Jón Daði: Tímaspursmál hvenær mörkin koma Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. júní 2016 13:15 „Við höfum aðallega nýtt síðustu daga í endurheimt til að gera okkur klára fyrir Liechtenstein,“ sagði Jón Daði Böðvarsson fyrir æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvellinum í morgun. Íslenska liðið átti ekki góðan dag gegn Norðmönnum í Osló á miðvikudaginn en strákarnir ætla sér að komast aftur á réttan kjöl eftir magurt gengi í undanförnum vináttulandsleikjum. „Við töluðum um Noregsleikinn og fórum í gegnum það sem fór úrskeiðis og hvað við getum gert betur. Það er búið núna og við einbeitum okkur bara að næsta verkefni,“ sagði Jón Daði en íslenska liðið mætir Liechtenstein í síðasta leiknum fyrir EM á mánudaginn. Selfyssingurinn skoraði fyrsta mark Íslands í undankeppni EM 2016, í 3-0 sigrinum á Tyrklandi. Jón Daði hefur hins vegar ekki skorað síðan þá, í 17 landsleikjum. Hann viðurkennir að biðin eftir öðru landsliðsmarkinu sé orðin full löng. „Auðvitað vil ég skora annað mark, sérstaklega þar sem ég er framherji. Þá gerirðu væntingar til sjálfs þíns að þú skorir,“ sagði Jón Daði. Þrátt fyrir markaleysið finnur hann fyrir trausti frá landsliðsþjálfurunum, enda gegnir framherjinn mikilvægu hlutverki í íslenska liðinu, ekki síst í varnarleiknum. „Já, ég finn fyrir því og líka frá leikmönnum. Þetta snýst um að vinna vel fyrir liðið. Mörkin koma, það er bara tímaspursmál,“ sagði Jón Daði. Hann segist koma vel undan vetri en hann leikur með Kaiserslautern í þýsku B-deildinni. „Ég er í toppformi og engin meiðsli að hrjá mig,“ sagði Jón Daði sem skoraði tvö mörk í 15 deildarleikjum fyrir Kaiserslautern í vetur. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
„Við höfum aðallega nýtt síðustu daga í endurheimt til að gera okkur klára fyrir Liechtenstein,“ sagði Jón Daði Böðvarsson fyrir æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvellinum í morgun. Íslenska liðið átti ekki góðan dag gegn Norðmönnum í Osló á miðvikudaginn en strákarnir ætla sér að komast aftur á réttan kjöl eftir magurt gengi í undanförnum vináttulandsleikjum. „Við töluðum um Noregsleikinn og fórum í gegnum það sem fór úrskeiðis og hvað við getum gert betur. Það er búið núna og við einbeitum okkur bara að næsta verkefni,“ sagði Jón Daði en íslenska liðið mætir Liechtenstein í síðasta leiknum fyrir EM á mánudaginn. Selfyssingurinn skoraði fyrsta mark Íslands í undankeppni EM 2016, í 3-0 sigrinum á Tyrklandi. Jón Daði hefur hins vegar ekki skorað síðan þá, í 17 landsleikjum. Hann viðurkennir að biðin eftir öðru landsliðsmarkinu sé orðin full löng. „Auðvitað vil ég skora annað mark, sérstaklega þar sem ég er framherji. Þá gerirðu væntingar til sjálfs þíns að þú skorir,“ sagði Jón Daði. Þrátt fyrir markaleysið finnur hann fyrir trausti frá landsliðsþjálfurunum, enda gegnir framherjinn mikilvægu hlutverki í íslenska liðinu, ekki síst í varnarleiknum. „Já, ég finn fyrir því og líka frá leikmönnum. Þetta snýst um að vinna vel fyrir liðið. Mörkin koma, það er bara tímaspursmál,“ sagði Jón Daði. Hann segist koma vel undan vetri en hann leikur með Kaiserslautern í þýsku B-deildinni. „Ég er í toppformi og engin meiðsli að hrjá mig,“ sagði Jón Daði sem skoraði tvö mörk í 15 deildarleikjum fyrir Kaiserslautern í vetur.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira