Alfreð: Ef okkur gengur vel á EM gleymist Noregsleikurinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. júní 2016 15:05 Alfreð Finnbogason viðurkennir að íslenska landsliðið í fótbolta hafi spilað illa í vináttulandsleiknum gegn Noregi á miðvikudaginn. „Við vitum það manna best að við spiluðum illa og erum mjög sjálfsgagnrýnir,“ sagði Alfreð fyrir æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í dag. „Þetta var lélegt og ekki margt jákvætt nema kannski að við töpuðum bara 3-2 á móti liði Noregs sem stjórnaði leiknum allan fyrri hálfleikinn. Við skoruðum tvö mörk úr föstum leikatriðum og þá held ég að jákvæðu punktarnir séu upptaldir,“ bætti framherjinn við en hann spilaði í klukkutíma á miðvikudaginn. Gengi Íslands í undanförnum vináttulandsleikjum hefur ekki verið upp á marga fiska. En hvenær má búast við því að íslensku strákarnir fari almennilega í gang? „Form er ekki einhver takki sem þú kveikir á og verður allt í einu klár. Við ætluðum að fara í þennan Noregsleik af fullum krafti, byrja á fullri ferð og keyra almennilega á þá en sú varð ekki raunin,“ sagði Alfreð. „Leikmenn eru í mjög mismunandi ástandi, sumir spiluðu leik um helgina á meðan aðrir eru ekki búnir að spila í mánuð. Ég held að allir séu mest að hugsa um sjálfa sig og að vera í sem bestu standi eftir tvær vikur. „Þetta var svolítið eins og æfingaleikur fyrir keppnistímabil. Þú vilt vinna alla leiki en mikilvægast er að fá mínútur. Og þegar uppi verður staðið, og ef við náum góðum árangri á EM, held ég að enginn eigi eftir að muna eftir þessum Noregsleik.“Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Sjá meira
Alfreð Finnbogason viðurkennir að íslenska landsliðið í fótbolta hafi spilað illa í vináttulandsleiknum gegn Noregi á miðvikudaginn. „Við vitum það manna best að við spiluðum illa og erum mjög sjálfsgagnrýnir,“ sagði Alfreð fyrir æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í dag. „Þetta var lélegt og ekki margt jákvætt nema kannski að við töpuðum bara 3-2 á móti liði Noregs sem stjórnaði leiknum allan fyrri hálfleikinn. Við skoruðum tvö mörk úr föstum leikatriðum og þá held ég að jákvæðu punktarnir séu upptaldir,“ bætti framherjinn við en hann spilaði í klukkutíma á miðvikudaginn. Gengi Íslands í undanförnum vináttulandsleikjum hefur ekki verið upp á marga fiska. En hvenær má búast við því að íslensku strákarnir fari almennilega í gang? „Form er ekki einhver takki sem þú kveikir á og verður allt í einu klár. Við ætluðum að fara í þennan Noregsleik af fullum krafti, byrja á fullri ferð og keyra almennilega á þá en sú varð ekki raunin,“ sagði Alfreð. „Leikmenn eru í mjög mismunandi ástandi, sumir spiluðu leik um helgina á meðan aðrir eru ekki búnir að spila í mánuð. Ég held að allir séu mest að hugsa um sjálfa sig og að vera í sem bestu standi eftir tvær vikur. „Þetta var svolítið eins og æfingaleikur fyrir keppnistímabil. Þú vilt vinna alla leiki en mikilvægast er að fá mínútur. Og þegar uppi verður staðið, og ef við náum góðum árangri á EM, held ég að enginn eigi eftir að muna eftir þessum Noregsleik.“Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Sjá meira