„Við skorum fjögur mörk, héldum markinu hreinu og það fara allir glaðir til Frakklands. Mér fannst við bara gera þetta fagmannlega í kvöld. Auðvitað er ákveðin klassamunur á þessum liðum en það getur alltaf verið erfitt að mæta svona minni liðum.“ Íslenska liðinu hefur ekki gengið vel í vináttulandsleikjum að undanförnu og því var sigurinn í kvöld mikilvægur í huga Hannesar.
„Þetta er bara eins og vítamínssprauta fyrir okkur. Við vorum orðnir mjög pirraðir á því að vera alltaf svona ólíkir sjálfum okkur í þessum vináttulandsleikjum og því var rosalega mikill hugur í mönnum fyrir leikinn í dag,“ segir Hannes sem var rosalega ánægður með það hvernig liðið nálgaðist þennan leik. Hannes fór úr axlalið fyrir nokkrum mánuðum og var lengi að jafna sig.
„Öxlin er bara eins og ný núna. Núna er þetta bara að skella á, við erum bara að fara leggja í hann til Frakklands. Það eru allir heilir og við sluppum meiðslalausir frá þessum leik, sem er frábært. Núna bara.... Bring it on“