Litaðir glossar koma sterkir inn fyrir sumarið Ritstjórn skrifar 24. maí 2016 12:00 Kylie Jenner byrjaði að selja glossa fyrr á árinu og það þýðir ekkert annað en að þeir séu komnir aftur í tísku. Glossar hafa lengi þótt vera pirrandi förðunarvara til þess að ganga með dags daglega. Hárið festist í þeim, þeir eru klístraðir og það er erfitt að borða og drekka með þá. Sem betur fer hefur bætt tækni og þróun í förðun gert snyrtivöruframleiðendum kleift að framleiða nýja kynslóð glossa þar sem þessi vandamál eru úr sögunni. Ef eitthvað er að marka það sem stjörnurnar nota á andlitið á sér og helstu hönnuðir tískubransans setja á fyrirsæturnar sínar þá verða litaðir glossar mikilvæg viðbót við snyrtibudduna í sumar. Gloss er skemmtileg og létt skipting við varalitina fyrir sumarið þegar sólin verður orðin tíðari gestur. Á myndbandinu neðst í fréttinni má sjá auglýsingu fyrir glossana hennar Kylie Jenner. Þeir seljast upp í hverri viku á innan við hálftíma þegar hún setur þá á sölu. Fyrirsætur Givenchy gengu niður pallana með dökka litaða glossa fyrir haustið 15/16.Bella Hadid klæddist léttum bleikum gloss á dögunum.Sarah Jessica Parker var með ljósbleikan gloss á Met Gala. Mest lesið Beyonce mætt með stelpugengið sitt í nýju herferð Ivy Park Glamour Gucci gefur hálfa milljón bandaríkjadala Glamour Stjörnurnar og þakkargjörðarhátíðin á Instagram Glamour Kaia og Presley Gerber eru andlit Omega Glamour Guðdómlegir síðkjólar á galakvöldi Time Glamour Gefa vörur fyrir 1,5 milljón Glamour Fyrsta Glamourblað ársins komið út Glamour Ritstjóri breska Vogue segir upp starfi sínu Glamour Beyoncé gerir gervitattú Glamour Lagt upp með stórstjörnum. Glamour
Glossar hafa lengi þótt vera pirrandi förðunarvara til þess að ganga með dags daglega. Hárið festist í þeim, þeir eru klístraðir og það er erfitt að borða og drekka með þá. Sem betur fer hefur bætt tækni og þróun í förðun gert snyrtivöruframleiðendum kleift að framleiða nýja kynslóð glossa þar sem þessi vandamál eru úr sögunni. Ef eitthvað er að marka það sem stjörnurnar nota á andlitið á sér og helstu hönnuðir tískubransans setja á fyrirsæturnar sínar þá verða litaðir glossar mikilvæg viðbót við snyrtibudduna í sumar. Gloss er skemmtileg og létt skipting við varalitina fyrir sumarið þegar sólin verður orðin tíðari gestur. Á myndbandinu neðst í fréttinni má sjá auglýsingu fyrir glossana hennar Kylie Jenner. Þeir seljast upp í hverri viku á innan við hálftíma þegar hún setur þá á sölu. Fyrirsætur Givenchy gengu niður pallana með dökka litaða glossa fyrir haustið 15/16.Bella Hadid klæddist léttum bleikum gloss á dögunum.Sarah Jessica Parker var með ljósbleikan gloss á Met Gala.
Mest lesið Beyonce mætt með stelpugengið sitt í nýju herferð Ivy Park Glamour Gucci gefur hálfa milljón bandaríkjadala Glamour Stjörnurnar og þakkargjörðarhátíðin á Instagram Glamour Kaia og Presley Gerber eru andlit Omega Glamour Guðdómlegir síðkjólar á galakvöldi Time Glamour Gefa vörur fyrir 1,5 milljón Glamour Fyrsta Glamourblað ársins komið út Glamour Ritstjóri breska Vogue segir upp starfi sínu Glamour Beyoncé gerir gervitattú Glamour Lagt upp með stórstjörnum. Glamour