James vill losna en hver getur borgað allar þessa milljónir? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2016 15:30 James Rodríguez fagnar sigri í Meistaradeildinni með dóttur sinni Vísir/Getty Kólumbíumaðurinn James Rodríguez er óánægður hjá Real Madrid og vill komast í burtu en það ólíklegt að honum verði að ósk sinni. James Rodríguez hefur verið mikið í kuldanum síðan að Zinedine Zidane tók við og það fór ekki vel í kappann þegar hann fékk ekki eina einustu mínútu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. James Rodríguez er nú kominn til móts við kólumbíska landsliðið sem er að undirbúa sig fyrir hundrað ára afmælisútgáfu af Ameríkukeppninni sem fer fram í Bandaríkjunum í júní og verður í beinni á Stöð 2 Sport.Marca skrifar í dag um framtíð James Rodríguez hjá Real Madrid en samkvæmt frétt blaðsins langaði James ekki að fagna sigrinum í Meistaradeildinni en gerði það einungis af virðingu fyrir liðsfélögunum og liðinu. James Rodríguez var ekki sáttur með að byrja á bekknum og ekki varð hann ánægðari með að þurfa á dúsa á bekknum í allar 120 mínúturnar. James Rodríguez er kominn aftar í goggunarröðina en menn eins og Lucas Vázquez og Isco. Það sjá allir að Zidane hefur ekki trú á honum og James Rodríguez ætlar ekki að láta bjóða sér slíkt. „Ég er ekki hér til að sitja á bekknum,“ sagði James Rodríguez við Marca. Þessi 24 ára Kólumbíumaður spilaði 32 leiki á tímabilinu í öllum keppnum og var með 8 mörk og 10 stoðsendingar í þeim. Hann kom aftur á móti ekkert við sögu í leiknum á móti Barcelona og fékk aðeins að spila í samtals 28 mínútur í fimm síðustu leikjum Real Madrid í Meistaradeildinni. Marca bendir á hvernig þetta endaði hjá Ángel Di María og Mesut Özil sem yfirgáfu báðir Real Madrid undir svipuðum kringumstæðum. Di María fór til Manchester United en Özil til Arsenal. Real Madrid vill halda leikmanninum en það er erfitt að vera með mann sem vill ekki vera. Hann er á samningi og það kostar 500 milljónir evra að kaupa samninginn af Real. James Rodríguez mun aldrei kosta svo mikið en Real Madrid keypti hann á 75 milljónir evra frá Mónakó á sínum tíma. Það mun því kosta áhugasöm félög ansi margar milljónir að fá hann til sín. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Í beinni: ÍA - Afturelding | Botnliðin eigast við Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Afturelding | Botnliðin eigast við Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Sjá meira
Kólumbíumaðurinn James Rodríguez er óánægður hjá Real Madrid og vill komast í burtu en það ólíklegt að honum verði að ósk sinni. James Rodríguez hefur verið mikið í kuldanum síðan að Zinedine Zidane tók við og það fór ekki vel í kappann þegar hann fékk ekki eina einustu mínútu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. James Rodríguez er nú kominn til móts við kólumbíska landsliðið sem er að undirbúa sig fyrir hundrað ára afmælisútgáfu af Ameríkukeppninni sem fer fram í Bandaríkjunum í júní og verður í beinni á Stöð 2 Sport.Marca skrifar í dag um framtíð James Rodríguez hjá Real Madrid en samkvæmt frétt blaðsins langaði James ekki að fagna sigrinum í Meistaradeildinni en gerði það einungis af virðingu fyrir liðsfélögunum og liðinu. James Rodríguez var ekki sáttur með að byrja á bekknum og ekki varð hann ánægðari með að þurfa á dúsa á bekknum í allar 120 mínúturnar. James Rodríguez er kominn aftar í goggunarröðina en menn eins og Lucas Vázquez og Isco. Það sjá allir að Zidane hefur ekki trú á honum og James Rodríguez ætlar ekki að láta bjóða sér slíkt. „Ég er ekki hér til að sitja á bekknum,“ sagði James Rodríguez við Marca. Þessi 24 ára Kólumbíumaður spilaði 32 leiki á tímabilinu í öllum keppnum og var með 8 mörk og 10 stoðsendingar í þeim. Hann kom aftur á móti ekkert við sögu í leiknum á móti Barcelona og fékk aðeins að spila í samtals 28 mínútur í fimm síðustu leikjum Real Madrid í Meistaradeildinni. Marca bendir á hvernig þetta endaði hjá Ángel Di María og Mesut Özil sem yfirgáfu báðir Real Madrid undir svipuðum kringumstæðum. Di María fór til Manchester United en Özil til Arsenal. Real Madrid vill halda leikmanninum en það er erfitt að vera með mann sem vill ekki vera. Hann er á samningi og það kostar 500 milljónir evra að kaupa samninginn af Real. James Rodríguez mun aldrei kosta svo mikið en Real Madrid keypti hann á 75 milljónir evra frá Mónakó á sínum tíma. Það mun því kosta áhugasöm félög ansi margar milljónir að fá hann til sín.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Í beinni: ÍA - Afturelding | Botnliðin eigast við Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Afturelding | Botnliðin eigast við Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Sjá meira