Höskuldur gagnrýnir foringjadýrkun en aðrir styðja Sigmund Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. júní 2016 07:00 Höskuldur Þórhallsson Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að á miðstjórnarfundi flokksins sem fram fór í laugardag hafi komið fram hörð gagnrýni á formann flokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson. „Það er greinilega töluverð undiralda í flokknum og hún kom fram á fundinum,“ segir Höskuldur. „Ef ég á að segja alveg eins og er, þá hef ég aldrei orðið vitni að viðlíkri foringjadýrkun sem virðist vera hjá mjög fámennum en duglegum hópi innan Framsóknarflokksins,“ segir Höskuldur enn fremur. Aðspurður hvort hann hyggi á formannsframboð segir hann aðra hluti sér ofar í huga á þessari stundu. Hann hafi hugsað sér að bjóða sig aftur fram til þings. „En ég neita því ekki að ég hef miklar áhyggjur af flokknum eins og staðan er akkúrat núna. Ég tel að við þurfum að hugsa vel hvernig við viljum ganga til kosninga. Hvort við viljum ganga til kosninga og ræða góð mál, ræða framtíðina og það sem vel hefur gengið eða hvort við viljum ræða Panamaskjölin og vera í sífelldri varnarbaráttu, ég tel að kosningabaráttan gæti, ef heldur fram sem horfir, snúist um það, en ég vona ekki,“ segir Höskuldur.Páll Jóhann PálssonAðrir þingmenn flokksins sem Fréttablaðið náði tali af, þau Páll Jóhann Pálsson, Willum Þór Þórsson, Haraldur Einarsson, Þórunn Egilsdóttir og Ásmundur Einar Daðason segja að fundurinn hafi verið góður, að opinskáar umræður hafi átt sér stað en fólk hafi yfirgefið fundinn sátt. Þórunn Egilsdóttir segir sína tilfinningu hafa verið að Sigmundur Davíð myndi að öllum líkindum leiða flokkinn í næstu kosningum. „Ég gat ekki annað merkt á miðstjórnarfundinum. Mér fannst það koma nokkuð skýrt fram,“ segir Þórunn. Páll Jóhann tekur í sama streng og segist hafa upplifað fundinn þannig. Það gerir Willum Þór sömuleiðis sem og Ásmundur Einar. „Ég held það séu samt flestir á því að það hefði verið æskilegra að kjósa á eðlilegum tíma en það er búið að tala um þetta og menn eru tilbúnir að standa við það,“ segir Páll Jóhann um fyrirhugaðar kosningar í haust. Aðrir þingmenn flokksins sem Fréttablaðið náði í tóku í sama streng. Þau vilji standa við gefin fyrirheit en fyndist ef til vill skynsamlegra að kjósa í vor. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. júní Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Forsætisráðherra ætlar að standa við orð sín um kosningar í haust Forsætisráðherra segist vanur að standa við orð og á von að boðað verði til Alþingiskosninga í haust. Hann segir þó skiptar skoðanir um málið innan Framsóknarflokksins. 5. júní 2016 18:30 Mistök að segja að það væri flókið að eiga peninga á Íslandi Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir að það hafi verið mistök hjá sér að segja að það væri flókið að eiga peninga á Íslandi. 5. júní 2016 13:21 „Ekki áhugavert fyrir neina fjölskyldu að sjá stjórnmálamanninn étinn upp á bloggsíðum“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra segir að kosið verði til Alþingis í haust. Hann hefur áhyggjur af því að óvægin gagnrýni í garð stjórnmálamanna fæli fólk frá þátttöku í pólitík. 5. júní 2016 12:07 Sigmundur Davíð tvíefldur eftir fund með framsóknarmönnum Flokksþingi Framsóknarflokksins verður að öllum líkindum flýtt og forystan endurnýjar umboð sitt fyrir væntanlegar þingkosningar í haust. 4. júní 2016 19:21 Sigmundur ávarpar Framsóknarmenn í fyrsta sinn frá afsögn Vorfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins fer fram í dag. 4. júní 2016 09:22 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að á miðstjórnarfundi flokksins sem fram fór í laugardag hafi komið fram hörð gagnrýni á formann flokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson. „Það er greinilega töluverð undiralda í flokknum og hún kom fram á fundinum,“ segir Höskuldur. „Ef ég á að segja alveg eins og er, þá hef ég aldrei orðið vitni að viðlíkri foringjadýrkun sem virðist vera hjá mjög fámennum en duglegum hópi innan Framsóknarflokksins,“ segir Höskuldur enn fremur. Aðspurður hvort hann hyggi á formannsframboð segir hann aðra hluti sér ofar í huga á þessari stundu. Hann hafi hugsað sér að bjóða sig aftur fram til þings. „En ég neita því ekki að ég hef miklar áhyggjur af flokknum eins og staðan er akkúrat núna. Ég tel að við þurfum að hugsa vel hvernig við viljum ganga til kosninga. Hvort við viljum ganga til kosninga og ræða góð mál, ræða framtíðina og það sem vel hefur gengið eða hvort við viljum ræða Panamaskjölin og vera í sífelldri varnarbaráttu, ég tel að kosningabaráttan gæti, ef heldur fram sem horfir, snúist um það, en ég vona ekki,“ segir Höskuldur.Páll Jóhann PálssonAðrir þingmenn flokksins sem Fréttablaðið náði tali af, þau Páll Jóhann Pálsson, Willum Þór Þórsson, Haraldur Einarsson, Þórunn Egilsdóttir og Ásmundur Einar Daðason segja að fundurinn hafi verið góður, að opinskáar umræður hafi átt sér stað en fólk hafi yfirgefið fundinn sátt. Þórunn Egilsdóttir segir sína tilfinningu hafa verið að Sigmundur Davíð myndi að öllum líkindum leiða flokkinn í næstu kosningum. „Ég gat ekki annað merkt á miðstjórnarfundinum. Mér fannst það koma nokkuð skýrt fram,“ segir Þórunn. Páll Jóhann tekur í sama streng og segist hafa upplifað fundinn þannig. Það gerir Willum Þór sömuleiðis sem og Ásmundur Einar. „Ég held það séu samt flestir á því að það hefði verið æskilegra að kjósa á eðlilegum tíma en það er búið að tala um þetta og menn eru tilbúnir að standa við það,“ segir Páll Jóhann um fyrirhugaðar kosningar í haust. Aðrir þingmenn flokksins sem Fréttablaðið náði í tóku í sama streng. Þau vilji standa við gefin fyrirheit en fyndist ef til vill skynsamlegra að kjósa í vor. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. júní
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Forsætisráðherra ætlar að standa við orð sín um kosningar í haust Forsætisráðherra segist vanur að standa við orð og á von að boðað verði til Alþingiskosninga í haust. Hann segir þó skiptar skoðanir um málið innan Framsóknarflokksins. 5. júní 2016 18:30 Mistök að segja að það væri flókið að eiga peninga á Íslandi Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir að það hafi verið mistök hjá sér að segja að það væri flókið að eiga peninga á Íslandi. 5. júní 2016 13:21 „Ekki áhugavert fyrir neina fjölskyldu að sjá stjórnmálamanninn étinn upp á bloggsíðum“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra segir að kosið verði til Alþingis í haust. Hann hefur áhyggjur af því að óvægin gagnrýni í garð stjórnmálamanna fæli fólk frá þátttöku í pólitík. 5. júní 2016 12:07 Sigmundur Davíð tvíefldur eftir fund með framsóknarmönnum Flokksþingi Framsóknarflokksins verður að öllum líkindum flýtt og forystan endurnýjar umboð sitt fyrir væntanlegar þingkosningar í haust. 4. júní 2016 19:21 Sigmundur ávarpar Framsóknarmenn í fyrsta sinn frá afsögn Vorfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins fer fram í dag. 4. júní 2016 09:22 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
Forsætisráðherra ætlar að standa við orð sín um kosningar í haust Forsætisráðherra segist vanur að standa við orð og á von að boðað verði til Alþingiskosninga í haust. Hann segir þó skiptar skoðanir um málið innan Framsóknarflokksins. 5. júní 2016 18:30
Mistök að segja að það væri flókið að eiga peninga á Íslandi Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir að það hafi verið mistök hjá sér að segja að það væri flókið að eiga peninga á Íslandi. 5. júní 2016 13:21
„Ekki áhugavert fyrir neina fjölskyldu að sjá stjórnmálamanninn étinn upp á bloggsíðum“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra segir að kosið verði til Alþingis í haust. Hann hefur áhyggjur af því að óvægin gagnrýni í garð stjórnmálamanna fæli fólk frá þátttöku í pólitík. 5. júní 2016 12:07
Sigmundur Davíð tvíefldur eftir fund með framsóknarmönnum Flokksþingi Framsóknarflokksins verður að öllum líkindum flýtt og forystan endurnýjar umboð sitt fyrir væntanlegar þingkosningar í haust. 4. júní 2016 19:21
Sigmundur ávarpar Framsóknarmenn í fyrsta sinn frá afsögn Vorfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins fer fram í dag. 4. júní 2016 09:22