Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfarar Íslands, mun setjast niður með læknateymi landsliðsins í dag til að gera áætlun fyrir þá leikmenn liðsins sem eiga í meiðslum.
Aron Einar Gunnarsson, Kolbeinn Sigþórsson og Gylfi Þór Sigurðsson hafa átt við mismikil meiðsli að stríða en þegar Vísir hitti á Lagerbäck í dag vissi hann ekki mikið um stöðuna á þeim.
„Ég var bara að hitta þá. Stærstu spurningarnar eru auðvitað um Aron og Kolbein en við munum sjá til í þessari viku hvað við getum gert,“ sagði Lagerbäck.
„Við munum ákveða í samráði við læknateymið plan fyrir alla þessa leikmenn út vikuna og útfæra það svo,“ sagði hann enn fremur.
Lagerbäck er ánægður með að formlegur undirbúningur sé að byrja þó svo að enn vanti marga leikmenn á æfingar.
„Það er gott að geta byrjað. Þó svo að margir séu enn að spila í þessari viku þá þýðir ekkert að kvarta. Við gerum það besta úr þessu.“
Lagerbäck: Við kvörtum ekki
Tengdar fréttir

Kolbeinn blæs á ásakanirnar: „Ég er að glíma við meiðsli og gat ekki spilað“
Franskir fréttamiðlar héldu því fram að íslenski landsliðsframherjinn væri óvinsæll hjá Nantes og að spara sig fyrir EM.

Aron Einar mun spila verkjaður á EM
„Það verður sársauki en ég læt það ekki stoppa mig,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson.