Aron Einar: Okkur finnst Eiður besti íslenski knattspyrnumaðurinn frá upphafi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. júní 2016 22:05 Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. vísir/hanna Eiður Smári Guðjohnsen spilaði mögulega sinn síðasta landsleik á Laugardalsvelli í kvöld og skoraði þá í 4-0 sigri gegn Liechtenstein. Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, var reyndar farinn að óttast um að markið myndi ekki koma en hann hafði komist nálægt því í tvígang áður en markið kom. „Þegar hann klikkaði varð maður svekktari en um keppnisleik hefði verið að ræða,“ sagði Aron Einar í léttum dúr. „En það er virkilega skemmtilegt fyrir hann að kveðja með marki og sigri.“ „Fyrir okkar kynslóð sem eru í landsliðinu er Eiður Smári maður sem við höfum litið upp til í fjölda ára. Í okkar huga er hann besti íslenski knattspyrnumaðurinn frá upphafi.“ Hann segir að það hafi verið fallegt að sjá að Lars Lagerbäck hafi fengið góða kveðjustund eftir leikinn. „Það voru fullt af fólki hér í kvöld sem fengu að kveðja gamla kallinn. Hann átti skilið að vinna þennan leik enda langt síðan síðast. Það hefði verið svekkjandi fyrir hann að tapa þessum.“ Hann segir að heildarniðurstaða leiksins hafi verið góð, þó svo að andstæðingurinn hafi ekki verið sá sterkasti. „Við vorum að prófa ýmislegt. Duttum niður, vorum í hápressu, tókum langa bolta, spiluðum stutt, hrætt og hægt. Það var ýmislegt sem við gátum prófað og þetta var fínn leikur til þess.“ „Þetta var vissulega ekki sterkasti andstæðingur en það var gott að fá allt þetta inn í hausinn okkar fyrir Frakkland. Það var svo gott fyrir sjálfstraustið að vinna leikinn.“ Hann segir að staða liðsins fyrir förina til Frakklands sé góð. „Við áttum góða æfingu í gær og fórum þá yfir varnarskipulagið. Mér fannst allt smella aftur þá. Við vorum þéttari og áttum í raun gott spjall saman.“ „En það er alveg ljóst að það er sama hvað andstæðingurinn heitir, við þurfum að vera á fullu allan tímann til að fá eitthvað úr leikjunum. Við höfum lært að við getum aldrei slappað af.“ Hann segist vera komast sífellt nær sínu gamla formi eftir að hafa verið meiddur. „Ég var nokkuð lengi í gang og átti nokkrar feilsendingar í byrjun. En svo varð ég öruggari og öruggari. Ég náði að spila 90 mínútur sem var virkilega gott fyrir mikilvægan leik gegn Portúgal. Það er í raun vonum framar.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars: Líður alltaf eins og ég sé kominn heim þegar ég kem til Íslands Lars Lagerbäck kvaddi íslensku þjóðina með 4-0 sigri í síðasta leik strákana okkar fyrir EM. 6. júní 2016 21:36 Kolbeinn: Höfum allir beðið eftir þessu allan fótboltaferilinn Kolbeinn Sigþórsson skoraði 20. landsliðsmark sitt í kvöld í síðasta leiknum fyrir Evrópumótið. 6. júní 2016 21:45 Einkunnir Íslands: Birkir Már bestur í jöfnu liði Íslands Íslenska karlalandsliðið lagði Liechtenstein 4-0 í Laugardalnum í kvöld. 6. júní 2016 21:16 Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen spilaði mögulega sinn síðasta landsleik á Laugardalsvelli í kvöld og skoraði þá í 4-0 sigri gegn Liechtenstein. Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, var reyndar farinn að óttast um að markið myndi ekki koma en hann hafði komist nálægt því í tvígang áður en markið kom. „Þegar hann klikkaði varð maður svekktari en um keppnisleik hefði verið að ræða,“ sagði Aron Einar í léttum dúr. „En það er virkilega skemmtilegt fyrir hann að kveðja með marki og sigri.“ „Fyrir okkar kynslóð sem eru í landsliðinu er Eiður Smári maður sem við höfum litið upp til í fjölda ára. Í okkar huga er hann besti íslenski knattspyrnumaðurinn frá upphafi.“ Hann segir að það hafi verið fallegt að sjá að Lars Lagerbäck hafi fengið góða kveðjustund eftir leikinn. „Það voru fullt af fólki hér í kvöld sem fengu að kveðja gamla kallinn. Hann átti skilið að vinna þennan leik enda langt síðan síðast. Það hefði verið svekkjandi fyrir hann að tapa þessum.“ Hann segir að heildarniðurstaða leiksins hafi verið góð, þó svo að andstæðingurinn hafi ekki verið sá sterkasti. „Við vorum að prófa ýmislegt. Duttum niður, vorum í hápressu, tókum langa bolta, spiluðum stutt, hrætt og hægt. Það var ýmislegt sem við gátum prófað og þetta var fínn leikur til þess.“ „Þetta var vissulega ekki sterkasti andstæðingur en það var gott að fá allt þetta inn í hausinn okkar fyrir Frakkland. Það var svo gott fyrir sjálfstraustið að vinna leikinn.“ Hann segir að staða liðsins fyrir förina til Frakklands sé góð. „Við áttum góða æfingu í gær og fórum þá yfir varnarskipulagið. Mér fannst allt smella aftur þá. Við vorum þéttari og áttum í raun gott spjall saman.“ „En það er alveg ljóst að það er sama hvað andstæðingurinn heitir, við þurfum að vera á fullu allan tímann til að fá eitthvað úr leikjunum. Við höfum lært að við getum aldrei slappað af.“ Hann segist vera komast sífellt nær sínu gamla formi eftir að hafa verið meiddur. „Ég var nokkuð lengi í gang og átti nokkrar feilsendingar í byrjun. En svo varð ég öruggari og öruggari. Ég náði að spila 90 mínútur sem var virkilega gott fyrir mikilvægan leik gegn Portúgal. Það er í raun vonum framar.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars: Líður alltaf eins og ég sé kominn heim þegar ég kem til Íslands Lars Lagerbäck kvaddi íslensku þjóðina með 4-0 sigri í síðasta leik strákana okkar fyrir EM. 6. júní 2016 21:36 Kolbeinn: Höfum allir beðið eftir þessu allan fótboltaferilinn Kolbeinn Sigþórsson skoraði 20. landsliðsmark sitt í kvöld í síðasta leiknum fyrir Evrópumótið. 6. júní 2016 21:45 Einkunnir Íslands: Birkir Már bestur í jöfnu liði Íslands Íslenska karlalandsliðið lagði Liechtenstein 4-0 í Laugardalnum í kvöld. 6. júní 2016 21:16 Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjá meira
Lars: Líður alltaf eins og ég sé kominn heim þegar ég kem til Íslands Lars Lagerbäck kvaddi íslensku þjóðina með 4-0 sigri í síðasta leik strákana okkar fyrir EM. 6. júní 2016 21:36
Kolbeinn: Höfum allir beðið eftir þessu allan fótboltaferilinn Kolbeinn Sigþórsson skoraði 20. landsliðsmark sitt í kvöld í síðasta leiknum fyrir Evrópumótið. 6. júní 2016 21:45
Einkunnir Íslands: Birkir Már bestur í jöfnu liði Íslands Íslenska karlalandsliðið lagði Liechtenstein 4-0 í Laugardalnum í kvöld. 6. júní 2016 21:16