Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfarar karla í fótbolta, eru búnir að tilkynna byrjunarliðið sem mætir Liechtenstein í vináttuleik á Laugardalsvelli í kvöld.
Leikurinn hefst klukkan 19.30 og má fylgjast með beinni textalýsingu hér. Þetta er kveðjuleikur Lars Lagerbäck á Íslandi en hann hættir eftir Evrópumótið.
Alfreð Finnbogason og Kolbeinn Sigþórsson byrja saman frammi og Aron Einar og Gylfi Þór eru á miðjunni. Arnór Ingvi Traustason og Jóhann Berg eru á köntunum og Sverrir Ingi Ingason spilar við hlið Ragnars í miðverðinum.
Byrjunarliðið:
Markvörður
Hannes Þór Halldórsson
Hægri bakvörður
Birkir Már Sævarsson
Vinstri bakvörður
Ari Freyr Skúlason
Miðverðir
Ragnar Sigurðsson og Sverrir Ingi Ingason
Hægri kantmaður
Jóhann Berg Guðmundsson
Vinstri kantmaður
Arnór Ingvi Traustason
Miðjumenn
Aron Einar Gunnarsson (fyrirliði) og Gylfi Þór Sigurðsson
Framherjar
Alfreð Finnbogason og Kolbeinn Sigþórsson
Byrjunarliðið gegn Liechtenstein | Kolbeinn og Alfreð saman frammi
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

Allt annað en sáttur með Frey
Fótbolti


Lögreglumaður var fótboltabulla í felum
Enski boltinn

„Fyrr skal ég dauður liggja“
Enski boltinn

„Geitin“ í kvennakörfunni hætt
Körfubolti



Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni
Fótbolti

Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað
Íslenski boltinn
