Lið Elísabetar og Sifjar reynir að bjarga sér frá gjaldþroti með hópsöfnun Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. maí 2016 10:00 Sænska úrvalsdeildarliðið Kristianstad DFF sem Elísabet Gunnarsdóttir hefur þjálfað undanfarin átta ár er hársbreidd frá því að verða gjaldþrota en það hefur aðeins nokkrar vikur til að koma fjármálum sínum í lag. Til þess að reyna að bjarga liðinu hefur Kristianstad stofnað til hópsöfnunar á vefsíðunni Crowdfunder.co.uk þar sem sænska félagið vonast eftir því að safna 50.000 evrum eða sjö milljónum íslenskra króna. „KDFF er kvennafótboltafélag í sænsku úrvalsdeildinni með sjö unglingalið sem einbeitir sér að uppeldi ungra leikmanna en það er að verða gjaldþrota,“ segir í söfnuninni. Kristianstad er með 150 leikmenn í átta liðum en stolt félagsins er úrvalsdeildarliðið sem Elísabet kom í úrslitaleik bikarsins fyrir tveimur árum síðan. Það hefur byrjað illa í sænsku úrvalsdeildinni og er án sigurs eftir sex umferðir enda staðan á félaginu slæm. Margir íslenskir leikmenn hafa spilað með liðinu á undanförnum árum en þar ber helst að nefna Margréti Láru Viðarsdóttur sem yfirgaf Kristianstad eftir síðasta tímabil og kom aftur heim í Val. Sif Atladóttir er eini Íslendingurinn sem spilar með Kristianstad í dag en í fyrra voru Elísa Viðarsdóttir, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir og Guðný Björk Óðinsdótti einnig á mála hjá liðinu. Fram kemur að Kristianstad sé búið að leita sér að styrktaraðilum í bænum í marga mánuði en ekkert fyrirtæki sé tilbúið að láta pening í kvennaboltann á sama tíma og þau styrkja frekar karlaboltann. „Ekki láta okkur verða annað dæmi um lið sem þarf að hætta vegna lítils stuðnings við kvennaíþróttir,“ segir í niðurlagi söfnunarinnar. Elísabet Gunnarsdóttir ræddi fjárhagsstöðu Kristianstad í mjög áhugaverðu viðtali síðasta haust en viðtalið má lesa og heyra hér.Smelltu hér til að skoða söfnunina og hjálpa Íslendingaliðinu í Svíþjóð. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Í beinni: Frakkland - England | Risaleikur í Zurich Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Sjá meira
Sænska úrvalsdeildarliðið Kristianstad DFF sem Elísabet Gunnarsdóttir hefur þjálfað undanfarin átta ár er hársbreidd frá því að verða gjaldþrota en það hefur aðeins nokkrar vikur til að koma fjármálum sínum í lag. Til þess að reyna að bjarga liðinu hefur Kristianstad stofnað til hópsöfnunar á vefsíðunni Crowdfunder.co.uk þar sem sænska félagið vonast eftir því að safna 50.000 evrum eða sjö milljónum íslenskra króna. „KDFF er kvennafótboltafélag í sænsku úrvalsdeildinni með sjö unglingalið sem einbeitir sér að uppeldi ungra leikmanna en það er að verða gjaldþrota,“ segir í söfnuninni. Kristianstad er með 150 leikmenn í átta liðum en stolt félagsins er úrvalsdeildarliðið sem Elísabet kom í úrslitaleik bikarsins fyrir tveimur árum síðan. Það hefur byrjað illa í sænsku úrvalsdeildinni og er án sigurs eftir sex umferðir enda staðan á félaginu slæm. Margir íslenskir leikmenn hafa spilað með liðinu á undanförnum árum en þar ber helst að nefna Margréti Láru Viðarsdóttur sem yfirgaf Kristianstad eftir síðasta tímabil og kom aftur heim í Val. Sif Atladóttir er eini Íslendingurinn sem spilar með Kristianstad í dag en í fyrra voru Elísa Viðarsdóttir, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir og Guðný Björk Óðinsdótti einnig á mála hjá liðinu. Fram kemur að Kristianstad sé búið að leita sér að styrktaraðilum í bænum í marga mánuði en ekkert fyrirtæki sé tilbúið að láta pening í kvennaboltann á sama tíma og þau styrkja frekar karlaboltann. „Ekki láta okkur verða annað dæmi um lið sem þarf að hætta vegna lítils stuðnings við kvennaíþróttir,“ segir í niðurlagi söfnunarinnar. Elísabet Gunnarsdóttir ræddi fjárhagsstöðu Kristianstad í mjög áhugaverðu viðtali síðasta haust en viðtalið má lesa og heyra hér.Smelltu hér til að skoða söfnunina og hjálpa Íslendingaliðinu í Svíþjóð.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Í beinni: Frakkland - England | Risaleikur í Zurich Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Sjá meira