Saga til næsta bæjar: Kletturinn í hafinu Stefán Pálsson skrifar 5. júní 2016 08:00 Bouvet Island. Hvor myndi vinna í bardaga: Batman eða Súperman? King Kong eða Godzilla? Klippikrumlan Freddy Krueger eða illyrmið Jason með íshokkígrímuna? Spurningar sem þessar eru miðlægar í hugarheimi myndasagna- og hasarmyndaunnenda. Skiljanlega er það heillandi hugarleikfimi að tefla saman hetjum eða þrjótum úr ólíkum sagnaheimum. Það kom því ekki á óvart þegar draumaverksmiðjan í Hollywood sendi frá sér myndina Alien vs. Predator árið 2004. Þar áttust við geimverurnar úr samnefndum myndaflokkum í æsilegu einvígi og hópur hrekklausra jarðarbúa átti fótum fjör að launa. En hver var rétti vettvangurinn fyrir átök slíkra forynja? Jú, þar dugði ekkert minna en afskekktasta eyja í heimi, Bouvetøya. Fyrir aðra en geimskrímsli er Bouvetøya eða Bouvet-eyja lítt geðþekkur bústaður. Þar þrífast engin landdýr og gróður er óverulegur fyrir utan skófir, enda eru 95% landsins hulin jökli. Lögun eyjarinnar er skringileg, en hún er nálega kringlótt, 9 kílómetrar á lengd en 7 á breidd og tæpir 50 ferkílómetrar að flatarmáli. Á ströndinni lifir óhemjufjöldi mörgæsa og sela af ýmsum tegundum. Á Bouvet-eyju er virk eldstöð, enda stendur hún á Atlantshafshryggnum miðjum. Næsta eyja er Gough-eyja 1.600 kílómetrum norðar en til að komast á meginland þarf að halda 1.700 kílómetra í suðurátt til Antarktíku. Það þýðir að koma mætti gjörvallri Evrópu fyrir á auða haffletinum umhverfis eyna. Þegar við bætist að hæsti tindur Bouvet-eyju rís ekki nema 780 metra yfir sjávarmál er ekki að undra þótt langan tíma hafi tekið að uppgötva hana og enn lengri að staðfesta tilvist hennar með óyggjandi hætti.Leitin að týndu heimsálfunniEins og nafnið gefur til kynna var það sæfari að nafni Bouvet sem uppgötvaði eyjuna. Hann var Frakki og hét fullu nafni Jean-Baptiste Charles Bouvet de Lozier. Á nýjársdag árið 1739 komu skip hans að eyjunni en gátu ekki lagst að landi. Þétt þoka var á svæðinu og tókst áhöfninni ekki að átta sig á því hvort um eyju væri að ræða eða hluta af stærra meginlandi. Næstu tólf dagana leituðu skipin lendingar en án árangurs og ekki létti þokunni. Að lokum þurfti Bouvet frá að hverfa og stefndi aftur til Afríku, enda stór hluti áhafnarinnar þjakaður af skyrbjúg. Niðurstaða leiðangursins varð Bouvet og yfirmönnum hans sár vonbrigði. Markmið fararinnar var ekki að finna og kortleggja afskekktar smáeyjar, heldur að leita landa sem þjónað gætu hlutverki hafna á siglingaleiðinni milli Evrópu og Asíu. Leiðangursmenn létu sig dreyma um að finna Suðurálfuna miklu. Suðurálfan mikla eða Terra Australis var ógnarstórt meginland sem Evrópubúar ímynduðu sér að væri að finna syðst á jarðarkúlunni. Rökin fyrir tilvist þess voru þau að á suðurhveli hlyti að vera mikill landmassi til að vega á móti hinum stóru heimsálfum norðurhvelsins. Hugmyndin er ævaforn og kemur fyrir í skrifum Aristótelesar og landfræðingsins Ptólemæosar. Síðar gátu skólaspekingar miðalda varið drjúgum tíma í að velta vöngum yfir því hvort búast mætti við fjölskrúðugu dýralífi í Suðurálfu og hvort þar mætti jafnvel finna fólk – andfætlinga? Rökin gegn miklu dýralífi voru talin þau helst að Drottinn hefði eytt í syndaflóðinu öllum þeim skepnum sem Nói bjargaði ekki um borð í örk sína og því vandséð hvernig dýrin hefðu átt að komast frá fjallinu Ararat til hins óþekkta meginlands. Tilvist mannfólks í Suðurálfu var talin enn langsóttari, enda hefði Kristur boðið postulunum að gera allar þjóðir að lærisveinum sínum og því væri það óskiljanleg handvömm hjá almættinu að skilja útundan íbúa heillar heimsálfu. Kortagerðarmenn sextándu, sautjándu og átjándu aldar gerðu undantekningarlaust ráð fyrir stóru meginlandi syðst á Jörðinni. Spurningin var bara, hversu langt teygði það sig í norðurátt? Væri þar að finna vænlegar nýlendur eða í það minnsta hentuga viðkomustaði í siglingum til hinna kryddríku Austurlanda fjær?Hringurinn þrengistEftir því sem landkönnun Evrópumanna á Kyrrahafi, Indlandshafi og sunnanverðu Atlantshafi fleytti fram, þeim mun meira þrengdist að hugmyndinni um Suðurálfuna miklu. Hollenskir sæfarar komu að ströndum Ástralíu í byrjun sautjándu aldar, en fljótlega varð ljóst að hún væri miklu minni en hin áætlaða Suðurálfa. Breski skipherrann James Cook kannaði svo stóra hluta Kyrrahafsins á ofanverðri átjándu öld, en fann hvergi nein merki um landið mikla. Það var ekki fyrr en vel var liðið á nítjándu öld að menn börðu Suðurskautslandið eða Antarktíku augum. Á nýársdag 1939 hafði Bouvet skipstjóri því ekki hugmynd um að enn væru 1.700 kílómetrar til fastalandsins, heldur áleit hann að eyjan sem hann fann væri sönnun þess að Suðurálfan væri skammt undan. Slík uppgötvun hefði vissulega tryggt honum stóran sess í landafundasögu heimsins, en fyrir vinnuveitendur hans skipti þess háttar frægð litlu máli. Bouvet-eyja var bæði allt of afskekkt og berangursleg til að koma að nokkru gagni fyrir kaupskip. Til að bæta gráu ofan á svart mistókst Bouvet að staðsetja hina nýfundnu eyju af nægilegri nákvæmni. Fyrir vikið gripu aðrir sæfarar, sem hugðust kanna hana betur, í tómt. Þannig gerðu þeir James Cook og landi hans, heimskautafarinn James Clark Ross, báðir misheppnaðar tilraunir til að finna eyju Bouvets, sem vakti efasemdir um að frásögn hans væri rétt. Bandarískur kafteinn, Benjamin Morrell, sagðist hafa siglt til eyjarinnar árið 1822 og farið í land til selveiða. Nefndi hann eyna í höfuðið á Frakkanum Bouvet. Ekki létu þó allir sannfærast. Morrell þótti kríta liðugt í ferðasögum sínum og ýkja sín eigin afrek úr hófi. Áttu margir erfitt með að kyngja því að hinum raupgjarna Morrell hefði tekist betur upp en kempunum Cook og Ross. Þá hefur það vakið grunsemdir að í lýsingu Morrells á Bouvet-eyju ser engu orði vikið að því að hún sé að mestu þakin ís.Breskt eða norskt land?Þremur árum síðar stigu breskir hvalveiðimenn á land, ráku niður fána, lýstu eyjuna eign bresku krúnunnar og gáfu henni nýtt heiti: Liverpool-eyja. Leiðangursmenn lýstu jafnframt annarri eyju, sjötíu kílómetrum vestar sem þeir kölluðu Thompson-eyju. Sú eyja finnst þó ekki í dag, sem kallað hefur á miklar vangaveltur um hvort sæfararnir hafi séð ofsjónir eða hvort landið hafi horfið í sæ í jarðskjálftum eða eldsumbrotum. Ekki sýndi breska heimsveldið nein merki þess að vilja nýta þessa eign sína, enda erfitt að sjá þar nokkra gróðavon. Liverpool-eyja var því bara depill á sjókortum til ársins 1927 þegar norskir landkönnuðir héldu þangað. Þeir voru