„Takk kærlega Ísland fyrir Aron Jóhannsson“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. maí 2016 19:23 Árangur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hefur vakið mikla athygli um allan heim og er hér á landi þessa dagana staddur aragrúi af erlendum fjölmiðlamönnum. Einn þeirra er Englendingurinn Roger Bennett sem búið hefur í Bandaríkjunum í 30 ár. Bennett hluti af tvíeykinu Men in Blazers ásamt félaga sínum Michael Davies en saman hófu þeir hlaðvarp um fótbolta fyrir nokkrum árum. Fljótlega fór það að skapa sér mikla sérstöðu og vinsælir í Bandaríkjunum en sjónvarpsstöðin ESPN fékk þá svo til að fjalla um HM í Brasilíu fyrir sig og þar skutust þeir upp á stjörnuhimininn. Þegar sjónvarpsrisinn NBC kastaði hafnaboltanum fyrir borð og veðjaði á vinsældir ensku úrvalsdeildarinnar voru þeir keyptir yfir. Nú eru þeir með vikulegan þátt þar sem þeir taka á deildinni á sinn einstaka hátt. Men in Blazers munu fjalla um stórmótin tvö í sumar, Evrópumótið og Suður-Ameríkukeppnina, og þess vegna er hann hér á landi.Aron Einar Gunnarsson leiðir Ísland út á völlinn á EM.vísir/stefánFótboltinn að stækka í Bandaríkjunum „Áður en þetta byrjar allt saman langaði mig að heimsækja nokkur þeirra landa sem eru áhugaverðust og kynnast leyndardómnum á bakvið árangur þeirra. Það fyrsta sem mig langaði að heimsækja var Ísland því saga ykkar er algjör mögnuð,“ sagði Bennett í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 en viðtalið í heild sinni birtist á Vísi í fyrramálið. Bennett og Davies eiga sinn þátt í auknum vinsældum fótboltans í Bandaríkjunum sem þeir grínast alltaf með að hafi verið íþrótt framtíðarinnar vestanhafs í rúm 40 ár. „Þetta hefur breyst eftir síðustu þrjú heimsmeistaramót og fótboltinn alltaf að stækka í Bandaríkjunum. Enska úrvalsdeildin er keppnin sem er að kveikja enn frekar á áhuga Bandaríkjamanna. Við grínumst alltaf með það, að fótboltinn hefur verið íþrótt framtíðarinnar í Bandaríkjunum síðan 1992. Sú framtíð er núna og við erum bara að njóta góðs af því,“ segir hann. Bennett er algjörlega heillaður af íslensku fótboltasögunni og hvernig strákarnir okkar og íslenskur fótbolti reis úr öskustónni eftir að vera fyrir ekki mörgum árum langt fyrir neðan 100 bestu liðin á heimslistanum. „Ég bý í Bandaríkjunum þar sem búa 320 milljónir manns en samt getur þjóðin ekki alið upp heimsklassa fótboltamenn og búið til liðið sem fólkinu finnst að það ætti að eiga. Síðan kemur maður hingað til Íslands þar sem búa 320 þúsund manns með jafnmarga skráða fótboltaiðkenndur og búa í Rhode Island-ríki og sér hvað þið hafið gert,“ segir hann. „Þið voruð númer 131 á heimslistanum fyrir fjórum árum en þið settuð upp áætlun. Þið voruð að tapa fyrir Færeyjum og Möltu en þið settust niður og gerðuð áætlun. Þið voruð alltaf á því að þið mynduð verða mjög góð í fótbolta.“ „Íslendingar eru númer eitt í svo mörgum hlutum eins og hreinasta vatninu, friði og fjölda lunda á hvern hektara. En þið vilduð verða frábær í fótbolta og það er magnað að sjá hvernig þið fóruð að þessu með því að fjárfesta í þjálfurum, byggingum og þjálfun barna. Það er æðislegt að fá að fjalla um þessa sögu og segja hana í Bandaríkjunum.“ „Þið búið til svo marga góða leikmenn að þið eigið nóg fyrir bandaríska liðið líka. Við elskum Aron Jóhannsson. Takk kærlega, Ísland, fyrir hann. Við elskum Aron,“ segir hann.vísir/stefánÖðruvísi með enska landsliðið Bennett vill segja Bandaríkjamönnum hvernig Ísland fór að því að ná svona langt í fótbolta á skömmum tíma og vill miðla uppeldisstarfi Íslendinga í Bandaríkjunum. Hann segir bandarísku þjóðina telja sig eiga að vera með betra landslið en raun ber vitni. Hann elskar Bandaríkin og bandarískan fótbolta og segir leikmenn landsliðsins vera mikla töffara. Það er annað en hann getur sagt um sína heimaþjóð, England. „Það er öðruvísi með England. Sá sem klæðist ensku landsliðstreyjunni verður sjálfkrafa helmingi lélegri leikmaður en hann er í alvörunni. Menn koðna niður eins og treyjan sé gerð úr málmi. Svo horfir maður á íslenska landsliðið. Þessir strákar klæðast íslensku treyjunni og verða þrisvar sinnum betri en þeir voru áður en þeir fóru í hana,“ segir Bennett. „Þið eruð með leikmenn sem áttu ekki góð tímabil í Evrópu en koma svo og spila frábærlega fyrir England. Þetta eru eins og töfrar og nú þurfum við að komast að því upp úr hverju þið þvoið treyjurnar. Svo viljum við þvo bandarísku treyjurnar upp úr sama efni þannig þeim gangi sæmilega á Copa America,“ segir Roger Bennett. Viðtalið í heild sinni verður birt á Vísi í fyrramálið. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
Árangur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hefur vakið mikla athygli um allan heim og er hér á landi þessa dagana staddur aragrúi af erlendum fjölmiðlamönnum. Einn þeirra er Englendingurinn Roger Bennett sem búið hefur í Bandaríkjunum í 30 ár. Bennett hluti af tvíeykinu Men in Blazers ásamt félaga sínum Michael Davies en saman hófu þeir hlaðvarp um fótbolta fyrir nokkrum árum. Fljótlega fór það að skapa sér mikla sérstöðu og vinsælir í Bandaríkjunum en sjónvarpsstöðin ESPN fékk þá svo til að fjalla um HM í Brasilíu fyrir sig og þar skutust þeir upp á stjörnuhimininn. Þegar sjónvarpsrisinn NBC kastaði hafnaboltanum fyrir borð og veðjaði á vinsældir ensku úrvalsdeildarinnar voru þeir keyptir yfir. Nú eru þeir með vikulegan þátt þar sem þeir taka á deildinni á sinn einstaka hátt. Men in Blazers munu fjalla um stórmótin tvö í sumar, Evrópumótið og Suður-Ameríkukeppnina, og þess vegna er hann hér á landi.Aron Einar Gunnarsson leiðir Ísland út á völlinn á EM.vísir/stefánFótboltinn að stækka í Bandaríkjunum „Áður en þetta byrjar allt saman langaði mig að heimsækja nokkur þeirra landa sem eru áhugaverðust og kynnast leyndardómnum á bakvið árangur þeirra. Það fyrsta sem mig langaði að heimsækja var Ísland því saga ykkar er algjör mögnuð,“ sagði Bennett í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 en viðtalið í heild sinni birtist á Vísi í fyrramálið. Bennett og Davies eiga sinn þátt í auknum vinsældum fótboltans í Bandaríkjunum sem þeir grínast alltaf með að hafi verið íþrótt framtíðarinnar vestanhafs í rúm 40 ár. „Þetta hefur breyst eftir síðustu þrjú heimsmeistaramót og fótboltinn alltaf að stækka í Bandaríkjunum. Enska úrvalsdeildin er keppnin sem er að kveikja enn frekar á áhuga Bandaríkjamanna. Við grínumst alltaf með það, að fótboltinn hefur verið íþrótt framtíðarinnar í Bandaríkjunum síðan 1992. Sú framtíð er núna og við erum bara að njóta góðs af því,“ segir hann. Bennett er algjörlega heillaður af íslensku fótboltasögunni og hvernig strákarnir okkar og íslenskur fótbolti reis úr öskustónni eftir að vera fyrir ekki mörgum árum langt fyrir neðan 100 bestu liðin á heimslistanum. „Ég bý í Bandaríkjunum þar sem búa 320 milljónir manns en samt getur þjóðin ekki alið upp heimsklassa fótboltamenn og búið til liðið sem fólkinu finnst að það ætti að eiga. Síðan kemur maður hingað til Íslands þar sem búa 320 þúsund manns með jafnmarga skráða fótboltaiðkenndur og búa í Rhode Island-ríki og sér hvað þið hafið gert,“ segir hann. „Þið voruð númer 131 á heimslistanum fyrir fjórum árum en þið settuð upp áætlun. Þið voruð að tapa fyrir Færeyjum og Möltu en þið settust niður og gerðuð áætlun. Þið voruð alltaf á því að þið mynduð verða mjög góð í fótbolta.“ „Íslendingar eru númer eitt í svo mörgum hlutum eins og hreinasta vatninu, friði og fjölda lunda á hvern hektara. En þið vilduð verða frábær í fótbolta og það er magnað að sjá hvernig þið fóruð að þessu með því að fjárfesta í þjálfurum, byggingum og þjálfun barna. Það er æðislegt að fá að fjalla um þessa sögu og segja hana í Bandaríkjunum.“ „Þið búið til svo marga góða leikmenn að þið eigið nóg fyrir bandaríska liðið líka. Við elskum Aron Jóhannsson. Takk kærlega, Ísland, fyrir hann. Við elskum Aron,“ segir hann.vísir/stefánÖðruvísi með enska landsliðið Bennett vill segja Bandaríkjamönnum hvernig Ísland fór að því að ná svona langt í fótbolta á skömmum tíma og vill miðla uppeldisstarfi Íslendinga í Bandaríkjunum. Hann segir bandarísku þjóðina telja sig eiga að vera með betra landslið en raun ber vitni. Hann elskar Bandaríkin og bandarískan fótbolta og segir leikmenn landsliðsins vera mikla töffara. Það er annað en hann getur sagt um sína heimaþjóð, England. „Það er öðruvísi með England. Sá sem klæðist ensku landsliðstreyjunni verður sjálfkrafa helmingi lélegri leikmaður en hann er í alvörunni. Menn koðna niður eins og treyjan sé gerð úr málmi. Svo horfir maður á íslenska landsliðið. Þessir strákar klæðast íslensku treyjunni og verða þrisvar sinnum betri en þeir voru áður en þeir fóru í hana,“ segir Bennett. „Þið eruð með leikmenn sem áttu ekki góð tímabil í Evrópu en koma svo og spila frábærlega fyrir England. Þetta eru eins og töfrar og nú þurfum við að komast að því upp úr hverju þið þvoið treyjurnar. Svo viljum við þvo bandarísku treyjurnar upp úr sama efni þannig þeim gangi sæmilega á Copa America,“ segir Roger Bennett. Viðtalið í heild sinni verður birt á Vísi í fyrramálið.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira