Frábær opnun í Norðurá Karl Lúðvíksson skrifar 4. júní 2016 20:07 Laxveiðitímabilið hófst í dag með opnun Norðurár og það er óhætt að segja að þessi opnun hafi farið langt fram úr væntingum. Það er alltaf mikil spenna yfir fyrstu vakt í Norðurá og það var engin undantekning þar á í dag þegar fyrstu köstin voru tekin klukkan sjö í morgun og það tók ekki langan tíma að landa fyrsta laxinum en hann kom á Eyrinni og þar voru teknir í það minnsta fimm í viðbót. "Þetta var frábær morgun hjá okkur en það komu þrettán laxar á land núna fyrir hádegi og ætli það hafi ekki sloppið af kannski sex eða sjö fyrir utan allar tökurnar og laxana sem hreinsuðu sig" sagði Einar Sigfússon þegar við heyrðum í honum rétt eftir hádegi í dag. Það er greinilega mikið af laxi gengin í ánna því það var mikið líf fyrir neðan Laxfoss og heldur óvenjulegt að lenda í svona veislu strax á fyrsta degi. Það veit vonandi á gott því göngurnar eru bara rétt að byrja og það sem alir veiðimenn vona er að það verði góður stígandi eins og í fyrra og vonandi gott veiðisumar í vændum. Mest lesið Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Fer Jökla yfir 1000 laxa í sumar? Veiði Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Eystri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði Þingvallaurriðinn gefur sig ekki án fyrirhafnar Veiði
Laxveiðitímabilið hófst í dag með opnun Norðurár og það er óhætt að segja að þessi opnun hafi farið langt fram úr væntingum. Það er alltaf mikil spenna yfir fyrstu vakt í Norðurá og það var engin undantekning þar á í dag þegar fyrstu köstin voru tekin klukkan sjö í morgun og það tók ekki langan tíma að landa fyrsta laxinum en hann kom á Eyrinni og þar voru teknir í það minnsta fimm í viðbót. "Þetta var frábær morgun hjá okkur en það komu þrettán laxar á land núna fyrir hádegi og ætli það hafi ekki sloppið af kannski sex eða sjö fyrir utan allar tökurnar og laxana sem hreinsuðu sig" sagði Einar Sigfússon þegar við heyrðum í honum rétt eftir hádegi í dag. Það er greinilega mikið af laxi gengin í ánna því það var mikið líf fyrir neðan Laxfoss og heldur óvenjulegt að lenda í svona veislu strax á fyrsta degi. Það veit vonandi á gott því göngurnar eru bara rétt að byrja og það sem alir veiðimenn vona er að það verði góður stígandi eins og í fyrra og vonandi gott veiðisumar í vændum.
Mest lesið Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Fer Jökla yfir 1000 laxa í sumar? Veiði Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Eystri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði Þingvallaurriðinn gefur sig ekki án fyrirhafnar Veiði