á vegum skipakóngsins Lars Christensen sem kostaði leiðangra um suðurhöf í leit að vænlegum hvalamiðum og hafði umboð norsku stjórnarinnar til að leggja undir Noreg allar þær ónumdu eyjar sem hann kynni að rekast á. Menn Christensens ráku norska fánann niður á Liverpool-eyju, helguðu landið Noregi og kenndu eyjuna á ný við hinn franska Bouvet. Við tók skammvinn deila milli Breta og Norðmanna um eignarhaldið, sem lauk á því að hinir fyrrnefndu ákváðu að vægja. Mögulega mátu Bretar það svo að óþarft væri að spilla samskiptum ríkjanna vegna verðlítillar jöklaeyju á hjara veraldar. Einnig kann að hafa spilað inn í að frásögnin af landnáminu hundrað árum fyrr þótti vandræðaleg í ljósi þess að hvorki fannst tangur né tetur af hinni meintu Thompson-eyju. Á meðan hvalveiðar Norðmanna í sunnanverðu Atlantshafi stóðu sem hæst sýndu þeir Bouvet-eyju nokkurn áhuga, ekki hvað síst til veðurfræðirannsókna. Selastofnarnir við eyjuna voru þó fljótlega friðaðir og síðustu áratugina hefur hún verið eitt stórt friðland. Þar hafast reglulega við smáhópar vísindamanna til hvers kyns rannsókna á sviði náttúruvísinda. Ekki er það þó bara ósvikinn vísindaáhuginn sem ræður áframhaldandi áhuga Norðmanna á eyjunni afskekktu. Á síðustu árum hafa norsk skip veitt þar mikið af ljósátu og lýstu Norðmenn nýverið yfir 200 mílna fiskveiðilögsögu á svæðinu. Einhver framsýnn embættismaður tryggði Bouvet-eyju þjóðarlénið .bv fyrir tuttugu árum en fyrsta .bv-vefsíðan er þó ekki enn komin í loftið og verður varla úr þessu, þrátt fyrir óvænta Hollywood-frægð þessa útvarðar á Atlantshafshryggnum. Menning Saga til næsta bæjar Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Hvor myndi vinna í bardaga: Batman eða Súperman? King Kong eða Godzilla? Klippikrumlan Freddy Krueger eða illyrmið Jason með íshokkígrímuna? Spurningar sem þessar eru miðlægar í hugarheimi myndasagna- og hasarmyndaunnenda. Skiljanlega er það heillandi hugarleikfimi að tefla saman hetjum eða þrjótum úr ólíkum sagnaheimum. Það kom því ekki á óvart þegar draumaverksmiðjan í Hollywood sendi frá sér myndina Alien vs. Predator árið 2004. Þar áttust við geimverurnar úr samnefndum myndaflokkum í æsilegu einvígi og hópur hrekklausra jarðarbúa átti fótum fjör að launa. En hver var rétti vettvangurinn fyrir átök slíkra forynja? Jú, þar dugði ekkert minna en afskekktasta eyja í heimi, Bouvetøya. Fyrir aðra en geimskrímsli er Bouvetøya eða Bouvet-eyja lítt geðþekkur bústaður. Þar þrífast engin landdýr og gróður er óverulegur fyrir utan skófir, enda eru 95% landsins hulin jökli. Lögun eyjarinnar er skringileg, en hún er nálega kringlótt, 9 kílómetrar á lengd en 7 á breidd og tæpir 50 ferkílómetrar að flatarmáli. Á ströndinni lifir óhemjufjöldi mörgæsa og sela af ýmsum tegundum. Á Bouvet-eyju er virk eldstöð, enda stendur hún á Atlantshafshryggnum miðjum. Næsta eyja er Gough-eyja 1.600 kílómetrum norðar en til að komast á meginland þarf að halda 1.700 kílómetra í suðurátt til Antarktíku. Það þýðir að koma mætti gjörvallri Evrópu fyrir á auða haffletinum umhverfis eyna. Þegar við bætist að hæsti tindur Bouvet-eyju rís ekki nema 780 metra yfir sjávarmál er ekki að undra þótt langan tíma hafi tekið að uppgötva hana og enn lengri að staðfesta tilvist hennar með óyggjandi hætti.Leitin að týndu heimsálfunniEins og nafnið gefur til kynna var það sæfari að nafni Bouvet sem uppgötvaði eyjuna. Hann var Frakki og hét fullu nafni Jean-Baptiste Charles Bouvet de Lozier. Á nýjársdag árið 1739 komu skip hans að eyjunni en gátu ekki lagst að landi. Þétt þoka var á svæðinu og tókst áhöfninni ekki að átta sig á því hvort um eyju væri að ræða eða hluta af stærra meginlandi. Næstu tólf dagana leituðu skipin lendingar en án árangurs og ekki létti þokunni. Að lokum þurfti Bouvet frá að hverfa og stefndi aftur til Afríku, enda stór hluti áhafnarinnar þjakaður af skyrbjúg. Niðurstaða leiðangursins varð Bouvet og yfirmönnum hans sár vonbrigði. Markmið fararinnar var ekki að finna og kortleggja afskekktar smáeyjar, heldur að leita landa sem þjónað gætu hlutverki hafna á siglingaleiðinni milli Evrópu og Asíu. Leiðangursmenn létu sig dreyma um að finna Suðurálfuna miklu. Suðurálfan mikla eða Terra Australis var ógnarstórt meginland sem Evrópubúar ímynduðu sér að væri að finna syðst á jarðarkúlunni. Rökin fyrir tilvist þess voru þau að á suðurhveli hlyti að vera mikill landmassi til að vega á móti hinum stóru heimsálfum norðurhvelsins. Hugmyndin er ævaforn og kemur fyrir í skrifum Aristótelesar og landfræðingsins Ptólemæosar. Síðar gátu skólaspekingar miðalda varið drjúgum tíma í að velta vöngum yfir því hvort búast mætti við fjölskrúðugu dýralífi í Suðurálfu og hvort þar mætti jafnvel finna fólk – andfætlinga? Rökin gegn miklu dýralífi voru talin þau helst að Drottinn hefði eytt í syndaflóðinu öllum þeim skepnum sem Nói bjargaði ekki um borð í örk sína og því vandséð hvernig dýrin hefðu átt að komast frá fjallinu Ararat til hins óþekkta meginlands. Tilvist mannfólks í Suðurálfu var talin enn langsóttari, enda hefði Kristur boðið postulunum að gera allar þjóðir að lærisveinum sínum og því væri það óskiljanleg handvömm hjá almættinu að skilja útundan íbúa heillar heimsálfu. Kortagerðarmenn sextándu, sautjándu og átjándu aldar gerðu undantekningarlaust ráð fyrir stóru meginlandi syðst á Jörðinni. Spurningin var bara, hversu langt teygði það sig í norðurátt? Væri þar að finna vænlegar nýlendur eða í það minnsta hentuga viðkomustaði í siglingum til hinna kryddríku Austurlanda fjær?Hringurinn þrengistEftir því sem landkönnun Evrópumanna á Kyrrahafi, Indlandshafi og sunnanverðu Atlantshafi fleytti fram, þeim mun meira þrengdist að hugmyndinni um Suðurálfuna miklu. Hollenskir sæfarar komu að ströndum Ástralíu í byrjun sautjándu aldar, en fljótlega varð ljóst að hún væri miklu minni en hin áætlaða Suðurálfa. Breski skipherrann James Cook kannaði svo stóra hluta Kyrrahafsins á ofanverðri átjándu öld, en fann hvergi nein merki um landið mikla. Það var ekki fyrr en vel var liðið á nítjándu öld að menn börðu Suðurskautslandið eða Antarktíku augum. Á nýársdag 1939 hafði Bouvet skipstjóri því ekki hugmynd um að enn væru 1.700 kílómetrar til fastalandsins, heldur áleit hann að eyjan sem hann fann væri sönnun þess að Suðurálfan væri skammt undan. Slík uppgötvun hefði vissulega tryggt honum stóran sess í landafundasögu heimsins, en fyrir vinnuveitendur hans skipti þess háttar frægð litlu máli. Bouvet-eyja var bæði allt of afskekkt og berangursleg til að koma að nokkru gagni fyrir kaupskip. Til að bæta gráu ofan á svart mistókst Bouvet að staðsetja hina nýfundnu eyju af nægilegri nákvæmni. Fyrir vikið gripu aðrir sæfarar, sem hugðust kanna hana betur, í tómt. Þannig gerðu þeir James Cook og landi hans, heimskautafarinn James Clark Ross, báðir misheppnaðar tilraunir til að finna eyju Bouvets, sem vakti efasemdir um að frásögn hans væri rétt. Bandarískur kafteinn, Benjamin Morrell, sagðist hafa siglt til eyjarinnar árið 1822 og farið í land til selveiða. Nefndi hann eyna í höfuðið á Frakkanum Bouvet. Ekki létu þó allir sannfærast. Morrell þótti kríta liðugt í ferðasögum sínum og ýkja sín eigin afrek úr hófi. Áttu margir erfitt með að kyngja því að hinum raupgjarna Morrell hefði tekist betur upp en kempunum Cook og Ross. Þá hefur það vakið grunsemdir að í lýsingu Morrells á Bouvet-eyju ser engu orði vikið að því að hún sé að mestu þakin ís.Breskt eða norskt land?Þremur árum síðar stigu breskir hvalveiðimenn á land, ráku niður fána, lýstu eyjuna eign bresku krúnunnar og gáfu henni nýtt heiti: Liverpool-eyja. Leiðangursmenn lýstu jafnframt annarri eyju, sjötíu kílómetrum vestar sem þeir kölluðu Thompson-eyju. Sú eyja finnst þó ekki í dag, sem kallað hefur á miklar vangaveltur um hvort sæfararnir hafi séð ofsjónir eða hvort landið hafi horfið í sæ í jarðskjálftum eða eldsumbrotum. Ekki sýndi breska heimsveldið nein merki þess að vilja nýta þessa eign sína, enda erfitt að sjá þar nokkra gróðavon. Liverpool-eyja var því bara depill á sjókortum til ársins 1927 þegar norskir landkönnuðir héldu þangað. Þeir voru á vegum skipakóngsins Lars Christensen sem kostaði leiðangra um suðurhöf í leit að vænlegum hvalamiðum og hafði umboð norsku stjórnarinnar til að leggja undir Noreg allar þær ónumdu eyjar sem hann kynni að rekast á. Menn Christensens ráku norska fánann niður á Liverpool-eyju, helguðu landið Noregi og kenndu eyjuna á ný við hinn franska Bouvet. Við tók skammvinn deila milli Breta og Norðmanna um eignarhaldið, sem lauk á því að hinir fyrrnefndu ákváðu að vægja. Mögulega mátu Bretar það svo að óþarft væri að spilla samskiptum ríkjanna vegna verðlítillar jöklaeyju á hjara veraldar. Einnig kann að hafa spilað inn í að frásögnin af landnáminu hundrað árum fyrr þótti vandræðaleg í ljósi þess að hvorki fannst tangur né tetur af hinni meintu Thompson-eyju. Á meðan hvalveiðar Norðmanna í sunnanverðu Atlantshafi stóðu sem hæst sýndu þeir Bouvet-eyju nokkurn áhuga, ekki hvað síst til veðurfræðirannsókna. Selastofnarnir við eyjuna voru þó fljótlega friðaðir og síðustu áratugina hefur hún verið eitt stórt friðland. Þar hafast reglulega við smáhópar vísindamanna til hvers kyns rannsókna á sviði náttúruvísinda. Ekki er það þó bara ósvikinn vísindaáhuginn sem ræður áframhaldandi áhuga Norðmanna á eyjunni afskekktu. Á síðustu árum hafa norsk skip veitt þar mikið af ljósátu og lýstu Norðmenn nýverið yfir 200 mílna fiskveiðilögsögu á svæðinu. Einhver framsýnn embættismaður tryggði Bouvet-eyju þjóðarlénið .bv fyrir tuttugu árum en fyrsta .bv-vefsíðan er þó ekki enn komin í loftið og verður varla úr þessu, þrátt fyrir óvænta Hollywood-frægð þessa útvarðar á Atlantshafshryggnum.
Menning Saga til næsta bæjar Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira