30 prósent af EM-hóp íslenska landsliðsins eru "nýliðar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. maí 2016 06:00 Strákarnir fagna því að vera komnir á EM í Frakklandi. Vísir/Vilhelm Íslenska landsliðið sem er á leiðinni á EM í Frakklandi hefur verið í mótun í mörg ár og margir leikmannanna hafa öðlast mikla landsleikjareynslu þótt þeir mæti nú á stóra sviðið svolítið blautir á bak við eyrun. Árangurslaus og áhugalaus ár landsliðsins fyrir nokkrum árum eru kannski í dag eins og fjarlæg martröð eftir ævintýralegan árangur strákanna okkar síðustu ár, en þau skipta samt liðið í dag máli. Liðið var vissulega í miklum vandræðum undir stjórn Ólafs Jóhannessonar en hans verður þó alltaf minnst sem landsliðsþjálfarans sem gaf flestum úr gullkynslóðinni sín fyrstu kynni af því að spila fyrir A-landsliðið. Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara íslenska landsliðsins, sá líka ástæðu til þess að þakka þeim Ólafi Jóhannessyni og Pétri Péturssyni fyrir að gefa mörgum af þessum strákum sem eru nú á leiðinni á Evrópumótið sína frumraun með landsliðinu.Sjö af ellefu sem byrjuðu á móti Hollandi Átta úr EM-hópnum léku sinn fyrsta A-landsleik fyrir Ólaf og sjö þeirra spiluðu sinn fyrsta leik í keppni í þjálfaratíð hans. Það er ekki þó bara fjöldinn sem skiptir hér máli heldur hverjir þetta eru. Af ellefu byrjunarliðsmönnum í sigrinum eftirminnilega á móti Hollandi í Amsterdam í september í fyrra spiluðu sjö þeirra fyrsta leikinn fyrir Ólaf en aðeins einn lék sinn fyrsta landsleik í tíð Lars og Heimis. Landsliðið hefur náð frábærum árangri síðustu ár undir stjórn þeirra Lars og Heimis en liðið er samt sem áður í stöðugri þróun. Níu af leikmönnum léku sinn fyrsta landsleik eftir að þeir tóku við liðinu og sjö leikmannanna hafa aðeins spilað í vináttulandsleikjum. Þeir eru í raun enn þá nýliðar í landsliðinu því það er tvennt ólíkt að spila vináttuleik fyrir Ísland eða leik í undankeppni stórmóts. Það að þrjátíu prósent EM-hópsins hafi ekki spilað leik sem skiptir máli er kannski há tala en þegar á hólminn er komið munu þeir Lars og Heimir örugglega veðja á þá stráka sem sáu til þess að Ísland fær að leika á stóra sviðinu í fyrsta sinn í næsta mánuði. Liðsheildin sem þeir hafa náð að mynda í kringum sína fastamenn er mögnuð og án vafa það sem hefur komið íslenska liðinu svona langt. Fram undan eru vináttuleikir við Noreg og Liechtenstein í þessari viku og svo byrjar fjörið eftir aðeins fimmtán daga þegar Ísland tekur á móti Cristiano Ronaldo g félögum í í portúgalska landsliðnu. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Sjá meira
Íslenska landsliðið sem er á leiðinni á EM í Frakklandi hefur verið í mótun í mörg ár og margir leikmannanna hafa öðlast mikla landsleikjareynslu þótt þeir mæti nú á stóra sviðið svolítið blautir á bak við eyrun. Árangurslaus og áhugalaus ár landsliðsins fyrir nokkrum árum eru kannski í dag eins og fjarlæg martröð eftir ævintýralegan árangur strákanna okkar síðustu ár, en þau skipta samt liðið í dag máli. Liðið var vissulega í miklum vandræðum undir stjórn Ólafs Jóhannessonar en hans verður þó alltaf minnst sem landsliðsþjálfarans sem gaf flestum úr gullkynslóðinni sín fyrstu kynni af því að spila fyrir A-landsliðið. Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara íslenska landsliðsins, sá líka ástæðu til þess að þakka þeim Ólafi Jóhannessyni og Pétri Péturssyni fyrir að gefa mörgum af þessum strákum sem eru nú á leiðinni á Evrópumótið sína frumraun með landsliðinu.Sjö af ellefu sem byrjuðu á móti Hollandi Átta úr EM-hópnum léku sinn fyrsta A-landsleik fyrir Ólaf og sjö þeirra spiluðu sinn fyrsta leik í keppni í þjálfaratíð hans. Það er ekki þó bara fjöldinn sem skiptir hér máli heldur hverjir þetta eru. Af ellefu byrjunarliðsmönnum í sigrinum eftirminnilega á móti Hollandi í Amsterdam í september í fyrra spiluðu sjö þeirra fyrsta leikinn fyrir Ólaf en aðeins einn lék sinn fyrsta landsleik í tíð Lars og Heimis. Landsliðið hefur náð frábærum árangri síðustu ár undir stjórn þeirra Lars og Heimis en liðið er samt sem áður í stöðugri þróun. Níu af leikmönnum léku sinn fyrsta landsleik eftir að þeir tóku við liðinu og sjö leikmannanna hafa aðeins spilað í vináttulandsleikjum. Þeir eru í raun enn þá nýliðar í landsliðinu því það er tvennt ólíkt að spila vináttuleik fyrir Ísland eða leik í undankeppni stórmóts. Það að þrjátíu prósent EM-hópsins hafi ekki spilað leik sem skiptir máli er kannski há tala en þegar á hólminn er komið munu þeir Lars og Heimir örugglega veðja á þá stráka sem sáu til þess að Ísland fær að leika á stóra sviðinu í fyrsta sinn í næsta mánuði. Liðsheildin sem þeir hafa náð að mynda í kringum sína fastamenn er mögnuð og án vafa það sem hefur komið íslenska liðinu svona langt. Fram undan eru vináttuleikir við Noreg og Liechtenstein í þessari viku og svo byrjar fjörið eftir aðeins fimmtán daga þegar Ísland tekur á móti Cristiano Ronaldo g félögum í í portúgalska landsliðnu.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti