Kona nýr framkvæmdastjóri hjá FIFA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2016 18:15 Fatma Samba Diouf Samoura frá Senegal. Vísir/AFP Fatma Samba Diouf Samoura frá Senegal hefur verið ráðin sem nýr framkvæmdastjóri Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA en hún tekur við starfi Jerome Valcke. Fatma Samba Diouf er 54 ára gömul og hefur unnið fyrir Sameinuðu þjóðirnar í 21 ár. Hún tekur við nýja starfinu í júní. Jerome Valcke missti starfið sitt sem framkvæmdastjóri FIFA þegar hann var dæmdur í tólf ára bann frá fótbolta eftir að upp komst um spillingu hjá honum í þessu einu af valdamestu störfum innan alþjóðafótboltans. Það var tilkynnt á ársþingi FIFA í Mexíóborg að Samoura hefði fengið starfið en Gianni Infantino, nýr forseti FIFA, vinnur nú að endurbyggingu sambandsins eftir fjölmörg áföll á síðustu mánuðum í tengslum við gríðarlega stór spillingarmál. Gianni Infantino hefur meðal annars gefið það út að hann ætli að taka vel til innan FIFA og koma með fótboltann aftur inn til FIFA og FIFA aftur úr í fótboltann. Fatma Samba Diouf er eins og er að vinna fyrir Sameinuðu þjóðirnar í Nígeríu en hún talar fjögur tungumál. Hún fær góð meðmæli og er mjög virt fyrir störf sín fyrir Sameinuðu þjóðirnar undanfarna tvo áratugi. Fatma Samba Diouf er líka vön því að vinna fyrir samtök þar sem allt er upp á borðinu en það hefur verið boðað mun mun meira gegnsæi á starfsemi FIFA á næstunni. Framkvæmdastjóri FIFA og KSÍ eru því báðar konur en Klara Bjartmarz hefur verið framkvæmdastjóri KSÍ síðan í mars 2015 eða í rúmt ár. Gianni Infantino, forseti FIFA, segir frá því að Fatma Samba Diouf Samoura hafi verið ráðin á ársþingi FIFA í Mexíkó.Vísir/Getty FIFA Mest lesið Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Sjá meira
Fatma Samba Diouf Samoura frá Senegal hefur verið ráðin sem nýr framkvæmdastjóri Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA en hún tekur við starfi Jerome Valcke. Fatma Samba Diouf er 54 ára gömul og hefur unnið fyrir Sameinuðu þjóðirnar í 21 ár. Hún tekur við nýja starfinu í júní. Jerome Valcke missti starfið sitt sem framkvæmdastjóri FIFA þegar hann var dæmdur í tólf ára bann frá fótbolta eftir að upp komst um spillingu hjá honum í þessu einu af valdamestu störfum innan alþjóðafótboltans. Það var tilkynnt á ársþingi FIFA í Mexíóborg að Samoura hefði fengið starfið en Gianni Infantino, nýr forseti FIFA, vinnur nú að endurbyggingu sambandsins eftir fjölmörg áföll á síðustu mánuðum í tengslum við gríðarlega stór spillingarmál. Gianni Infantino hefur meðal annars gefið það út að hann ætli að taka vel til innan FIFA og koma með fótboltann aftur inn til FIFA og FIFA aftur úr í fótboltann. Fatma Samba Diouf er eins og er að vinna fyrir Sameinuðu þjóðirnar í Nígeríu en hún talar fjögur tungumál. Hún fær góð meðmæli og er mjög virt fyrir störf sín fyrir Sameinuðu þjóðirnar undanfarna tvo áratugi. Fatma Samba Diouf er líka vön því að vinna fyrir samtök þar sem allt er upp á borðinu en það hefur verið boðað mun mun meira gegnsæi á starfsemi FIFA á næstunni. Framkvæmdastjóri FIFA og KSÍ eru því báðar konur en Klara Bjartmarz hefur verið framkvæmdastjóri KSÍ síðan í mars 2015 eða í rúmt ár. Gianni Infantino, forseti FIFA, segir frá því að Fatma Samba Diouf Samoura hafi verið ráðin á ársþingi FIFA í Mexíkó.Vísir/Getty
FIFA Mest lesið Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Sjá meira