Haldið nauðugri í starfi á hóteli Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 20. maí 2016 18:45 Lögreglan rannsakar nú mál konu sem var haldið nauðugri í starfi á hóteli á höfuðborgarsvæðinu. Konan var þvinguð til að gista í herbergi með yfirmanni sínum sem hótaði henni með að annars yrði hún handtekin. Hún fékk tæpar 60 þúsund krónur í mánaðarlaun sem er langt undir lágmarkslaunum. Konan kynntist manninum í heimalandi sínu skömmu fyrir áramót. Hann bauð henni starf á hóteli sem hann sagðist reka hér á höfuðborgarsvæðinu og þáði hún það. Maðurinn sagði við hana þegar hún kom til landsins að þar sem Ísland væri ekki í Evrópusambandinu þá þurfi hún atvinnuleyfi hér á landi. Ekki sé hægt að útvega slíkt leyfi og hún sé ólögleg á landinu. Stúlkan þyrfti því að gista í herberginu hans á hótelinu til þess að lögreglan myndi ekki handtaka hana. Stúlkan samþykkti það en yfirmaður hennar sagði henni að yrði hún handtekin þá yrði hún send úr landi og aftur heimalands síns þar sem ekkert nema fátækt og atvinnuleysi myndi bíða hennar. Konan sinnti margvíslegum störfum á hótelinu og var við vinnu nánast daglega í fimm mánuði. Fyrir þessa fimm mánuði í starfi fékk hún greiddar alls 295.000 krónur auk þess að fá sígarettur og brauð og álegg, eftir því sem kostur var. Þetta þýðir að konan fékk um 59.000 krónur í mánaðarlaun. Það var ekki fyrr en konan átti leið í verslun Bónus í síðustu viku er hún sá þennan bækling frá ASÍ um réttindi fólks á vinnumarkaði. Hafði hún þá samband við ASÍ sem í kjölfarið fór með málið til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan vildi ekki veita nánari upplýsingar um rannsókn málsins. Stúlkan er þó enn þá hér á landi en hefur lokið störfum á umræddu hóteli. Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Lögreglan rannsakar nú mál konu sem var haldið nauðugri í starfi á hóteli á höfuðborgarsvæðinu. Konan var þvinguð til að gista í herbergi með yfirmanni sínum sem hótaði henni með að annars yrði hún handtekin. Hún fékk tæpar 60 þúsund krónur í mánaðarlaun sem er langt undir lágmarkslaunum. Konan kynntist manninum í heimalandi sínu skömmu fyrir áramót. Hann bauð henni starf á hóteli sem hann sagðist reka hér á höfuðborgarsvæðinu og þáði hún það. Maðurinn sagði við hana þegar hún kom til landsins að þar sem Ísland væri ekki í Evrópusambandinu þá þurfi hún atvinnuleyfi hér á landi. Ekki sé hægt að útvega slíkt leyfi og hún sé ólögleg á landinu. Stúlkan þyrfti því að gista í herberginu hans á hótelinu til þess að lögreglan myndi ekki handtaka hana. Stúlkan samþykkti það en yfirmaður hennar sagði henni að yrði hún handtekin þá yrði hún send úr landi og aftur heimalands síns þar sem ekkert nema fátækt og atvinnuleysi myndi bíða hennar. Konan sinnti margvíslegum störfum á hótelinu og var við vinnu nánast daglega í fimm mánuði. Fyrir þessa fimm mánuði í starfi fékk hún greiddar alls 295.000 krónur auk þess að fá sígarettur og brauð og álegg, eftir því sem kostur var. Þetta þýðir að konan fékk um 59.000 krónur í mánaðarlaun. Það var ekki fyrr en konan átti leið í verslun Bónus í síðustu viku er hún sá þennan bækling frá ASÍ um réttindi fólks á vinnumarkaði. Hafði hún þá samband við ASÍ sem í kjölfarið fór með málið til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan vildi ekki veita nánari upplýsingar um rannsókn málsins. Stúlkan er þó enn þá hér á landi en hefur lokið störfum á umræddu hóteli.
Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira