Sigmundur Davíð telur ekkert liggja á kosningum í haust Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 22. maí 2016 11:53 Sigmundur Davíð var til viðtals í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, telur ekki liggja á kosningum í haust. Hann var í viðtali á Sprengisandi hjá Páli Magnússyni á Bylgjunni í morgun. Sigmundur Davíð segist hafa sagt af sér til að loka ákveðnum leiðum gagnvart þeim sem töldu sig, eftir þeim, getað sett ríkisstjórnina af. Afsögn hans var mótleikur við því. „Þó enn séu einhverjir með hugmyndir um kosningar í haust,“ sagði Sigmundur svo. Páll spurði Sigmund út í orðalag hans þar sem margir hafa gengið út frá því að kosningarnar hafi verið ákveðnar. Páll vísaði í orð Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, og Sigurðar Inga Jóhannessonar, forsætisráðherra, þegar þeir sögðu frá nýrri ríkisstjórn um kosningar í haust. Sigmundur Davíð sagði sem kunnugt er af sér sem forsætisráðherra snemma í apríl eftir að hann gat ekki veitt tilhlýðilegar útskýringar á því hvers vegna nöfn hans og konu hans, Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, var að finna í svonefndum Panama-skjölum. Skjölin sýna viðskiptavini lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca sem var öflug á Panama í stofnun aflandsfélaga fyrir auðuga viðskiptavini sína. „Það er rétt að þeir sögðu að þeir væru reiðubúnir til að ræða það að kosningar færu fram snemma og nefndu haustið í því samhengi. En þeir voru mjög skýrir með það að þetta yrði ef, og einungis ef, að öll mál næðu að klárast.“ Sigmundur segir að það þurfi að vera afstaða beggja stjórnarflokkanna til að til kosninga komi. „Það sem ég heyri á fólki og ekki bara í mínum flokki, þingmönnum annarra flokka, margra annarra flokka í þinginu að menn telji ekki viturlegt að fara í kosningar akkúrat þegar við erum á þeim tímapunkt að geta farið í þessa miklu sókn.“ Sigmundur segir Bjarna aldrei hafa óskað eftir því við hann að hann segði af sér. Hann fór fögrum orðum um formann Sjálfstæðisflokksins. Sagði hann heiðarlegan og góðan mann. Hins vegar hafi einhverjir þingmenn stjórnarflokkana viljað nýta sér aðstæður til þess að stokka upp í eigin flokkum. Sigmundur segist ætla að vera áfram í pólitík á meðan hann telur sig áfram geta gert gagn. Hann vonast til þess að Framsóknarmenn komi áfram til með að styðja sig í embætti formanns flokksins. Kosningar 2016 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, telur ekki liggja á kosningum í haust. Hann var í viðtali á Sprengisandi hjá Páli Magnússyni á Bylgjunni í morgun. Sigmundur Davíð segist hafa sagt af sér til að loka ákveðnum leiðum gagnvart þeim sem töldu sig, eftir þeim, getað sett ríkisstjórnina af. Afsögn hans var mótleikur við því. „Þó enn séu einhverjir með hugmyndir um kosningar í haust,“ sagði Sigmundur svo. Páll spurði Sigmund út í orðalag hans þar sem margir hafa gengið út frá því að kosningarnar hafi verið ákveðnar. Páll vísaði í orð Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, og Sigurðar Inga Jóhannessonar, forsætisráðherra, þegar þeir sögðu frá nýrri ríkisstjórn um kosningar í haust. Sigmundur Davíð sagði sem kunnugt er af sér sem forsætisráðherra snemma í apríl eftir að hann gat ekki veitt tilhlýðilegar útskýringar á því hvers vegna nöfn hans og konu hans, Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, var að finna í svonefndum Panama-skjölum. Skjölin sýna viðskiptavini lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca sem var öflug á Panama í stofnun aflandsfélaga fyrir auðuga viðskiptavini sína. „Það er rétt að þeir sögðu að þeir væru reiðubúnir til að ræða það að kosningar færu fram snemma og nefndu haustið í því samhengi. En þeir voru mjög skýrir með það að þetta yrði ef, og einungis ef, að öll mál næðu að klárast.“ Sigmundur segir að það þurfi að vera afstaða beggja stjórnarflokkanna til að til kosninga komi. „Það sem ég heyri á fólki og ekki bara í mínum flokki, þingmönnum annarra flokka, margra annarra flokka í þinginu að menn telji ekki viturlegt að fara í kosningar akkúrat þegar við erum á þeim tímapunkt að geta farið í þessa miklu sókn.“ Sigmundur segir Bjarna aldrei hafa óskað eftir því við hann að hann segði af sér. Hann fór fögrum orðum um formann Sjálfstæðisflokksins. Sagði hann heiðarlegan og góðan mann. Hins vegar hafi einhverjir þingmenn stjórnarflokkana viljað nýta sér aðstæður til þess að stokka upp í eigin flokkum. Sigmundur segist ætla að vera áfram í pólitík á meðan hann telur sig áfram geta gert gagn. Hann vonast til þess að Framsóknarmenn komi áfram til með að styðja sig í embætti formanns flokksins.
Kosningar 2016 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira