Frábær opnun í Norðurá Karl Lúðvíksson skrifar 4. júní 2016 20:07 Laxveiðitímabilið hófst í dag með opnun Norðurár og það er óhætt að segja að þessi opnun hafi farið langt fram úr væntingum. Það er alltaf mikil spenna yfir fyrstu vakt í Norðurá og það var engin undantekning þar á í dag þegar fyrstu köstin voru tekin klukkan sjö í morgun og það tók ekki langan tíma að landa fyrsta laxinum en hann kom á Eyrinni og þar voru teknir í það minnsta fimm í viðbót. "Þetta var frábær morgun hjá okkur en það komu þrettán laxar á land núna fyrir hádegi og ætli það hafi ekki sloppið af kannski sex eða sjö fyrir utan allar tökurnar og laxana sem hreinsuðu sig" sagði Einar Sigfússon þegar við heyrðum í honum rétt eftir hádegi í dag. Það er greinilega mikið af laxi gengin í ánna því það var mikið líf fyrir neðan Laxfoss og heldur óvenjulegt að lenda í svona veislu strax á fyrsta degi. Það veit vonandi á gott því göngurnar eru bara rétt að byrja og það sem alir veiðimenn vona er að það verði góður stígandi eins og í fyrra og vonandi gott veiðisumar í vændum. Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 80 sentimetra langur sjóbirtingur í Varmá Veiði Fékk 15 punda urriða í Varmá Veiði Varmá: 8 glæsifiskar á 5 klukkutímum Veiði Frábær veiði í Laxá í Dölum Veiði Norðurá aflahæst það sem af er sumri Veiði Frestur til að sækja um hreindýr að renna út Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði
Laxveiðitímabilið hófst í dag með opnun Norðurár og það er óhætt að segja að þessi opnun hafi farið langt fram úr væntingum. Það er alltaf mikil spenna yfir fyrstu vakt í Norðurá og það var engin undantekning þar á í dag þegar fyrstu köstin voru tekin klukkan sjö í morgun og það tók ekki langan tíma að landa fyrsta laxinum en hann kom á Eyrinni og þar voru teknir í það minnsta fimm í viðbót. "Þetta var frábær morgun hjá okkur en það komu þrettán laxar á land núna fyrir hádegi og ætli það hafi ekki sloppið af kannski sex eða sjö fyrir utan allar tökurnar og laxana sem hreinsuðu sig" sagði Einar Sigfússon þegar við heyrðum í honum rétt eftir hádegi í dag. Það er greinilega mikið af laxi gengin í ánna því það var mikið líf fyrir neðan Laxfoss og heldur óvenjulegt að lenda í svona veislu strax á fyrsta degi. Það veit vonandi á gott því göngurnar eru bara rétt að byrja og það sem alir veiðimenn vona er að það verði góður stígandi eins og í fyrra og vonandi gott veiðisumar í vændum.
Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 80 sentimetra langur sjóbirtingur í Varmá Veiði Fékk 15 punda urriða í Varmá Veiði Varmá: 8 glæsifiskar á 5 klukkutímum Veiði Frábær veiði í Laxá í Dölum Veiði Norðurá aflahæst það sem af er sumri Veiði Frestur til að sækja um hreindýr að renna út Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði