Rory McIlroy ætlar að fylgjast vel með fréttum af Zika vírusnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2016 23:00 Rory McIlroy. Vísir/Getty Norður-Írski kylfingurinn Rory McIlroy er ekki alveg hundrað prósent viss um hvort hann taki þátt í golfkeppni Ólympíuleikanna í Ríó í Brasilíu í ágúst. Ástæðan er Zika faraldurinn sem gengur nú í Brasilíu og hefur þegar haft þau áhrif að margir kylfingar ætla ekki að taka þátt í fyrstu golfkeppni Ólympíuleikanna í 112 ár. Ófæddum börnum stafar hætta af Zika veirunni en vegna vírussins sem talinn valda því að börn fæðist með óeðlilega lítil höfuð og mikið fötluð. Flestir þeir sem smitast fá væg einkenni eins og hita, beinverki og útbrot en vírusinn er ekki talinn hættulegur fyrir fullorðið fólk. „Það mun koma að þeim tímapunkti á næstu árum að við förum að huga að því að stofna fjölskyldu," sagði Rory McIlroy en kærasta hans er Erica Stoll. „Eins og staðan er núna þá er ég klár en ég vil ekki að neitt hafi áhrif á framhaldið hjá okkur," sagði Rory McIlroy. Kylfingarnir Vijay Singh, Marc Leishman, Adam Scott, Louis Oosthuizen og Charl Schwartzel hafa allir gefið það út að þeir muni ekki keppa á ÓL í Ríó vegna Zika vírussins. „Núna er ég hinsvegar að leiðinni til Ríó og hlakka bara til. Nú þegar leikarnir nálgast óðum þá er ég að átta mig meira á því að ég að fara þangað til að keppa um gullið," sagði McIlroy. „Ég hef verið að lesa mikið af fréttum um Zika-vírusinn og það eru sumir sem halda því fram að staðan sé verri en látið er uppi með. Ég verð því að fylgjast mjög vel með stöðunni," sagði Rory McIlroy sem er á leiðinni í sprautur í næstu viku vegna annarra sjúkdóma sem fólk getur smitast af í Brasilíu.Rory McIlroy.Vísir/Getty Golf Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Norður-Írski kylfingurinn Rory McIlroy er ekki alveg hundrað prósent viss um hvort hann taki þátt í golfkeppni Ólympíuleikanna í Ríó í Brasilíu í ágúst. Ástæðan er Zika faraldurinn sem gengur nú í Brasilíu og hefur þegar haft þau áhrif að margir kylfingar ætla ekki að taka þátt í fyrstu golfkeppni Ólympíuleikanna í 112 ár. Ófæddum börnum stafar hætta af Zika veirunni en vegna vírussins sem talinn valda því að börn fæðist með óeðlilega lítil höfuð og mikið fötluð. Flestir þeir sem smitast fá væg einkenni eins og hita, beinverki og útbrot en vírusinn er ekki talinn hættulegur fyrir fullorðið fólk. „Það mun koma að þeim tímapunkti á næstu árum að við förum að huga að því að stofna fjölskyldu," sagði Rory McIlroy en kærasta hans er Erica Stoll. „Eins og staðan er núna þá er ég klár en ég vil ekki að neitt hafi áhrif á framhaldið hjá okkur," sagði Rory McIlroy. Kylfingarnir Vijay Singh, Marc Leishman, Adam Scott, Louis Oosthuizen og Charl Schwartzel hafa allir gefið það út að þeir muni ekki keppa á ÓL í Ríó vegna Zika vírussins. „Núna er ég hinsvegar að leiðinni til Ríó og hlakka bara til. Nú þegar leikarnir nálgast óðum þá er ég að átta mig meira á því að ég að fara þangað til að keppa um gullið," sagði McIlroy. „Ég hef verið að lesa mikið af fréttum um Zika-vírusinn og það eru sumir sem halda því fram að staðan sé verri en látið er uppi með. Ég verð því að fylgjast mjög vel með stöðunni," sagði Rory McIlroy sem er á leiðinni í sprautur í næstu viku vegna annarra sjúkdóma sem fólk getur smitast af í Brasilíu.Rory McIlroy.Vísir/Getty
Golf Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira