Valdís aðeins einu högg frá efsta sætinu | Náði sínum besta árangri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2016 16:48 Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni Mynd/Golfsamband Íslands Kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni náði sínum besta árangri á næststerkustu atvinnumótaröð Evrópu sem lauk á Spáni í dag. Valdís endaði í þriðja sæti á þremur höggum undir pari vallar og var hún aðeins einu höggi frá efsta sætinu. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR endaði í 23. sæti á +2 samtals. Þetta er fyrsta mótið hjá Valdísi á þessu tímabili á LET Access mótaröðinni. Valdís Þóra fór í aðgerð í byrjun febrúar vegna álagsmeiðsla í þumalfingri og hefur hún verið í endurhæfingu frá þeim tíma. Valdís Þóra lék á 133 höggum, var tveimur undir pari á fyrsta hring og einu höggi undir pari á öðrum hring. Valdís náði 9 fuglum á þessum 36 holum og var á parinu á 22 holum. Ólafía hefur leikið á tveimur mótum nú þegar á þessari mótaröð og á einu móti á LET Evrópumótaröðinni, sterkustu mótaröð Evrópu, þar sem hún er með keppnisrétt. Aðstæður á keppnisvellinum voru erfiðar vegna mikillar úrkomu undanfarna daga og vikur. Breyta þurfti nokkrum holum úr par 4 í par 3 vegna þess að brautirnar voru óleikhæfar. Par vallarins var því 68 högg sem er óvenjulegt. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni náði sínum besta árangri á næststerkustu atvinnumótaröð Evrópu sem lauk á Spáni í dag. Valdís endaði í þriðja sæti á þremur höggum undir pari vallar og var hún aðeins einu höggi frá efsta sætinu. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR endaði í 23. sæti á +2 samtals. Þetta er fyrsta mótið hjá Valdísi á þessu tímabili á LET Access mótaröðinni. Valdís Þóra fór í aðgerð í byrjun febrúar vegna álagsmeiðsla í þumalfingri og hefur hún verið í endurhæfingu frá þeim tíma. Valdís Þóra lék á 133 höggum, var tveimur undir pari á fyrsta hring og einu höggi undir pari á öðrum hring. Valdís náði 9 fuglum á þessum 36 holum og var á parinu á 22 holum. Ólafía hefur leikið á tveimur mótum nú þegar á þessari mótaröð og á einu móti á LET Evrópumótaröðinni, sterkustu mótaröð Evrópu, þar sem hún er með keppnisrétt. Aðstæður á keppnisvellinum voru erfiðar vegna mikillar úrkomu undanfarna daga og vikur. Breyta þurfti nokkrum holum úr par 4 í par 3 vegna þess að brautirnar voru óleikhæfar. Par vallarins var því 68 högg sem er óvenjulegt.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira