Gylfi Þór: Lofa ykkur því að við verðum klárir gegn Portúgal Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. júní 2016 20:58 Miðjumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson lofar íslensku þjóðinni að liðið verði klárt gegn Portúgal í Saint-Etienne þann 14. júní eftir að liðið tapaði gegn Noregi í kvöld í vináttulandsleik. „Við gætum örugglega talað hérna í tíu til fimmtán mínútur, en við vorum bara lélegir. Við vorum þungir og byrjuðum leikinn skelflilega," sagði Gylfi Þór í leikslok. „Við fórum að spila aðeins betur í síðari hálfleik og Theódór Elmar kom frábær inn í bakvörðinn. Hann fór að vinna fleiri skallabolta og þar af leiðandi vorum við meiri með boltann, þar af leiðandi gekk þetta betur í síðari hálfleik." Gylfi segir að fyrri hálfleikurinn sé ekki áhyggjuefni heldur sé þetta gott að fá þetta í andlitið þegar enn er smá tími í mótið. „Nei, ég held að það sé bara mjög gott að fá svona sleggju í andlitið á okkur. Við erum komnir niður á jörðina núna og við þurfum að leggja mjög mikið á okkur næstu tvær vikur ef við ætlum ekki að steinliggja í Frakklandi." „Það eru margir leikmenn sem eru hvíldir í dag og auðvitað er skrýtið að spila svona leik þar sem þú vilt vinna leikinn, en þú vilt alls ekki meiðast. Það eru tvær vikur í Frakkland." „Ég segi það bara sjálfur að ég fór ekki í neina tæklingu og tók enga sénsa, þannig að þetta er dálítið skrýtið. Við vorum bara ekki nægilega góðir og þegar við erum að spila þannig erum við langt frá því að vinna lið eins og Noreg." Varnarleikurinn hefur verið slakur í æfingarleikjunum undanfarið. „Hannes heldur alltaf hreinu. Hann er toppmaður," gantaðist Gylfi, en hélt svo áfram: „Í fyrsta markinu var skotið í Sverrir og Ögmundur gat ekki gert mikið í því. Í öðru markinu er það aukaspyrnan og það erfitt þegar þetta er svona nálægt. Ég veit það sjálfur. Ef þú hittir í hornið þá nær markmaðurinn ekki boltanum." „Ég get tekið þriðja markið á mig að ég hefði skallað boltann ef ég væri betri í hálsinum, þá hefði það ekki komið. Þegar þú breytir um nokkra leikmenn í vörninni þá riðlast skipulagið aðeins og það kemur smá óöryggi. Þegar við erum að spila með okkar alla lið og þegar allir standa sig vel þá erum við í hörkuformi." „Auðvitað þurfum við að átta okkur á því að við þurfum leggja mikið á okkur næstu tvær vikur ef við ætlum að spila betur en í kvöld, en við skulum ekki alveg missa okkur þrátt fyrir 3-2 tap gegn Noregi." „Hannes, Kári og fleiri eru búnir að vera með smávægileg meiðsli og þurftu hvíld til þess að vera í Frakklandi, en svo voru það ég og fleiri sem þurftum að fá 90 mínútur útaf það var svo langt síðan við spiluðum," sagði Gylfi og bætti við að lokum: „Við erum ekki alveg á svipuðum stöðum hvað varðar leikform, en ég get lofað ykkur því að við verðum klárir gegn Portúgal." EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Þetta vekur okkur Spilamennska íslenska liðsins gegn Noregi í kvöld kom Eiði Smára Guðjohnsen ekki á óvart. 1. júní 2016 20:42 Kolbeinn: Þurfum ekki að hafa miklar áhyggjur Kolbeinn Sigþórsson, framherji Íslands, segir að strákarnir þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af tapinu gegn Noregi í vináttulandsleik í dag. 1. júní 2016 20:35 Umfjöllun: Noregur - Ísland 3-2 | Reiðarslag í Noregi Íslenska landsliðið leit ekki vel út í næstsíðasta æfingaleik sínum fyrir EM í Frakklandi. 1. júní 2016 19:30 Ragnar: Auðvitað viljum við ekkert vera að drulla á okkur í æfingarleikjum Ragnar Sigurðsson, varnarmaður Íslands, var svekktur með frammistöðuna í tapi gegn Noregi í kvöld, en segir að það sé ekki hægt að bera saman vináttulandsleiki og leikina á EM. 1. júní 2016 20:25 Alfreð: Við vitum að þetta var dapurt Framherjinn Alfreð Finnbogason var að vonum ekki kátur með leik íslenska liðsins í Osló í kvöld. 1. júní 2016 20:28 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum Körfubolti Fleiri fréttir Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Sjá meira
Miðjumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson lofar íslensku þjóðinni að liðið verði klárt gegn Portúgal í Saint-Etienne þann 14. júní eftir að liðið tapaði gegn Noregi í kvöld í vináttulandsleik. „Við gætum örugglega talað hérna í tíu til fimmtán mínútur, en við vorum bara lélegir. Við vorum þungir og byrjuðum leikinn skelflilega," sagði Gylfi Þór í leikslok. „Við fórum að spila aðeins betur í síðari hálfleik og Theódór Elmar kom frábær inn í bakvörðinn. Hann fór að vinna fleiri skallabolta og þar af leiðandi vorum við meiri með boltann, þar af leiðandi gekk þetta betur í síðari hálfleik." Gylfi segir að fyrri hálfleikurinn sé ekki áhyggjuefni heldur sé þetta gott að fá þetta í andlitið þegar enn er smá tími í mótið. „Nei, ég held að það sé bara mjög gott að fá svona sleggju í andlitið á okkur. Við erum komnir niður á jörðina núna og við þurfum að leggja mjög mikið á okkur næstu tvær vikur ef við ætlum ekki að steinliggja í Frakklandi." „Það eru margir leikmenn sem eru hvíldir í dag og auðvitað er skrýtið að spila svona leik þar sem þú vilt vinna leikinn, en þú vilt alls ekki meiðast. Það eru tvær vikur í Frakkland." „Ég segi það bara sjálfur að ég fór ekki í neina tæklingu og tók enga sénsa, þannig að þetta er dálítið skrýtið. Við vorum bara ekki nægilega góðir og þegar við erum að spila þannig erum við langt frá því að vinna lið eins og Noreg." Varnarleikurinn hefur verið slakur í æfingarleikjunum undanfarið. „Hannes heldur alltaf hreinu. Hann er toppmaður," gantaðist Gylfi, en hélt svo áfram: „Í fyrsta markinu var skotið í Sverrir og Ögmundur gat ekki gert mikið í því. Í öðru markinu er það aukaspyrnan og það erfitt þegar þetta er svona nálægt. Ég veit það sjálfur. Ef þú hittir í hornið þá nær markmaðurinn ekki boltanum." „Ég get tekið þriðja markið á mig að ég hefði skallað boltann ef ég væri betri í hálsinum, þá hefði það ekki komið. Þegar þú breytir um nokkra leikmenn í vörninni þá riðlast skipulagið aðeins og það kemur smá óöryggi. Þegar við erum að spila með okkar alla lið og þegar allir standa sig vel þá erum við í hörkuformi." „Auðvitað þurfum við að átta okkur á því að við þurfum leggja mikið á okkur næstu tvær vikur ef við ætlum að spila betur en í kvöld, en við skulum ekki alveg missa okkur þrátt fyrir 3-2 tap gegn Noregi." „Hannes, Kári og fleiri eru búnir að vera með smávægileg meiðsli og þurftu hvíld til þess að vera í Frakklandi, en svo voru það ég og fleiri sem þurftum að fá 90 mínútur útaf það var svo langt síðan við spiluðum," sagði Gylfi og bætti við að lokum: „Við erum ekki alveg á svipuðum stöðum hvað varðar leikform, en ég get lofað ykkur því að við verðum klárir gegn Portúgal."
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Þetta vekur okkur Spilamennska íslenska liðsins gegn Noregi í kvöld kom Eiði Smára Guðjohnsen ekki á óvart. 1. júní 2016 20:42 Kolbeinn: Þurfum ekki að hafa miklar áhyggjur Kolbeinn Sigþórsson, framherji Íslands, segir að strákarnir þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af tapinu gegn Noregi í vináttulandsleik í dag. 1. júní 2016 20:35 Umfjöllun: Noregur - Ísland 3-2 | Reiðarslag í Noregi Íslenska landsliðið leit ekki vel út í næstsíðasta æfingaleik sínum fyrir EM í Frakklandi. 1. júní 2016 19:30 Ragnar: Auðvitað viljum við ekkert vera að drulla á okkur í æfingarleikjum Ragnar Sigurðsson, varnarmaður Íslands, var svekktur með frammistöðuna í tapi gegn Noregi í kvöld, en segir að það sé ekki hægt að bera saman vináttulandsleiki og leikina á EM. 1. júní 2016 20:25 Alfreð: Við vitum að þetta var dapurt Framherjinn Alfreð Finnbogason var að vonum ekki kátur með leik íslenska liðsins í Osló í kvöld. 1. júní 2016 20:28 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum Körfubolti Fleiri fréttir Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Sjá meira
Eiður Smári: Þetta vekur okkur Spilamennska íslenska liðsins gegn Noregi í kvöld kom Eiði Smára Guðjohnsen ekki á óvart. 1. júní 2016 20:42
Kolbeinn: Þurfum ekki að hafa miklar áhyggjur Kolbeinn Sigþórsson, framherji Íslands, segir að strákarnir þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af tapinu gegn Noregi í vináttulandsleik í dag. 1. júní 2016 20:35
Umfjöllun: Noregur - Ísland 3-2 | Reiðarslag í Noregi Íslenska landsliðið leit ekki vel út í næstsíðasta æfingaleik sínum fyrir EM í Frakklandi. 1. júní 2016 19:30
Ragnar: Auðvitað viljum við ekkert vera að drulla á okkur í æfingarleikjum Ragnar Sigurðsson, varnarmaður Íslands, var svekktur með frammistöðuna í tapi gegn Noregi í kvöld, en segir að það sé ekki hægt að bera saman vináttulandsleiki og leikina á EM. 1. júní 2016 20:25
Alfreð: Við vitum að þetta var dapurt Framherjinn Alfreð Finnbogason var að vonum ekki kátur með leik íslenska liðsins í Osló í kvöld. 1. júní 2016 20:28