Heimir: Óvissan er stærsta hindrunin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júní 2016 22:26 Heimir og Lars á varamannabekknum í Laugardal í kvöld. Þeirra síðustu móment saman á bekknum verða í Frakklandi. Vísir/Eyþór Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck sátu fyrir svörum á sínum síðasta blaðamannafundi á Laugardalsvelli eftir 4-0 sigurinn gegn Liechtenstein í kvöld. Lars hafði orð á því að fyrsta korterið hefði valdið honum áhyggjum en svo hefði birt til. Heilt yfir væri hann ánægður með það sem liðið fékk út úr leikjunum tveimur gegn Noregi (3-2 tap) og gegn Liechtenstein í kvöld. Heimir lagði áherslu á að markatalan í kvöld skipti ekki máli. „Strákarnir voru klárir og spiluðu á háu tempói þótt leikurinn væri búinn í hálfleik. Við fengum góðan leik út úr þessu,“ sagði Eyjamaðurinn. Heimir sagði það besta við leikinn hafa verið þá taktísku hluti sem lagðir voru upp fyrir leikinn sem heppnuðust vel. Það stæði upp úr eftir tapið í Noregi þar sem nokkur gildi landsliðsins hefðu ekki verið höfð í heiðri. „Við stigum upp og leikmennirnir sýndu gott viðhorf í 90 mínútur,“ sagði Heimir. Nokkrum sinnum hefði örlað á einbeitingarleysi en erfitt gæti verið að halda einbeitingu í svona leik. Gildi liðsins hefðu verið 100% í heiðri í þessum leik. Lars var spurður út í undirbúninginn í heild sinni en hann hefur marga fjöruna sopið, þrautreyndur eftir að hafa farið endurtekið með sænska landsliðið í lokakeppni stóramóta. „Undirbúningurinn hefur ekki verið fullkominn enda komu margir leikmenn viku á eftir hinum og sumir hafa ekki spilað lengi,“ sagði Lars. Þeir hefðu þurft að búa til plan sem hefði gengið vel. Aron Einar og Kolbeinn, sem hefðu glímt við meiðsli, væru að spila og nú væru allir mjög sáttir þegar átta dagar væru til leiksins gegn Portúgal. Varðandi undirbúning og allt það sem gengur á bak við tjöldin, bónusgreiðslur leikmanna og annað, sagði Heimir„allt vera frágengið“ og sló svo á létta strengi. Eini maðurinn sem væri ekki tilbúinn væri Sigurður Þórðarson liðsstjóri. „Hann mun stíga upp,“ sagði Heimir í gríni. Þjálfararnir voru spurðir að því hver væri stærsta hindrun liðsins fyrir EM í Frakklandi. Lars sagði þá Heimi nokkurn veginn vera búnir að velja byrjunarliðið fyrir Portúgalsleikinn en þó gæti svo margt gerst að það væri ekkert öruggt. „Við Heimir höfum plan og höfum auðvitað greint Portúgal. Nú snýst þetta um hefðbundnar fótboltaæfingar. Við vinnum ekki mikið í forminu þegar svo stutt er í mótið. Við höfum fimm æfingar og fjórar þeirra verða með fókusinn á Portúgalsleiknum,“ sagði Lars. Þeir Heimir væru auðvitað að horfa lengra fram í tímann en leikmenn myndu aðeins einbeita sér að leiknum þann 14. júní. „Við höfum aldrei gert þetta áður,“ sagði Heimir um hver mesta hindrunin væri en benti svo á Lars: „Hann hefur gert þetta áður,“ sagði Heimir og Lars sagði honum í léttum tóni að halda kúlinu. „Við vitum ekki hvað mun gerast. Það er líklega stærsta hindrunin,“ bætti tannlæknirinn við. Aðspurður sagði hann að sjálfum liði honum nokkuð vel í aðdraganda keppninnar. „Ég veit ekki hvað mun gerast en við munum reyna að njóta þess.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Alfreð: Elska að skora mörk Alfreð Finnbogason skoraði sitt áttunda landsliðsmark þegar Ísland vann öruggan 4-0 sigur á Liechtenstein í síðasta vináttulandsleik íslenska liðsins áður en það heldur til Frakklands á morgun. 6. júní 2016 22:14 Lars: Líður alltaf eins og ég sé kominn heim þegar ég kem til Íslands Lars Lagerbäck kvaddi íslensku þjóðina með 4-0 sigri í síðasta leik strákana okkar fyrir EM. 6. júní 2016 21:36 Aron Einar: Okkur finnst Eiður besti íslenski knattspyrnumaðurinn frá upphafi Landsliðsfyrirliðinn lofaði Eið Smára Guðjohnsen í hástert eftir landsleikinn gegn Liechtenstein í kvöld. 6. júní 2016 22:05 Engar áhyggjur af Birki, Kára og Jóni Daða Þremenningarnir voru hvíldir í kvöld en þjálfararnir hafa engar áhyggjur af ástandi þeirra. 6. júní 2016 22:11 Kolbeinn: Höfum allir beðið eftir þessu allan fótboltaferilinn Kolbeinn Sigþórsson skoraði 20. landsliðsmark sitt í kvöld í síðasta leiknum fyrir Evrópumótið. 6. júní 2016 21:45 Gylfi: Getum ekki beðið eftir að komast út Gylfi Þór Sigurðsson var þreyttur en sáttur í leikslok eftir leikinn gegn Liechtenstein. 6. júní 2016 22:22 Eiður Smári: Ef örvæntingin kemur skorar maður ekki Þykir vænt um að hafa skorað á Laugardalsvelli í kvöld en leit ekki á leikinn sem kveðjustund. 6. júní 2016 22:14 Einkunnir Íslands: Birkir Már bestur í jöfnu liði Íslands Íslenska karlalandsliðið lagði Liechtenstein 4-0 í Laugardalnum í kvöld. 6. júní 2016 21:16 Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Sjá meira
Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck sátu fyrir svörum á sínum síðasta blaðamannafundi á Laugardalsvelli eftir 4-0 sigurinn gegn Liechtenstein í kvöld. Lars hafði orð á því að fyrsta korterið hefði valdið honum áhyggjum en svo hefði birt til. Heilt yfir væri hann ánægður með það sem liðið fékk út úr leikjunum tveimur gegn Noregi (3-2 tap) og gegn Liechtenstein í kvöld. Heimir lagði áherslu á að markatalan í kvöld skipti ekki máli. „Strákarnir voru klárir og spiluðu á háu tempói þótt leikurinn væri búinn í hálfleik. Við fengum góðan leik út úr þessu,“ sagði Eyjamaðurinn. Heimir sagði það besta við leikinn hafa verið þá taktísku hluti sem lagðir voru upp fyrir leikinn sem heppnuðust vel. Það stæði upp úr eftir tapið í Noregi þar sem nokkur gildi landsliðsins hefðu ekki verið höfð í heiðri. „Við stigum upp og leikmennirnir sýndu gott viðhorf í 90 mínútur,“ sagði Heimir. Nokkrum sinnum hefði örlað á einbeitingarleysi en erfitt gæti verið að halda einbeitingu í svona leik. Gildi liðsins hefðu verið 100% í heiðri í þessum leik. Lars var spurður út í undirbúninginn í heild sinni en hann hefur marga fjöruna sopið, þrautreyndur eftir að hafa farið endurtekið með sænska landsliðið í lokakeppni stóramóta. „Undirbúningurinn hefur ekki verið fullkominn enda komu margir leikmenn viku á eftir hinum og sumir hafa ekki spilað lengi,“ sagði Lars. Þeir hefðu þurft að búa til plan sem hefði gengið vel. Aron Einar og Kolbeinn, sem hefðu glímt við meiðsli, væru að spila og nú væru allir mjög sáttir þegar átta dagar væru til leiksins gegn Portúgal. Varðandi undirbúning og allt það sem gengur á bak við tjöldin, bónusgreiðslur leikmanna og annað, sagði Heimir„allt vera frágengið“ og sló svo á létta strengi. Eini maðurinn sem væri ekki tilbúinn væri Sigurður Þórðarson liðsstjóri. „Hann mun stíga upp,“ sagði Heimir í gríni. Þjálfararnir voru spurðir að því hver væri stærsta hindrun liðsins fyrir EM í Frakklandi. Lars sagði þá Heimi nokkurn veginn vera búnir að velja byrjunarliðið fyrir Portúgalsleikinn en þó gæti svo margt gerst að það væri ekkert öruggt. „Við Heimir höfum plan og höfum auðvitað greint Portúgal. Nú snýst þetta um hefðbundnar fótboltaæfingar. Við vinnum ekki mikið í forminu þegar svo stutt er í mótið. Við höfum fimm æfingar og fjórar þeirra verða með fókusinn á Portúgalsleiknum,“ sagði Lars. Þeir Heimir væru auðvitað að horfa lengra fram í tímann en leikmenn myndu aðeins einbeita sér að leiknum þann 14. júní. „Við höfum aldrei gert þetta áður,“ sagði Heimir um hver mesta hindrunin væri en benti svo á Lars: „Hann hefur gert þetta áður,“ sagði Heimir og Lars sagði honum í léttum tóni að halda kúlinu. „Við vitum ekki hvað mun gerast. Það er líklega stærsta hindrunin,“ bætti tannlæknirinn við. Aðspurður sagði hann að sjálfum liði honum nokkuð vel í aðdraganda keppninnar. „Ég veit ekki hvað mun gerast en við munum reyna að njóta þess.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Alfreð: Elska að skora mörk Alfreð Finnbogason skoraði sitt áttunda landsliðsmark þegar Ísland vann öruggan 4-0 sigur á Liechtenstein í síðasta vináttulandsleik íslenska liðsins áður en það heldur til Frakklands á morgun. 6. júní 2016 22:14 Lars: Líður alltaf eins og ég sé kominn heim þegar ég kem til Íslands Lars Lagerbäck kvaddi íslensku þjóðina með 4-0 sigri í síðasta leik strákana okkar fyrir EM. 6. júní 2016 21:36 Aron Einar: Okkur finnst Eiður besti íslenski knattspyrnumaðurinn frá upphafi Landsliðsfyrirliðinn lofaði Eið Smára Guðjohnsen í hástert eftir landsleikinn gegn Liechtenstein í kvöld. 6. júní 2016 22:05 Engar áhyggjur af Birki, Kára og Jóni Daða Þremenningarnir voru hvíldir í kvöld en þjálfararnir hafa engar áhyggjur af ástandi þeirra. 6. júní 2016 22:11 Kolbeinn: Höfum allir beðið eftir þessu allan fótboltaferilinn Kolbeinn Sigþórsson skoraði 20. landsliðsmark sitt í kvöld í síðasta leiknum fyrir Evrópumótið. 6. júní 2016 21:45 Gylfi: Getum ekki beðið eftir að komast út Gylfi Þór Sigurðsson var þreyttur en sáttur í leikslok eftir leikinn gegn Liechtenstein. 6. júní 2016 22:22 Eiður Smári: Ef örvæntingin kemur skorar maður ekki Þykir vænt um að hafa skorað á Laugardalsvelli í kvöld en leit ekki á leikinn sem kveðjustund. 6. júní 2016 22:14 Einkunnir Íslands: Birkir Már bestur í jöfnu liði Íslands Íslenska karlalandsliðið lagði Liechtenstein 4-0 í Laugardalnum í kvöld. 6. júní 2016 21:16 Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Sjá meira
Alfreð: Elska að skora mörk Alfreð Finnbogason skoraði sitt áttunda landsliðsmark þegar Ísland vann öruggan 4-0 sigur á Liechtenstein í síðasta vináttulandsleik íslenska liðsins áður en það heldur til Frakklands á morgun. 6. júní 2016 22:14
Lars: Líður alltaf eins og ég sé kominn heim þegar ég kem til Íslands Lars Lagerbäck kvaddi íslensku þjóðina með 4-0 sigri í síðasta leik strákana okkar fyrir EM. 6. júní 2016 21:36
Aron Einar: Okkur finnst Eiður besti íslenski knattspyrnumaðurinn frá upphafi Landsliðsfyrirliðinn lofaði Eið Smára Guðjohnsen í hástert eftir landsleikinn gegn Liechtenstein í kvöld. 6. júní 2016 22:05
Engar áhyggjur af Birki, Kára og Jóni Daða Þremenningarnir voru hvíldir í kvöld en þjálfararnir hafa engar áhyggjur af ástandi þeirra. 6. júní 2016 22:11
Kolbeinn: Höfum allir beðið eftir þessu allan fótboltaferilinn Kolbeinn Sigþórsson skoraði 20. landsliðsmark sitt í kvöld í síðasta leiknum fyrir Evrópumótið. 6. júní 2016 21:45
Gylfi: Getum ekki beðið eftir að komast út Gylfi Þór Sigurðsson var þreyttur en sáttur í leikslok eftir leikinn gegn Liechtenstein. 6. júní 2016 22:22
Eiður Smári: Ef örvæntingin kemur skorar maður ekki Þykir vænt um að hafa skorað á Laugardalsvelli í kvöld en leit ekki á leikinn sem kveðjustund. 6. júní 2016 22:14
Einkunnir Íslands: Birkir Már bestur í jöfnu liði Íslands Íslenska karlalandsliðið lagði Liechtenstein 4-0 í Laugardalnum í kvöld. 6. júní 2016 21:16