Hallbera: „Við ætluðum að stúta þeim“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. júní 2016 22:05 Hallbera Gísladóttir var afar kát í leikslok eftir öruggan sigur á Makedóníu. Vísir/eyþór „Við ætluðum að stúta þeim,“ sagði Hallbera Gísladóttir, varnarmaður íslenska landsliðsins aðspurð um uppleggið í leik íslenska landsliðsins gegn Makedóníu í kvöld. Óhætt er að segja að það hafi tekist en leikar fóru 8-0 í afar auðveldum og þægilegum sigri á slöku liði Makedóníu. Hallbera segir að það erfiðista við leikinn í kvöld hafi verið að halda einbeitingu í 90 mínútur. „Það reyndi aðallega á hausinn að halda einbeitingu í 90 mínútur gegn arfaslökum andstæðingum. Það gengur upp og niður og stundum er auðvelt að detta niður á sama plan og andstæðingurinn. Mér finnst við þó hafa náð að klára þetta nokkuð sannfærandi,“ segir Hallbera með bros á vör. Ekki reyndi mikið á varnarleik liðsins í kvöld enda fór andstæðingurinn afar sjaldan inn á vallarhelming íslenska landsliðsins. Íslenska vörnin hefur verið afar sterk í undankeppninni og hefur ekki fengið á sig mark í öllum sex leikjum liðsins hingað til. Hallbera segir að markmiðið sé að halda því þannig út undankeppnina. „Það hefur kannski ekki reynt rosalega mikið á okkur í þessum leikjum í keppninni en t.d. gegn Skotlandi þá gekk okkar leikur fullkomnlega. Ég vona að við höldum út næstu tvo leiki og klárum þetta á núllinu bara,“ segir Hallbera sem sér EM í Hollandi næsta sumar í hyllingum. „Ég held að við getum nánast sett taðfest í sviga fyrir aftan það. Við eigum samt eftir að klára þetta 100 prósent og við ætlum að gera það,“ en framundan eru tveir heimaleikir í september þar sem Ísland getur endanlega gulltryggt sætið á lokamóti EM. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Sjá meira
„Við ætluðum að stúta þeim,“ sagði Hallbera Gísladóttir, varnarmaður íslenska landsliðsins aðspurð um uppleggið í leik íslenska landsliðsins gegn Makedóníu í kvöld. Óhætt er að segja að það hafi tekist en leikar fóru 8-0 í afar auðveldum og þægilegum sigri á slöku liði Makedóníu. Hallbera segir að það erfiðista við leikinn í kvöld hafi verið að halda einbeitingu í 90 mínútur. „Það reyndi aðallega á hausinn að halda einbeitingu í 90 mínútur gegn arfaslökum andstæðingum. Það gengur upp og niður og stundum er auðvelt að detta niður á sama plan og andstæðingurinn. Mér finnst við þó hafa náð að klára þetta nokkuð sannfærandi,“ segir Hallbera með bros á vör. Ekki reyndi mikið á varnarleik liðsins í kvöld enda fór andstæðingurinn afar sjaldan inn á vallarhelming íslenska landsliðsins. Íslenska vörnin hefur verið afar sterk í undankeppninni og hefur ekki fengið á sig mark í öllum sex leikjum liðsins hingað til. Hallbera segir að markmiðið sé að halda því þannig út undankeppnina. „Það hefur kannski ekki reynt rosalega mikið á okkur í þessum leikjum í keppninni en t.d. gegn Skotlandi þá gekk okkar leikur fullkomnlega. Ég vona að við höldum út næstu tvo leiki og klárum þetta á núllinu bara,“ segir Hallbera sem sér EM í Hollandi næsta sumar í hyllingum. „Ég held að við getum nánast sett taðfest í sviga fyrir aftan það. Við eigum samt eftir að klára þetta 100 prósent og við ætlum að gera það,“ en framundan eru tveir heimaleikir í september þar sem Ísland getur endanlega gulltryggt sætið á lokamóti EM.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti