Einn helsti barnaníðingur Bretlands játaði 71 brot Samúel Karl Ólason skrifar 2. júní 2016 10:30 Vísir/AFP/Getty Richard Huckle á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi eftir að hann játaði að hafa misnotað 23 börn í fátækum samfélögum í Malasíu. Brotin ná yfir árin 2006 til 2014, en Huckle er einungis 30 ára gamall. Rannsakendur telja að hann hafi misnotað allt að 200 börn.Huckle deildi myndum og myndböndum af brotum sínum með öðrum barnaníðingum á djúpvefjum internetsins. Þá fann lögreglan rúmlega tuttugu þúsund myndir sem hann tók á tölvu hans, en myndirnar voru af börnum sem hann hafði misnotað. Einnig fannst nokkurs konar handbók þar sem hann ráðlagði öðrum barnaníðungum um hvernig þeir gætu brotið gegn börnum og komist upp með það. Handbókina kallaði hann „Paedophiles And Poverty: Child Lover Guide“. Huckle hafði ætlað sér að birta bókina á netinu. Hann var handtekinn við komuna til Englands árið 2014. Málið er fyrst að koma fyrir í fjölmiðlum núna þar sem rannsakendur málsins höfðu farið fram á leynd fórnarlambanna vegna. Þegar mál Huckle var tekið fyrir dóm tók rúman klukkutíma að lesa upp ákærurnar.BBC fer yfir hvernig Huckle var handsamaður og segja eitt orð og freknu hafa leitt til handtöku hans. Lögregluembætti í Ástralíu og Evrópu voru meðvituð um vel falið vefsvæði sem barnaníðingar kölluðu „Love Zone“. Það var varið með lykilorðum, dulkóðun og sérstökum forritum og algerlega nafnlaust. Þar voru myndir og myndbönd sem sýndu menn níðast á börnum og jafnvel ungabörnum. Sérsveit lögreglunnar í Ástralíu tók þó eftir því að hann notaði orðið „hiyas“ til að heilsa fólki á spjallþráðum. Eftir gífurlega leit fannst Facebooksíða manns sem notaði sömu kveðju og á endanum brutu lögregluþjónar sér leið inn á heimili Shannon McCoole þar sem hann var á vefsvæðinu sem hann hafði byggt upp. Hann var með sambærilega freknu og hafði sést á fjölmörgum myndum á vefsvæðinu. Sérsveitin tók hlutverk McCoole, sem var dæmdur í 35 ára fangelsi í fyrra, að sér og hélt áfram að reka vefsvæðið. Með því að halda vefsvæðinu gangandi gátu lögregluþjónar borið kennsl á Huckle og bent yfirvöldum í Bretlandi á hann.Hér að neðan má sjá umfjöllun Sky News um Huckle, en vert er að vara viðkvæma við umfjölluninni. Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Richard Huckle á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi eftir að hann játaði að hafa misnotað 23 börn í fátækum samfélögum í Malasíu. Brotin ná yfir árin 2006 til 2014, en Huckle er einungis 30 ára gamall. Rannsakendur telja að hann hafi misnotað allt að 200 börn.Huckle deildi myndum og myndböndum af brotum sínum með öðrum barnaníðingum á djúpvefjum internetsins. Þá fann lögreglan rúmlega tuttugu þúsund myndir sem hann tók á tölvu hans, en myndirnar voru af börnum sem hann hafði misnotað. Einnig fannst nokkurs konar handbók þar sem hann ráðlagði öðrum barnaníðungum um hvernig þeir gætu brotið gegn börnum og komist upp með það. Handbókina kallaði hann „Paedophiles And Poverty: Child Lover Guide“. Huckle hafði ætlað sér að birta bókina á netinu. Hann var handtekinn við komuna til Englands árið 2014. Málið er fyrst að koma fyrir í fjölmiðlum núna þar sem rannsakendur málsins höfðu farið fram á leynd fórnarlambanna vegna. Þegar mál Huckle var tekið fyrir dóm tók rúman klukkutíma að lesa upp ákærurnar.BBC fer yfir hvernig Huckle var handsamaður og segja eitt orð og freknu hafa leitt til handtöku hans. Lögregluembætti í Ástralíu og Evrópu voru meðvituð um vel falið vefsvæði sem barnaníðingar kölluðu „Love Zone“. Það var varið með lykilorðum, dulkóðun og sérstökum forritum og algerlega nafnlaust. Þar voru myndir og myndbönd sem sýndu menn níðast á börnum og jafnvel ungabörnum. Sérsveit lögreglunnar í Ástralíu tók þó eftir því að hann notaði orðið „hiyas“ til að heilsa fólki á spjallþráðum. Eftir gífurlega leit fannst Facebooksíða manns sem notaði sömu kveðju og á endanum brutu lögregluþjónar sér leið inn á heimili Shannon McCoole þar sem hann var á vefsvæðinu sem hann hafði byggt upp. Hann var með sambærilega freknu og hafði sést á fjölmörgum myndum á vefsvæðinu. Sérsveitin tók hlutverk McCoole, sem var dæmdur í 35 ára fangelsi í fyrra, að sér og hélt áfram að reka vefsvæðið. Með því að halda vefsvæðinu gangandi gátu lögregluþjónar borið kennsl á Huckle og bent yfirvöldum í Bretlandi á hann.Hér að neðan má sjá umfjöllun Sky News um Huckle, en vert er að vara viðkvæma við umfjölluninni.
Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent