Við vitum að þetta var dapurt Framherjinn Alfreð Finnbogason var að vonum ekki kátur með leik íslenska liðsins í Osló í kvöld. 1. júní 2016 20:28 Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Sjá meira
Miðjumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson lofar íslensku þjóðinni að liðið verði klárt gegn Portúgal í Saint-Etienne þann 14. júní eftir að liðið tapaði gegn Noregi í kvöld í vináttulandsleik. „Við gætum örugglega talað hérna í tíu til fimmtán mínútur, en við vorum bara lélegir. Við vorum þungir og byrjuðum leikinn skelflilega," sagði Gylfi Þór í leikslok. „Við fórum að spila aðeins betur í síðari hálfleik og Theódór Elmar kom frábær inn í bakvörðinn. Hann fór að vinna fleiri skallabolta og þar af leiðandi vorum við meiri með boltann, þar af leiðandi gekk þetta betur í síðari hálfleik." Gylfi segir að fyrri hálfleikurinn sé ekki áhyggjuefni heldur sé þetta gott að fá þetta í andlitið þegar enn er smá tími í mótið. „Nei, ég held að það sé bara mjög gott að fá svona sleggju í andlitið á okkur. Við erum komnir niður á jörðina núna og við þurfum að leggja mjög mikið á okkur næstu tvær vikur ef við ætlum ekki að steinliggja í Frakklandi." „Það eru margir leikmenn sem eru hvíldir í dag og auðvitað er skrýtið að spila svona leik þar sem þú vilt vinna leikinn, en þú vilt alls ekki meiðast. Það eru tvær vikur í Frakkland." „Ég segi það bara sjálfur að ég fór ekki í neina tæklingu og tók enga sénsa, þannig að þetta er dálítið skrýtið. Við vorum bara ekki nægilega góðir og þegar við erum að spila þannig erum við langt frá því að vinna lið eins og Noreg." Varnarleikurinn hefur verið slakur í æfingarleikjunum undanfarið. „Hannes heldur alltaf hreinu. Hann er toppmaður," gantaðist Gylfi, en hélt svo áfram: „Í fyrsta markinu var skotið í Sverrir og Ögmundur gat ekki gert mikið í því. Í öðru markinu er það aukaspyrnan og það erfitt þegar þetta er svona nálægt. Ég veit það sjálfur. Ef þú hittir í hornið þá nær markmaðurinn ekki boltanum." „Ég get tekið þriðja markið á mig að ég hefði skallað boltann ef ég væri betri í hálsinum, þá hefði það ekki komið. Þegar þú breytir um nokkra leikmenn í vörninni þá riðlast skipulagið aðeins og það kemur smá óöryggi. Þegar við erum að spila með okkar alla lið og þegar allir standa sig vel þá erum við í hörkuformi." „Auðvitað þurfum við að átta okkur á því að við þurfum leggja mikið á okkur næstu tvær vikur ef við ætlum að spila betur en í kvöld, en við skulum ekki alveg missa okkur þrátt fyrir 3-2 tap gegn Noregi." „Hannes, Kári og fleiri eru búnir að vera með smávægileg meiðsli og þurftu hvíld til þess að vera í Frakklandi, en svo voru það ég og fleiri sem þurftum að fá 90 mínútur útaf það var svo langt síðan við spiluðum," sagði Gylfi og bætti við að lokum: „Við erum ekki alveg á svipuðum stöðum hvað varðar leikform, en ég get lofað ykkur því að við verðum klárir gegn Portúgal."
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Þetta vekur okkur Spilamennska íslenska liðsins gegn Noregi í kvöld kom Eiði Smára Guðjohnsen ekki á óvart. 1. júní 2016 20:42 Kolbeinn: Þurfum ekki að hafa miklar áhyggjur Kolbeinn Sigþórsson, framherji Íslands, segir að strákarnir þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af tapinu gegn Noregi í vináttulandsleik í dag. 1. júní 2016 20:35 Umfjöllun: Noregur - Ísland 3-2 | Reiðarslag í Noregi Íslenska landsliðið leit ekki vel út í næstsíðasta æfingaleik sínum fyrir EM í Frakklandi. 1. júní 2016 19:30 Ragnar: Auðvitað viljum við ekkert vera að drulla á okkur í æfingarleikjum Ragnar Sigurðsson, varnarmaður Íslands, var svekktur með frammistöðuna í tapi gegn Noregi í kvöld, en segir að það sé ekki hægt að bera saman vináttulandsleiki og leikina á EM. 1. júní 2016 20:25 Alfreð: Við vitum að þetta var dapurt Framherjinn Alfreð Finnbogason var að vonum ekki kátur með leik íslenska liðsins í Osló í kvöld. 1. júní 2016 20:28 Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Sjá meira
Eiður Smári: Þetta vekur okkur Spilamennska íslenska liðsins gegn Noregi í kvöld kom Eiði Smára Guðjohnsen ekki á óvart. 1. júní 2016 20:42
Kolbeinn: Þurfum ekki að hafa miklar áhyggjur Kolbeinn Sigþórsson, framherji Íslands, segir að strákarnir þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af tapinu gegn Noregi í vináttulandsleik í dag. 1. júní 2016 20:35
Umfjöllun: Noregur - Ísland 3-2 | Reiðarslag í Noregi Íslenska landsliðið leit ekki vel út í næstsíðasta æfingaleik sínum fyrir EM í Frakklandi. 1. júní 2016 19:30
Ragnar: Auðvitað viljum við ekkert vera að drulla á okkur í æfingarleikjum Ragnar Sigurðsson, varnarmaður Íslands, var svekktur með frammistöðuna í tapi gegn Noregi í kvöld, en segir að það sé ekki hægt að bera saman vináttulandsleiki og leikina á EM. 1. júní 2016 20:25
Alfreð: Við vitum að þetta var dapurt Framherjinn Alfreð Finnbogason var að vonum ekki kátur með leik íslenska liðsins í Osló í kvöld. 1. júní 2016 20:28