„Svínið af Marseille“ ætlar að ráðast á saklausa múslima með Rússum Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. maí 2016 12:45 James Shayler. vísir/afp James Shayler, ein þekktasta fótboltabulla Englands, ætlar að endurtaka leikinn frá því 1998 og vera með læti í Marseille eins og hann gerði á heimsmeistaramótinu í Frakklandi fyrir 18 árum síðan. Frá þessu er greint á vef Daily Mail. Shayler, sem er kallaður Svínið af Marseille, hótar að meiða saklausa múslima ásamt kollegum sínum frá Rússlandi þegar England og Rússland mætast á Evrópumótinu 11. júní en leikurinn fer fram í Marseille. Shayler fékk þetta áhugaverða viðurefni á HM í Frakklandi 1998 þegar hann var fangelsaður sem forsprakki bulluhóps sem réðst að lögreglunni í Marseille eftir sigur Englands gegn Túnis á mótinu. Nú er hann kominn í samstarf við Landscrona, þekktan bulluhóp rússneska liðsins Zenit frá Pétursborg en saman ætla þeir að ráðast á múslima í Marseille en um 220.000 af 900.000 íbúum borgarinnar eru múslimar. „Rússarnir hata þá [múslimana], er það ekki? England stendur með Rússlandi gegn múslimum,“ sagði Shayler í samtali við blaðamann Daily Mail. „Rússarnir eru að redda mér miðum á leikinn í Marseille þannig ég horfi líklega á leikinn með þeim í stúkunni. Það verður ekkert vandamál,“ segir svínið. Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu koma ekki til Marseille fyrr en sex dögum síðar en þeir eiga leik gegn Ungverjalandi 18. júní í Marseille. Shayler sat inni í sjö og hálft ár frá 1999 þegar hann var fundinn sekur um að stýra sölu á kókaíni. Hann var aftur fangelsaður í fimm ár 2008 fyrirað skipuleggja þjófnað á tveimur flutningabílum sem fluttu sjónvörp. Hann segist ekki vera einn af þeim tæplega 2.000 stuðningsmönnum frá Bretlandi sem lögreglan er búinn að banna að fara yfir landamærin til Frakklands. Um 1.200 öryggisverðir verða á og í kringum Stade Velodrome-völlinn í Marseille 11. júní og þurfa allir áhorfendur að ganga í gegnum málmleitartæki áður en þeir fara inn á völlinn. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra gegn reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira
James Shayler, ein þekktasta fótboltabulla Englands, ætlar að endurtaka leikinn frá því 1998 og vera með læti í Marseille eins og hann gerði á heimsmeistaramótinu í Frakklandi fyrir 18 árum síðan. Frá þessu er greint á vef Daily Mail. Shayler, sem er kallaður Svínið af Marseille, hótar að meiða saklausa múslima ásamt kollegum sínum frá Rússlandi þegar England og Rússland mætast á Evrópumótinu 11. júní en leikurinn fer fram í Marseille. Shayler fékk þetta áhugaverða viðurefni á HM í Frakklandi 1998 þegar hann var fangelsaður sem forsprakki bulluhóps sem réðst að lögreglunni í Marseille eftir sigur Englands gegn Túnis á mótinu. Nú er hann kominn í samstarf við Landscrona, þekktan bulluhóp rússneska liðsins Zenit frá Pétursborg en saman ætla þeir að ráðast á múslima í Marseille en um 220.000 af 900.000 íbúum borgarinnar eru múslimar. „Rússarnir hata þá [múslimana], er það ekki? England stendur með Rússlandi gegn múslimum,“ sagði Shayler í samtali við blaðamann Daily Mail. „Rússarnir eru að redda mér miðum á leikinn í Marseille þannig ég horfi líklega á leikinn með þeim í stúkunni. Það verður ekkert vandamál,“ segir svínið. Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu koma ekki til Marseille fyrr en sex dögum síðar en þeir eiga leik gegn Ungverjalandi 18. júní í Marseille. Shayler sat inni í sjö og hálft ár frá 1999 þegar hann var fundinn sekur um að stýra sölu á kókaíni. Hann var aftur fangelsaður í fimm ár 2008 fyrirað skipuleggja þjófnað á tveimur flutningabílum sem fluttu sjónvörp. Hann segist ekki vera einn af þeim tæplega 2.000 stuðningsmönnum frá Bretlandi sem lögreglan er búinn að banna að fara yfir landamærin til Frakklands. Um 1.200 öryggisverðir verða á og í kringum Stade Velodrome-völlinn í Marseille 11. júní og þurfa allir áhorfendur að ganga í gegnum málmleitartæki áður en þeir fara inn á völlinn.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra gegn reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira