Rúnar Alex Rúnarsson var í marki Nordsjælland í kvöld þegar liðið vann 1-0 heimasigur á Viborg í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta.
Rúnar Alex spilaði þarna annan leikinn í röð en hann fékk þrjú mörk á sig í leiknum á undan þegar Nordsjælland gerði 3-3 jafntefli við AGF.
Þetta var þriðji leikur Rúnars Alex í dönsku úrvalsdeildinni og í frysta sinn sem hann heldur marki sínu hreinu.
Rúnar Alex Rúnarsson er 21 árs gamall og sonur Rúnars Kristinssonar, leikjahæsta landsliðsmanns Íslands frá upphafi og núverandi þjálfara Lilleström í Noregi.
Theódór Elmar Bjarnason kom inn á sem varamaður þegar AGF vann 2-1 sigur í Íslendingaslag á móti OB. OB var nýbúið að jafna þegar Theódór Elmar kom inná og hann hjálpaði sínum mönnum að tryggja sér sigurinn.
Hallgrímur Jónasson spilaði allan leikinn með OB er Ari Freyr Skúlason er kominn heim til móts við íslenska landsliðið.
Guðlaugur Victor Pálsson spilaði síðustu fjórar mínúturnar þegar Esbjerg tapaði 4-1 á heimavelli á móti FC Kaupmannahöfn.
Nordsjælland hækkaði sig um eitt sæti og upp í það áttunda með þessum sigri. OB er í 6. sæti, AGF er í 9. sæti og Esbjerg er í 11. sætinu eða einu sæti frá botninum.
Rúnar Alex hélt marki sínu hreinu í fyrsta sinn
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn
Enski boltinn



Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni
Íslenski boltinn

„Orðið sem ég nota er forréttindapési“
Handbolti



Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH
Íslenski boltinn