Jóhanna og Jónína á hinsegin hátíð í Litháen Þórdís Valsdóttir skrifar 8. júní 2016 06:00 Baltic Pride er sameiginleg hinseginhátið Eystrarsaltsríkjanna. Mynd/Augustas Didzgalvis. Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, og eiginkona hennar, Jónína Leósdóttir, taka þátt í Baltic Pride hátíðarhöldum í Litháen í næstu viku. Baltic Pride hátíðin er sameiginleg réttindahátíð hinsegin fólks í Eystrasaltsríkjunum og verður haldin í áttunda sinn í Vilníus, höfuðborg Litháens. Jóhanna og Jónína munu báðar halda ræðu á viðburðinum „Pride Voices“ þann 16. júní, þar sem þekktir einstaklingar úr alþjóðlegu hinsegin samfélagi deila reynslusögum sínum. „Í Litháen eru réttindi hinsegin fólks langt á eftir ykkar á Íslandi, það er enn tiltökumál að tala opinskátt um það að vera hinsegin,“ segir Vladimir Simonko, einn af skipuleggjendum hátíðarinnar.Jóhanna og Jónína taka þátt í Baltic Pride. Fréttablaðið/Anton BrinkÍ viðtali við skipuleggjendur hátíðarinnar segja Jóhanna og Jónína að þær séu upp með sér að hafa verið boðið að halda ræður á viðburðinum og að það sé mikil ánægja að vera lítill hluti af hátíðarhöldunum í ár. Vladimir segir að saga Jóhönnu og Jónínu sé hvetjandi fyrir hinsegin samfélag Litháens. Litháen er eitt af sjö löndum Evrópu sem viðurkenna ekkert form af sambúð eða samvistum samkynja einstaklinga. „Þingið okkar er ekki tilbúið til að stíga það stóra skref að heimila sambúð eða hjónaband samkynja pars. Saga þeirra er jákvæð og veitir okkur innblástur,“ segir Vladimir. Jóhanna og Jónína gengu í hjónaband árið 2010, sama ár og ný hjúskaparlög tóku gildi á Íslandi. Eystrasaltsríkin halda upp á 25 ára sjálfstæði sitt í ár og Vladimir segir Litháa bera mikinn hlýhug til Íslendinga, en Ísland ruddi brautina að viðurkenningu á sjálfstæði ríkjanna þann 11. febrúar árið 1991. Auk Jóhönnu og Jónínu munu fleiri þekktir einstaklingar taka þátt í viðburðinum. Þar á meðal Ulrike Lunacek, varaforseti Evrópuþingsins, og Wamala Dennis Mawejje, aðgerðasinni í málefnum hinsegin fólks í Úganda. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. júní 2016 Hinsegin Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, og eiginkona hennar, Jónína Leósdóttir, taka þátt í Baltic Pride hátíðarhöldum í Litháen í næstu viku. Baltic Pride hátíðin er sameiginleg réttindahátíð hinsegin fólks í Eystrasaltsríkjunum og verður haldin í áttunda sinn í Vilníus, höfuðborg Litháens. Jóhanna og Jónína munu báðar halda ræðu á viðburðinum „Pride Voices“ þann 16. júní, þar sem þekktir einstaklingar úr alþjóðlegu hinsegin samfélagi deila reynslusögum sínum. „Í Litháen eru réttindi hinsegin fólks langt á eftir ykkar á Íslandi, það er enn tiltökumál að tala opinskátt um það að vera hinsegin,“ segir Vladimir Simonko, einn af skipuleggjendum hátíðarinnar.Jóhanna og Jónína taka þátt í Baltic Pride. Fréttablaðið/Anton BrinkÍ viðtali við skipuleggjendur hátíðarinnar segja Jóhanna og Jónína að þær séu upp með sér að hafa verið boðið að halda ræður á viðburðinum og að það sé mikil ánægja að vera lítill hluti af hátíðarhöldunum í ár. Vladimir segir að saga Jóhönnu og Jónínu sé hvetjandi fyrir hinsegin samfélag Litháens. Litháen er eitt af sjö löndum Evrópu sem viðurkenna ekkert form af sambúð eða samvistum samkynja einstaklinga. „Þingið okkar er ekki tilbúið til að stíga það stóra skref að heimila sambúð eða hjónaband samkynja pars. Saga þeirra er jákvæð og veitir okkur innblástur,“ segir Vladimir. Jóhanna og Jónína gengu í hjónaband árið 2010, sama ár og ný hjúskaparlög tóku gildi á Íslandi. Eystrasaltsríkin halda upp á 25 ára sjálfstæði sitt í ár og Vladimir segir Litháa bera mikinn hlýhug til Íslendinga, en Ísland ruddi brautina að viðurkenningu á sjálfstæði ríkjanna þann 11. febrúar árið 1991. Auk Jóhönnu og Jónínu munu fleiri þekktir einstaklingar taka þátt í viðburðinum. Þar á meðal Ulrike Lunacek, varaforseti Evrópuþingsins, og Wamala Dennis Mawejje, aðgerðasinni í málefnum hinsegin fólks í Úganda. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. júní 2016
Hinsegin Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent