Keegan: Íslenska sagan ekki enn öll sögð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. maí 2016 19:00 Kevin Keegan var meðal þeirra sem sátu fyrir svörum á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu í dag en hann segir að það sé margt áhugavert sem hafi verið rætt þar. Keegan verður áfram þátttakandi á sérstöku EM kvöldi ráðstefnunnar í kvöld en upplýsingar um dagskrá og miðasölu má finna á heimasíðu ráðstefnunnar. „Það eru 37 ár liðin síðan ég kom til Íslands en þá var ég að spila með Hamburg. Það hefur margt breyst en sumt er óbreytt,“ sagði Keegan sem sagði að ráðstefnan í dag hefði verið skemmtileg upplifun. Keegan spilaði á ferli sínum meðal annars með Hamburg í Þýskalandi, Liverpool, Southampton og enska landsliðinu. Sjá einnig: Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM „Við höfum fengið að heyra margt áhugavert frá alls konar fólki sem býr yfir mjög mismunandi reynslu og notið velgengni.“ „Það var vel mætt og margar góðar spurningar bornar upp. Maður áttar sig á því að það er engin ein rétt lausn, hvorki í fótbolta né viðskiptum. Það eru margar leiðin á toppinn.“ Ráðstefnan heldur áfram í kvöld en þar verður til umræðu árangur íslenska knattpsyrnulandsliðsins og hvaða möguleika litlu liðin eiga á EM í sumar. „Þetta er rétti staðurinn til að ræða þetta. Það átti enginn von á þessu,“ sagði Keegan og rifjaði upp þegar hann frétti að Ísland hefði unnið Holland. „Ég vissi ekki um hvaða íþrótt það var. Íshokkí? Körfubolta? Ég gerði mér ekki grein fyrir því að þetta var í fótbolta.“ Sjá einnig: Keegan: Ég er enn að leita að kennaranum sem sagði að ég yrði ekki góður fótboltamaður „En þetta er saga sem veitir mörgum innblástur, líkt og velgengni Leicester hefur gert í Englandi.“ Hann rifjar upp velgengni Danmerkur á EM 1992 og Grikklandi á EM tólf árum síðar. Nú eru önnur tólf ár liðin. „Ég óska Íslandi alls hins besta. Af hverju ekki? En ef Ísland spilar gegn Englandi í úrslitaleiknum, þá fáið þið ekki minn stuðning.“ Hann hvetur leikmenn til að njóta þess að spila á EM í sumar og láta ekki staðar numið. „Ef ég væri leikmaður Íslands myndi ég vilja vita hvort þetta væri allt og sumt eða hvort við ætluðum að gera eitthvað enn meira.“ „Ég held að sagan sé ekki öll sögð.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi "Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ 11. maí 2016 11:42 Keegan: Ég er enn að leita að kennaranum sem sagði að ég yrði ekki góður fótboltamaður Fyrrverandi besti knattspyrnumaður Evrópu segir höfnun eitt það besta sem getur komið fyrir fólk í íþróttum. 11. maí 2016 12:15 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Fleiri fréttir Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Tottenham - Chelsea | Sex stiga Lundúnaslagur Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Sjá meira
Kevin Keegan var meðal þeirra sem sátu fyrir svörum á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu í dag en hann segir að það sé margt áhugavert sem hafi verið rætt þar. Keegan verður áfram þátttakandi á sérstöku EM kvöldi ráðstefnunnar í kvöld en upplýsingar um dagskrá og miðasölu má finna á heimasíðu ráðstefnunnar. „Það eru 37 ár liðin síðan ég kom til Íslands en þá var ég að spila með Hamburg. Það hefur margt breyst en sumt er óbreytt,“ sagði Keegan sem sagði að ráðstefnan í dag hefði verið skemmtileg upplifun. Keegan spilaði á ferli sínum meðal annars með Hamburg í Þýskalandi, Liverpool, Southampton og enska landsliðinu. Sjá einnig: Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM „Við höfum fengið að heyra margt áhugavert frá alls konar fólki sem býr yfir mjög mismunandi reynslu og notið velgengni.“ „Það var vel mætt og margar góðar spurningar bornar upp. Maður áttar sig á því að það er engin ein rétt lausn, hvorki í fótbolta né viðskiptum. Það eru margar leiðin á toppinn.“ Ráðstefnan heldur áfram í kvöld en þar verður til umræðu árangur íslenska knattpsyrnulandsliðsins og hvaða möguleika litlu liðin eiga á EM í sumar. „Þetta er rétti staðurinn til að ræða þetta. Það átti enginn von á þessu,“ sagði Keegan og rifjaði upp þegar hann frétti að Ísland hefði unnið Holland. „Ég vissi ekki um hvaða íþrótt það var. Íshokkí? Körfubolta? Ég gerði mér ekki grein fyrir því að þetta var í fótbolta.“ Sjá einnig: Keegan: Ég er enn að leita að kennaranum sem sagði að ég yrði ekki góður fótboltamaður „En þetta er saga sem veitir mörgum innblástur, líkt og velgengni Leicester hefur gert í Englandi.“ Hann rifjar upp velgengni Danmerkur á EM 1992 og Grikklandi á EM tólf árum síðar. Nú eru önnur tólf ár liðin. „Ég óska Íslandi alls hins besta. Af hverju ekki? En ef Ísland spilar gegn Englandi í úrslitaleiknum, þá fáið þið ekki minn stuðning.“ Hann hvetur leikmenn til að njóta þess að spila á EM í sumar og láta ekki staðar numið. „Ef ég væri leikmaður Íslands myndi ég vilja vita hvort þetta væri allt og sumt eða hvort við ætluðum að gera eitthvað enn meira.“ „Ég held að sagan sé ekki öll sögð.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi "Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ 11. maí 2016 11:42 Keegan: Ég er enn að leita að kennaranum sem sagði að ég yrði ekki góður fótboltamaður Fyrrverandi besti knattspyrnumaður Evrópu segir höfnun eitt það besta sem getur komið fyrir fólk í íþróttum. 11. maí 2016 12:15 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Fleiri fréttir Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Tottenham - Chelsea | Sex stiga Lundúnaslagur Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Sjá meira
Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi "Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ 11. maí 2016 11:42
Keegan: Ég er enn að leita að kennaranum sem sagði að ég yrði ekki góður fótboltamaður Fyrrverandi besti knattspyrnumaður Evrópu segir höfnun eitt það besta sem getur komið fyrir fólk í íþróttum. 11. maí 2016 12:15