23 bestu valdir fyrir EM í Frakklandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. maí 2016 06:00 Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson kynntu landsliðshópinn á fjölmennum blaðamannafundi KSÍ í gær. Fréttablaðið/Pjetur „Þetta eru bestu leikmennirnir fyrir Ísland að þessu sinni,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta, eftir að hann og Lars Lagerbäck kynntu íslenska hópinn sem fer til Frakklands á fyrsta stórmót karlalandsliðsins. Ísland er eitt af allra fyrstu löndunum ef ekki það fyrsta til að opinbera sinn hóp en þjálfararnir hafa til 31. maí að breyta honum en þá þarf að skila inn hópnum til UEFA. „Við vildum gera þetta sem fyrst þannig að menn hefðu tíma til að melta þetta. Við höfum ekki farið í gegnum þetta áður,“ sagði Heimir Hallgrímsson en þjálfararnir sögðu á fjölmennum blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ að hópurinn hefði legið fyrir að mestu leyti í nokkurn tíma. Þjálfararnir hafa notað 50 leikmenn í vináttuleikjum síðan undankeppni EM lauk og höfðu þeir úr fleiri mönnum að velja en oft áður. „Það voru bara margir sem tóku skrefið og nýttu sín tækifæri. Við töldum þessa vera betri en aðra. Við veljum þá út frá getu og hvað þeir hafa gert með okkur,“ sagði Heimir.Glaðir og svekktir Þeir sem hafa nýtt tækifæri sín, að mati Lars og Heimis, eru greinilega leikmenn eins og Arnór Ingvi Traustason, Sverrir Ingi Ingason, Hörður Björgvin Magnússon og markvörðurinn Ingvar Jónsson. Enginn af þeim kom við sögu í undankeppni EM en þeir spiluðu ágætlega í þeim vináttuleikjum sem á eftir fylgdu. Aðrir sátu svekktir eftir. Menn sem hafa lengi verið hluti af hópnum fara ekki með en þar ber að nefna stráka á borð við Sölva Geir Ottesen, Rúrik Gíslason, Viðar Örn Kjartansson, Ólaf Inga Skúlason og markvörðinn Gunnleif Gunnleifsson. Sölvi Geir er búinn að vera fastamaður í hópnum um langa hríð en tók skrefið niður í 2. deildina í Kína. Viðar Örn hefur ekki nýtt sín tækifæri með landsliðinu að undanförnu og Rúrik hefur verið meiddur. Meira kom á óvart að sjá ekki Gunnleif og Ólaf Inga í hópnum. „Ingvar fékk svolítið óvænt tækifæri með okkur og nýtti það vel. Sverrir Ingi sömuleiðis. Hann er líka að spila í sterkri deild,“ sagði Heimir aðspurður um „óvæntu“ nöfnin. Rúrik varð fyrir því óláni að meiðast á árinu og hefur lítið spilað fyrir lið sitt Nürnberg í Þýskalandi en Gunnleifur Gunnleifsson lýsti yfir miklum vonbrigðum með að vera ekki valinn í viðtali við Vísi í gær.Svanasöngur Eiðs Smára? Mesta spennan var hvort Eiður Smári Guðjohnsen yrði í hópnum og fór kliður um salinn þegar aðeins átti eftir að tilkynna um einn mann. Það lá við lófataki þegar markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins kom upp á skjáinn sem 23. maður kynntur til leiks. „Eiður hefur sýnt vilja og þrá að komast í hópinn. Hann lítur vel út og er að spila vel í Noregi. Meiðsli hans eru smávægileg,“ sagði Heimir um Eið Smára sem lýkur væntanlega landsliðsferlinum með strákunum okkar í Frakklandi. Lars og Heimir völdu sex manna biðlista sem má sjá hér til hliðar en þessir menn verða að vera með hausinn rétt skrúfaðan á og klárir í slaginn ef kallið kemur því ýmislegt getur gerst á nokkrum vikum í fótbolta. „Við byggjum árangur okkar á liðsheild. Þannig vinnum við leiki þannig að við þurfum allir að vera saman í þessu,“ sagði Heimir Hallgrímsson. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Leikmenn fengu sms hálftíma á undan blaðamönnum Gunnleifur Gunnleifsson og Sölvi Geir Ottesen fara að óbreyttu ekki til Frakklands. 9. maí 2016 14:08 Lars: Auðvelda svarið er að ég fæddist of snemma Lars Lagerbäck segist hafa tekið ákvörðun um að hætta með íslenska landsliðið fyrir um mánuði síðan. 9. maí 2016 13:37 Eiður Smári fer til Frakklands | Sjáðu EM-hóp Íslands Eiður Smári Guðjohnsen fær sinn gamla draum uppfylltan og fer með íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi. 9. maí 2016 14:00 Lars: Getum ekki valið liðið út frá vinskap „Við veljum ekki lið út frá herbergisfélögum,“ segir Lars Lagerbäck. 9. maí 2016 14:24 Lagerbäck: Við erum ekki tilfinningalausir Landsliðsþjálfarinn um þær erfiðu ákvarðanir sem þurfti að taka þegar lokahópur Íslands fyrir EM var valinn. 9. maí 2016 19:45 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Sjá meira
„Þetta eru bestu leikmennirnir fyrir Ísland að þessu sinni,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta, eftir að hann og Lars Lagerbäck kynntu íslenska hópinn sem fer til Frakklands á fyrsta stórmót karlalandsliðsins. Ísland er eitt af allra fyrstu löndunum ef ekki það fyrsta til að opinbera sinn hóp en þjálfararnir hafa til 31. maí að breyta honum en þá þarf að skila inn hópnum til UEFA. „Við vildum gera þetta sem fyrst þannig að menn hefðu tíma til að melta þetta. Við höfum ekki farið í gegnum þetta áður,“ sagði Heimir Hallgrímsson en þjálfararnir sögðu á fjölmennum blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ að hópurinn hefði legið fyrir að mestu leyti í nokkurn tíma. Þjálfararnir hafa notað 50 leikmenn í vináttuleikjum síðan undankeppni EM lauk og höfðu þeir úr fleiri mönnum að velja en oft áður. „Það voru bara margir sem tóku skrefið og nýttu sín tækifæri. Við töldum þessa vera betri en aðra. Við veljum þá út frá getu og hvað þeir hafa gert með okkur,“ sagði Heimir.Glaðir og svekktir Þeir sem hafa nýtt tækifæri sín, að mati Lars og Heimis, eru greinilega leikmenn eins og Arnór Ingvi Traustason, Sverrir Ingi Ingason, Hörður Björgvin Magnússon og markvörðurinn Ingvar Jónsson. Enginn af þeim kom við sögu í undankeppni EM en þeir spiluðu ágætlega í þeim vináttuleikjum sem á eftir fylgdu. Aðrir sátu svekktir eftir. Menn sem hafa lengi verið hluti af hópnum fara ekki með en þar ber að nefna stráka á borð við Sölva Geir Ottesen, Rúrik Gíslason, Viðar Örn Kjartansson, Ólaf Inga Skúlason og markvörðinn Gunnleif Gunnleifsson. Sölvi Geir er búinn að vera fastamaður í hópnum um langa hríð en tók skrefið niður í 2. deildina í Kína. Viðar Örn hefur ekki nýtt sín tækifæri með landsliðinu að undanförnu og Rúrik hefur verið meiddur. Meira kom á óvart að sjá ekki Gunnleif og Ólaf Inga í hópnum. „Ingvar fékk svolítið óvænt tækifæri með okkur og nýtti það vel. Sverrir Ingi sömuleiðis. Hann er líka að spila í sterkri deild,“ sagði Heimir aðspurður um „óvæntu“ nöfnin. Rúrik varð fyrir því óláni að meiðast á árinu og hefur lítið spilað fyrir lið sitt Nürnberg í Þýskalandi en Gunnleifur Gunnleifsson lýsti yfir miklum vonbrigðum með að vera ekki valinn í viðtali við Vísi í gær.Svanasöngur Eiðs Smára? Mesta spennan var hvort Eiður Smári Guðjohnsen yrði í hópnum og fór kliður um salinn þegar aðeins átti eftir að tilkynna um einn mann. Það lá við lófataki þegar markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins kom upp á skjáinn sem 23. maður kynntur til leiks. „Eiður hefur sýnt vilja og þrá að komast í hópinn. Hann lítur vel út og er að spila vel í Noregi. Meiðsli hans eru smávægileg,“ sagði Heimir um Eið Smára sem lýkur væntanlega landsliðsferlinum með strákunum okkar í Frakklandi. Lars og Heimir völdu sex manna biðlista sem má sjá hér til hliðar en þessir menn verða að vera með hausinn rétt skrúfaðan á og klárir í slaginn ef kallið kemur því ýmislegt getur gerst á nokkrum vikum í fótbolta. „Við byggjum árangur okkar á liðsheild. Þannig vinnum við leiki þannig að við þurfum allir að vera saman í þessu,“ sagði Heimir Hallgrímsson.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Leikmenn fengu sms hálftíma á undan blaðamönnum Gunnleifur Gunnleifsson og Sölvi Geir Ottesen fara að óbreyttu ekki til Frakklands. 9. maí 2016 14:08 Lars: Auðvelda svarið er að ég fæddist of snemma Lars Lagerbäck segist hafa tekið ákvörðun um að hætta með íslenska landsliðið fyrir um mánuði síðan. 9. maí 2016 13:37 Eiður Smári fer til Frakklands | Sjáðu EM-hóp Íslands Eiður Smári Guðjohnsen fær sinn gamla draum uppfylltan og fer með íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi. 9. maí 2016 14:00 Lars: Getum ekki valið liðið út frá vinskap „Við veljum ekki lið út frá herbergisfélögum,“ segir Lars Lagerbäck. 9. maí 2016 14:24 Lagerbäck: Við erum ekki tilfinningalausir Landsliðsþjálfarinn um þær erfiðu ákvarðanir sem þurfti að taka þegar lokahópur Íslands fyrir EM var valinn. 9. maí 2016 19:45 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Sjá meira
Leikmenn fengu sms hálftíma á undan blaðamönnum Gunnleifur Gunnleifsson og Sölvi Geir Ottesen fara að óbreyttu ekki til Frakklands. 9. maí 2016 14:08
Lars: Auðvelda svarið er að ég fæddist of snemma Lars Lagerbäck segist hafa tekið ákvörðun um að hætta með íslenska landsliðið fyrir um mánuði síðan. 9. maí 2016 13:37
Eiður Smári fer til Frakklands | Sjáðu EM-hóp Íslands Eiður Smári Guðjohnsen fær sinn gamla draum uppfylltan og fer með íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi. 9. maí 2016 14:00
Lars: Getum ekki valið liðið út frá vinskap „Við veljum ekki lið út frá herbergisfélögum,“ segir Lars Lagerbäck. 9. maí 2016 14:24
Lagerbäck: Við erum ekki tilfinningalausir Landsliðsþjálfarinn um þær erfiðu ákvarðanir sem þurfti að taka þegar lokahópur Íslands fyrir EM var valinn. 9. maí 2016 19:45
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti