Hæstiréttur: Neyðarbrautin þarf að loka innan 16 vikna Bjarki Ármannsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 9. júní 2016 15:15 Íslenska ríkið þarf að loka NA-SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hinni svokölluðu neyðarbraut, innan sextán vikna eða fyrir 29. september næstkomandi. Hæstiréttur kvað í dag upp dóm sinn þess efnis í dag. Ríkið var jafnframt dæmt til þess að greiða borginni tvær milljónir króna í málskostnað. Hæstiréttur vísaði þó frá kröfu borgarinnar um að endurskoða skyldi skipulagsreglur flugvallarins. Reykjavíkurborg höfðaði mál á hendur innanríkisráðuneytinu vegna þeirrar ákvörðunar innanríkisráðherra á sínum tíma að neita að loka NA-SV braut flugvallarins. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu, sem féll í mars síðastliðnum, kvað á um að loka ætti brautinni innan sextán vikna og endurskoða skipulagsreglur fyrir flugvöllinn að viðlögðum milljón króna dagsektum á ríkið. Með þeim dómi var Ólöfu Nordal innanríkisráðherra gert að standa við samning sem forveri hennar, Hanna Birna Kristjánsdóttir, gerði við borgina og fleiri aðila árið 2013 um lokun flugbrautarinnar, sem í daglegu tali er kölluð neyðarbrautin. Ólöf hafnaði því í fyrra að loka brautinni en meirihluti borgarstjórnar taldi að með því væri ekki staðið við samningana frá 2013. Ríkir hagsmunir eru undir en Reykjavíkurborg hefur gefið út framkvæmdaleyfi á Hlíðarenda þar sem Valsmenn hf. fyrirhuga byggingu um sex hundruð íbúða, sem myndu skarast við aðflug að neyðarbrautinni. Mörgum þykir þó hreinlega ekki koma til greina að loka brautinni. Notkun hennar er ekki leyfð nema flugmenn meti aðrar brautir ófærar og er heitið þaðan tilkomið. Komið hafa upp tilfelli þar sem sjúkraflug í hæsta forgangi hefur þurft að lenda á brautinni þar sem aðrar brautir voru ekki færar vegna hvassviðris. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Íslenska ríkið þarf að loka NA-SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hinni svokölluðu neyðarbraut, innan sextán vikna eða fyrir 29. september næstkomandi. Hæstiréttur kvað í dag upp dóm sinn þess efnis í dag. Ríkið var jafnframt dæmt til þess að greiða borginni tvær milljónir króna í málskostnað. Hæstiréttur vísaði þó frá kröfu borgarinnar um að endurskoða skyldi skipulagsreglur flugvallarins. Reykjavíkurborg höfðaði mál á hendur innanríkisráðuneytinu vegna þeirrar ákvörðunar innanríkisráðherra á sínum tíma að neita að loka NA-SV braut flugvallarins. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu, sem féll í mars síðastliðnum, kvað á um að loka ætti brautinni innan sextán vikna og endurskoða skipulagsreglur fyrir flugvöllinn að viðlögðum milljón króna dagsektum á ríkið. Með þeim dómi var Ólöfu Nordal innanríkisráðherra gert að standa við samning sem forveri hennar, Hanna Birna Kristjánsdóttir, gerði við borgina og fleiri aðila árið 2013 um lokun flugbrautarinnar, sem í daglegu tali er kölluð neyðarbrautin. Ólöf hafnaði því í fyrra að loka brautinni en meirihluti borgarstjórnar taldi að með því væri ekki staðið við samningana frá 2013. Ríkir hagsmunir eru undir en Reykjavíkurborg hefur gefið út framkvæmdaleyfi á Hlíðarenda þar sem Valsmenn hf. fyrirhuga byggingu um sex hundruð íbúða, sem myndu skarast við aðflug að neyðarbrautinni. Mörgum þykir þó hreinlega ekki koma til greina að loka brautinni. Notkun hennar er ekki leyfð nema flugmenn meti aðrar brautir ófærar og er heitið þaðan tilkomið. Komið hafa upp tilfelli þar sem sjúkraflug í hæsta forgangi hefur þurft að lenda á brautinni þar sem aðrar brautir voru ekki færar vegna hvassviðris.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira